Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 44

Morgunblaðið - 19.12.2007, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svana Ragn-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. janúar 1937. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 13. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ragn- ar Halldórsson, f. 8.5. 1896, d. 15.6. 1979, og Ragna Guðrún Jóhanns- dóttir, f. 30.7. 1901, f. 2.10. 1958. Systir Svönu er Helga, hjúkrunarfræðingur, f. 25.6. 1943; eiginmaður hennar var Gunnar S. Malmberg, f. 12.01. 1938, d. 13.6. 1998. Synir Helgu eru a) Tómas Óskar Malmberg, f. 12.11. 1966, maki Arndís B. Bjargmundsdóttir, f. 4.6. 1970, börn þeirra eru Alexander og Helga Fanney. b) Baldur Malm- berg, f. 1.7. 1982. Fyrri maður Svönu er Þórhall- ur Jónsson, f. 1.10. 1927. Sonur þeirra er Ragnar Gunnar, f. 14.11. 1955, maki Kolbrún Dögg Krist- jánsdóttir, f. 28.9. 1972, sonur þeirra er Gunnar Páll. Svana giftist 10.4. 1960 Jóni Skúla Þórissyni klæð- skera, f. 16.7. 1931. Dætur þeirra eru 1) Jóhanna Þórey, f. 14.1. 1961, börn hennar eru Dag- björt Svana, f. 18.1. 1985 og Ólafur Þór- ir, f. 2.8. 1995. 2) Ragnheiður Helga, f. 21.7. 1962, börn hennar eru a) Jón Skúli, f. 25.4. 1980, sonur hans er Ingvar Breki, f. 24.8. 2001, og b) Helga, f. 7.7. 1990. 3) Berglind, f. 17.12. 1967, maki Rikharð Sigurðsson, f. 9.1. 1962, börn þeirra eru Sunna, f. 1.2. 1985, Teresa Tinna, f. 29.3. 1988, og Dagur Ingi, f. 9.11. 2006. Svana var húsmóðir og bjó í Reykjavík og Hafnarfirði öll sín ár. Útför Svönu verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma. Þessir dagar frá því þú fórst frá okkur sem þótti svo vænt um þig hafa verið erfiðir því sorgin er svo mikil að missa þig svona fljótt og fyrirvara- laust. Ég minnist þín mamma sem móður og vinkonu sem ég gat leitað til þegar eitthvað bjátaði á. Síðustu ár hafa verið mér erfið og það var mér mikil hjálp að geta leitað til þín og pabba þegar ég þurfti á stuðningi og hlýju að halda út af ákveðnum mál- um. Mamma, þú áttir við erfið veik- indi að stríða í langan tíma en alltaf hugsaðir þú um að vera snyrtilega klædd og vel vel til höfð, en það er nú kannski ekki svo skrítið þar sem elsku pabbi er klæðskerameistari og alltaf mjög snyrtilegur til fara. Þú varst svo lánsöm að kynnast pabba á erfiðum tíma í lífi þínu og tel ég að það hafi verið þín mesta gæfa. Ykkar hjónaband varði í heil 47 ár og voruð þið alltaf mjög samrýnd enda alltaf saman, en það komu líka erfiðir tímar. Elsku mamma, ég minnist allra góðu samverustundanna sem við átt- um, mér eru sérstaklega minnisstæð- ar sumarbústaðaferðirnar í Munaðar- nesið síðustu ár, matarboðin við eldhúsborðið heima hjá ykkur þar sem þú og pabbi voruð svo skemmti- leg, enda unun að fylgjast með ykkur, og margar fleiri samverustundir. Mamma, mig langar að þakka þér fyrir allt. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið en lífið heldur áfram og ég ætla að halda áfram að standa mig vel eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég ætla líka að halda áfram í kórnum og að hugsa um pabba sem nú hefur misst svo mikið, og að sjálfsögðu börnin mín. Ég kveð þig nú með miklum söknuði og sorg í hjarta en líka með gleði því nú ertu búin að fá hvíldina og ert laus við þjáningarnar. Ég trúi því að nú sértu á góðum og fallegum stað hjá guði þar sem þér líður vel. Ég bið guð að gefa okkur öllum styrk til að halda áfram og ég sendi samúðar- kveðjur til allra sem þekktu elskulega móður mína, Svönu Ragnarsdóttur. Vertu sæl elsku mamma mín og hvíldu í friði. Þín dóttir Jóhanna Þórey. Þetta er undarlega þung tilfinning sem leggst einhvern veginn á allan líkamann, að vera búin að missa þig, elsku mamma mín. Ég verð þó að við- urkenna að ég er þakklát fyrir hversu lengi þú lifðir, þú hefur oft verið við dauðans dyr á strangri ævi. Mér er þakklæti efst í huga, sérstaklega fyrir þessi síðustu ár. Ég hlaut mikla lausn við að koma til þín með hjálp góðra samtaka aðstandenda þar sem ég horfðist í augu við framkomu mína öll þessi ár. Að biðja þig fyrirgefningar var dásamleg lausn sem færði okkur nær hvor annarri. Við áttum þetta litla leyndarmál saman sem við deild- um þegar við föðmuðumst á nýjan hátt. Takk elsku mamma, takk fyrir að gera þitt besta fyrir mig og fyrir Sunnu. Takk fyrir að leyfa mér að lifa lífi mínu án þess að þú værir að skipta þér af. Leyfa mér að gera mistök, svala ævintýraþránni án þess að dæma mig. Þú varst nefnilega ótrú- lega æðrulaus og jákvæð þrátt fyrir allt, talaðir vel um fólk, varst sko ald- eilis engin kjaftakerling. Ég er þér og pabba svo óendanlega þakklát fyrir að kenna mér þetta já- kvæða viðhorf til lífsins, að þurfa ekki að uppgötva það dásamlega leyndar- mál þegar í óefni er komið. Það verð- ur ekki erfitt að efna loforðið sem ég gaf þér fyrir ekki svo löngu, að hugsa vel um hann pabba, ég nýt hverrar mínútu með honum enda besti pabbi í heimi. Við vitum vel að þú ert með okkur nú og um alla eilífð og það huggar okkur. Við Rikharð, Sunna, Teresa Tinna og Dagur Ingi kveðjum þig með kær- leika í hjarta, þín Berglind. Mér þótti leitt að þú fórst með þessum hætti og mér þótti líka leitt að geta ekki verið hjá þér þegar þú lást fyrir dauðanum á gjörgæsludeild Landspítalans. En mér fannst gott að þú gast farið svo þú fyndir ekki fyrir sársaukanum. Ég sé eftir því að hafa ekki hitt þig nógu oft. Ég minnist þess þegar ég var lítill strákur og kom í heimsókn til ykkar og gisti hjá ykkur. En núna ætla ég að hugsa um framtíðina og vera góður drengur. Ég vildi samt að þú hefðir fengið að lifa ferminguna mína eftir 1 1/2 ár. En það er mikil sorg að missa þig, fyrir afa og okkur öll. En núna þarf ég að kveðja þig með mikilli sorg en ég vona að þú sért á góðum stað hjá guði. Vertu sæl elsku amma mín og takk fyrir allar samverustundirnar og hvíldu í friði. Þitt barnabarn, Ólafur Þórir. Elsku besta amma. Voðalega á ég eftir að sakna þín mikið. Þó svo að við höfum ekki sést mikið seinustu árin, þá hefur mér allt- af þótt ofboðslega vænt um þig. Ég man eftir því þegar ég var yngri og við sátum tvær saman í eldhúsinu og hlustuðum á útvarpið. Tímunum saman fékk ég að dunda mér við að snyrta þig og punta. Það var líka allt- af svo spennandi að fá að prófa alla fínu skartgripina þína aftur og aftur og alltaf varst þú jafn þolinmóð. Þó að lífið væri ekki alltaf létt, reyndir þú alltaf að vera jákvæð. Þú varst alltaf líka glöð og hress þegar ég kom í heimsókn þó að við vissum báðar að sú væri ekki staðreyndin. Ég er leið yfir því að geta ekki kvatt þig núna, en ég lofa þér því að þegar ég kem næst heim til Íslands mun ég syngja fyrir þig og kveðja. Það á eftir að vera erfitt að koma heim og þú ekki lengur á Suðurbraut- inni. Ég veit þó að þú átt alltaf eftir að vera hérna hjá okkur og sérstaklega í mínu hjarta. Elsku amma mín, hvíl í friði Þín, Sunna. Mig langar með örfáum orðum að kveðja fyrrverandi tengdamóður mína og vinkonu, Svönu Ragnars- dóttur. Þrátt fyrir veikindi sín var Svana ávallt kát og glöð við hlið Jóns síns. Ég kynntist Svönu fyrir um það bil 28 árum og ég á margar minningar um hana, góðar minningar t.d. úr sumarbústað þeirra hjóna í Grafn- ingnum og trúi ég að allir sem þangað komu hljóti að eiga stórskemmtilegar minningar þaðan. Fyrir mig var stórkostlegt að kynnast þeim hjónum, ég hafði aldrei upplifað önnur eins matarboð og hjá þeim, með fallega mávastellið hennar Svönu á borðum. Einnig á ég góðar minningar frá fjölmörgum útilegum með þeim hjónum þar sem ávallt var glatt á hjalla. Svönu kveð ég með trega og sorg í hjarta mínu. Ég votta Jóni, börnum Svönu og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð og veit að Guð mun gefa þeim styrk. Trausti Rúnar Traustason. Svana Ragnarsdóttir Atvinnuauglýsingar Fjölbrautaskólinn í Breiðholti óskar eftir að ráða aðstoðarmanneskju í mötuneyti kennara frá 1. janúar 2008. Starfsmaður aðstoðar forstöðumann eldhúss við dagleg störf. Laun samkvæmt stofnanasamningi FB og SFR. Umsóknarfrestur er til 21. des. 2007. Allar upplýsingar gefur aðstoðarskólameistari í síma 570 5600. Skólameistari Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Hvammshús • Hvammshús, sérúrræði í Kópavogi, aug- lýsir eftir fjölhæfum kennara til starfa eftir áramót. Óhefðbundið og skapandi starf með frá- bærum krökkum. Upplýsingar um starfið gefur Birgir Svan Símonarson í síma 554-0230. Umsóknum skal skilað á fræðsluskrifstofu Kópa- vogs, Fannborg 2, fyrir 4. janúar 2008. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. ⓦ Óska eftir blaðberum sem fyrst í Innri og Ytri Njarðvík Upplýsingar gefur Ólöf í síma 899 5630 Vélstjóri - vélavörður Vélstjóra eða vélavörð vantar á 140 brl. dragnótabát sem gerður er út frá Þorlákshöfn. Upplýsingar í síma: 840 0841/852 2962 Jóhann . Háseti óskast á Sighvat GK 57 Upplýsingar í síma 420 5700, skrifstofa og 856 5761, Unnsteinn skipstjóri. Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýtt deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi í Reykjavík. Fálkagötureitur Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Tómasarhaga, Hjarðarhaga, Suðurgötu og lóðum við Fálkagötu 1-13 og Tómasarhaga 7. Tillagan gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðum að Fálkagötu 2, 4, 7, 10, 20, 25, 26 og 30 og að heimilt verði að setja flutningshús á lóðina að Þrastargötu 1. Húsið skal vera svipað að stærð og önnur hús við Þrastargötu. Heimilt verður að rífa hús og byggja nýtt á lóðinni að Fálkagötu 25, end- urbyggja hús að Þrastargötu 7 í hæð aðlægra húsa, heimilt verði að byggja bílageymslu á lóðunum að Tómasarhaga 7, 12 og 16 og á auðu svæði við Arnargötu, ný lóð afmörkuð, verður gert ráð fyrir bílskúrum fyrir hús að Arnargötu 4, 8, 10 og 12. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 19. desember 2007 til og með 31. janúar 2008. Einnig má sjá til- löguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 31. janúar 2008. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 19. desember 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.