Morgunblaðið - 12.06.2008, Side 1

Morgunblaðið - 12.06.2008, Side 1
Morgunblaðið/Golli Í haldi Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, var færður til Reykjavíkur í gær. HOLLENDINGURINN sem tekinn var með 150-200 kíló af hassi við komu sína til landsins á þriðjudag kom til Reykjavíkur í lögreglufylgd með flugi í gærkvöldi. Maðurinn, sem er á sjö- tugsaldri, faldi efnin í húsbíl um borð í Norrænu. Þetta er eitt mesta magn kannabissefna sem fundist hefur í einu hér á landi. Leitarhundur fann lykt í bílnum og kom lögreglu á spor- ið, en að sögn gekk erfiðlega að finna efnin, sem voru vandlega falin. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. | 2 Lögregluhundar fundu vandlega falin fíkniefni í Norrænu Með heilan farm af hassi F I M M T U D A G U R 1 2. J Ú N Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 159. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF FÉKK MÖRG BÓNORÐ OG ÁSTARJÁTNINGAR REYKJAVÍKREYKJAVÍK Tískulöggur vappa um miðbæinn  UMTALS- VERÐUR hagn- aður verður af Evrópukeppninni í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Austurríki og Sviss. Knatt- spyrnusamband Íslands nýtur góðs af því en að sögn Geirs Þorsteinssonar, for- manns KSÍ, munu um 500 milljónir króna renna til sambandsins á næstu fjórum árum. „Féð kemur í formi rekstrarstyrkja og annarra greiðslna,“ segir Geir. » Viðskipti Hálfur milljarður til KSÍ Geir Þorsteinsson Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is ÁÆTLAÐAR tekjur af útflutningi áls á þessu ári eru um 165 milljarðar króna, tvöfalt á við tekjurnar í fyrra. Árið 2008 verður þar með hið fyrsta þar sem tekjur af áli fara fram úr sjávarútveginum sem hlutfall af vöruútflutningi landsmanna. Áætlað er að tekjur vegna sjávarútvegsins nemi um 130 milljörðum. Í spá fjár- málaráðuneytisins er gert ráð fyrir að hlutur áls verði 45% af útflutn- ingstekjum í ár, en hlutur sjávaraf- urða 36%. Sé litið nokkur ár aftur í tímann voru hlutföllin ólík, því áltekjurnar hafa snaraukist á meðan sjávarút- vegurinn hefur svo til staðið í stað. Aðrar útflutningsvörur eiga aftur á móti, bæði fyrr og nú, aðeins fimmt- ung af heildarkökunni. Aukna framleiðslu áls – og þar með tekjur – má helsta rekja til inn- komu Fjarðaáls á Reyðarfirði, sem tók öll sín ker í notkun í apríl og mun eiga drjúgan hluta af heildarfram- leiðslunni. Þá lauk stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga seint á síðasta ári, sem jók framleiðsluget- una um 40.000 tonn. Ásamt álveri Alcan verður samanlögð framleiðsla þessara þriggja álvera um 770.000 tonn, sem er yfir 70% framleiðslu- aukning frá því í fyrra. Árið 2012 má ætla að framleiðslan verði yfir millj- ón tonn. Álútflutningur hefur já- kvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Ef fram fer sem horfir mun hlutfall við- skiptahallans af landsframleiðslu minnka úr 15,5% í fyrra í 6,7% árið 2010. | Viðskipti Álið fram úr fiskinum Útflutningstekjur tvöfaldast og munu hafa jákvæð áhrif á viðskiptahallann                    KYNSLÓÐABIL var hvergi sjáanlegt þegar leikskólabörn á Hraunborg tóku höndum saman við félagsstarf eldri borgara í Gerðubergi og gróður- settu tré í sælureit hverfisins. Garðyrkjufélag Íslands og Reykjavíkurborg lögðu áhöld og plöntur til samstarfsins, þar á meðal myndarlegan hlyn sem hlaut titilinn tré ársins 2008. Að lokinni vinnu skemmtu ungir og aldnir sér saman í blíðunni, en óvíst er hvort allir hafi treyst sér í kollhnís. Grænir fingur og glöð hjörtu Morgunblaðið/RAX  HANN fann óþægilega fyrir öll- um hraðahindrununum sem hann hafði samþykkt sem borgarstjóri í bifreiðinni á leið á sjúkrahúsið að kvöldi 21. júlí 2004. Svona lýsir Davíð Oddsson seðla- bankastjóri ökuferðinni á spítala, nokkrum klukkustundum áður en ljóst var að hann væri með hnefa- stórt krabbameinsæxli í nýra. Davíð ræðir opinskátt um barátt- una við veikindin í viðtali við Heil- brigðismál, þar sem hann segist hafa verið „furðulega afslappaður“ gagnvart veikindunum. » 6 Furðulega afslappaður  HÚSEIGANDI í Grímsey þarf að borga eina milljón króna á ári í kyndingarkostnað meðan eigandi sams konar húss á Seltjarnarnesi borgar um 100 þúsund, sé miðað við núverandi olíuverð. Hitaveita á Sel- tjarnarnesi er ein sú ódýrasta á landinu en Grímseyingar, Flat- eyingar og nokkrir afskekktir sveitabæir reiða sig á olíukyndingu sem verður æ dýrari. Ríkissjóður niðurgreiðir kynd- ingarkostnað þessara húsa með olíustyrkjum og miðað við nýjasta markaðsverðið verður niður- greiðslan á meðalhús nú um 100% hærri en í fyrra. » 8 Ein milljón í Grímsey, 100 þúsund á Seltjarnarnesi Brák >> 41 Leikhúsin í landinu 26 79 / IG 14 Stanga sett tilbúin í veiðiferðina Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.