Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 45 Tilboð/Útboð Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Reykjavíkurborg Innkaupaskrifstofa Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Sími 411 1042/411 1043 Bréfsími 411 1048 Netfang: utbod@reykjavik.is ÚTBOÐ F.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Mílu ehf.: Hringbraut - efnishaugar. Flutningur á Hólmsheiðartipp. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000, frá og með 20. desember 2007, hjá síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Opnun tilboða: 7. janúar 2008 kl. 14:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12065 Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Suðureyrar 1983-2003 Með vísan til 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breyt- ingum er hér með auglýst tillaga að breyttu aðalskipulagi Suðureyrar 1983 – 2003 með áorðnum breytingum. Tillagan tekur til breytinga á svæði austan við Túngötu og Sætún. Gert er ráð fyrir að fella út íbúðar- byggð á reitum B og C. Einnig er gert ráð fyrir að fella út eystri vegtengingu, sem og vegteng- ingar frá Sætúni við reiti C og D fyrir íbúða- byggð. Á hluta reits B er nú gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði. Opið svæði til sérstakra nota merkt U1 stækkar einnig til samræmis við núverandi stöðu. Vegna nálægðar við þjóðveg breytist reitur C í opið svæði til sérstakra nota. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 19. desember 2007 til og með 16. janúar 2008. Samtímis breytingu á aðalskipulagi er auglýst deiliskipulagstillaga af sama svæði. Þar er gert ráð fyrir níu húsum ásamt botnlanga að þeim. Gert er ráð fyrir lítilli eyju í Lóninu með göngutengingu. Á eyjunni er gert ráð fyrir bryggju sem nýtist til útivistar. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytingartillöguna og deili- skipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. janúar 2008. Skriflegum athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breyting- artillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Ísafirði, 17. desember 2007. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs. Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-2009. Jarðgöng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Með vísan til 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum er hér með endurbirt auglýsing að breyttu aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-2009 með áorðnum breytingum. Tillagan tekur til svæðis á norðvestur-mörkum gildandi skipulags. Breytingartillagan tekur til alls þess svæðis sem færsla þjóðvegarins nær til, allt að sveitarfélagsmörkum Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur. Vestast afmarkast svæðið af óbyggðu svæði en fylgir núverandi þjóðvegi að sunnanverðu að hafnarsvæði Hnífsdals- bryggju. Að norðanverðu liggur skipulags- svæðið að sjó. Gert er ráð fyrir að þjóðvegur 61 verði settur í um 5.130 m löng göng frá Skarfaskeri að Ósi í Bolungarvík. Gangnamunninn verður stað- settur í um 20 m.y.s. og 200 m norðvestan við hesthúsabyggðina í Hnífsdal. Núverandi þjóðvegur liggur mjög nálægt íbúðasvæði og sem mótvægisaðgerð er gert ráð fyrir að færa veginn út fyrir þéttbýlið á um 1 km löngum kafla. Gert er ráð fyrir að nýr vegur liggi meðfram ströndinni, en tengist núverandi vegi við vesturenda hafnarsvæðis austast á skipu- lagssvæðinu. Við gangamunnann er gert ráð fyrir haugsvæði fyrir umframefni vegna ganga- gerðar allt að 50 þús. m³ á 1,5 ha svæðis norðvestan hesthúsabyggðarinnar. Gert er ráð fyrir að opin svæði til sérstakra nota minnki úr 5 ha Í 3 ha og nái aðeins að fyrirhuguðu efnis- tökusvæði. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjar- skrifstofum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 19. desember 2007 til og með 16. janúar 2008. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytingartillöguna. Athuga- semdafrestur er framlengdur til 30. janúar 2008. Skriflegum athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýslu- húsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breyting- artillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Ísafirði, 17. desember 2007, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs. Húsnæði óskast Sendiráð - Húsnæði Bandaríska sendiráðið óskar að taka á leigu íbúð, hæð eða hús á Reykjavíkursvæðinu. Æskileg stærð 110 – 200 fm, þrjú til fjögur svefnherbergi. Leigutími er að minnsta kosti 2 og hálft ár með möguleika á framlengingu leigutíma. Húsnæðið þarf að vera nýlegt eða nýlega endurgert og í mjög góðu ástandi. Vinsamlegast hafið samband við Önnu Einars- dóttur á skrifstofutíma í síma 562-9100, #2286, eða 693-9234 eða netfang reykjavikmanagement@state.gov. Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Bolungarvíkur 1980-2000. Jarðgöng milli Bolungarvíkur og Hnífsdals Með vísan til 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breyt- ingum er hér með endurbirt auglýsing að breyttu aðalskipulagi Bolungarvíkur 1980-2000 með áorðnum breytingum. Tillagan tekur til svæðis á suðaustur-mörkum gildandi skipu- lags. Breytingartillagan tekur til alls þess svæðis sem færsla vegarins nær til, allt að sveitarfélagsmörkum Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Í vestri afmarkast svæðið af Syðri- dalsvegi, eins og hann er birtur á gildandi skipulagi, en í norðri afmarkast svæðið af iðnaðarsvæði og strandlengju. Gert er ráð fyrir að þjóðvegur 61 verði settur í um 5.130 m löng göng frá Ósi að Skarfaskeri í Hnífsdal. Gangnamunninn verður staðsettur í um 20 m.y.s. og 200 m norðaustan við bæinn Fremriós. Vegurinn verður réttur af frá Þuríðar- braut að gangnamunna og mun liggja að mestu um óbyggt svæði. Gert er ráð fyrir að þvera Ósá með um 12-16 m langri brú. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á Syðridalsvegi fyrir utan lítilsháttar breytingu á tengingum við þjóðveg 61. Við gangnamunnann er gert ráð fyrir haugsvæði fyrir umframefni vegna gangnagerðar allt að 70 þús m³ á 2 ha svæði austan við bæinn Fremriós. Svæði fyrir þjón- ustustofnanir í tengslum við flugbrautina fellur út og verður breytt í óbyggð svæði. Fyrirhug- aður vegur þverar landbúnaðarsvæði milli bæjanna Óss og Fremrióss, landbúnaðar- svæðið minnkar því sem vegsvæðinu nemur. Íbúðarsvæði á skipulagssvæðinu er fellt út í heild sinni. Opið svæði til sérstakra nota er stækkað til norðurs á svæðið sem áður var skil- greint sem íbúðarsvæði. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjar- skrifstofum í Ráðhúsinu í Bolungarvík og á heimasíðu Bolungarvíkur www.bolungarvik.is frá og með 19. desember 2007 til og með 16. janúar 2008. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytingartillöguna. Athuga- semdafrestur er framlengdur til 30. janúar 2008. Skriflegum athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofur Bolungarvíkur, Ráðhúsinu, Aðalstræti 10-12, 415 Bolungarvík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breyting- artillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Bolungarvík, 17. desember 2007, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs. Félagslíf Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. GLITNIR 6007121919 I Jf. Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar Bílar Smáauglýsingar 5691100 Passat Highline Turbo '06,20 þ.km VW Passat Highline turbo, 200 hö., 18" felgur, beinsk., gardínur, einn eig- andi, ásett verð 2,7 m.kr. S. 869 1305. Frábært verð! Hyundai Santa Fe, árgerð 2005, ekinn 74 þús. km NÝ TÍMAREIM OG NÝYFIRFARINN. Verð aðeins 1.990.000 kr., 100 þús. út og 32 þús. á mánuði. 70 mánuðir eftir (viðmiðunarverð er 2.250 þús.). Upplýsingar í síma 662 0435. Til sýnis fyrir utan Prestastíg 8, 113 R. Cheeroke Diesel árg. ´02, ek. 90 þús. km. 3,1L, sjálfskiptur, álfelgur, rafmagn í öllu, kæling, heilsársdekk og fl. Einn eig. Toppbíll. Verð 2.390 þús. og góður stgr.afsl. Skipti á 2-4 hundruð þús. kr. bíl. S. 893 7065. Einn snotrasti skutbíll landsins er til sölu. Dodge Magnum RT, nýskr. júní 2006, ekinn 14þkm. Vél 5.7l Hemi, 365 hestöfl. Vetrar og sumar- dekk á 18" felgum ásamt 22" sumar- blingurum. Mikið breyttur bíll, myndir og nánari upplýsingar má finna á vefnum: http://maria.blog.is /album/magnum og http://maria. blog.is/ blog/maria/entry/302467. Verð: 4.5 milljónir. Nánari upplýsingar veitir Ólafur í síma 864-4943. Raðauglýsingar sími 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.