Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 13
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is LANDSVIRKJUN hefur ákveðið að hækka samningsbundið verð heildsölu- og grunnorkusamninga um 6% um næstu mánaðamót. Kveðið er á um endurskoðun þess- ara samninga í júní ár hvert, til samræmis við vísitölu neysluverðs. Hefði slík hækkun átt að vera tæp 12% að þessu sinni en Landsvirkj- unarmenn segja að vegna aðstæðna í efnahagslífinu hafi verið ákveðið að fresta fullri hækkun á heildsölu- verðinu. „Við vildum ekki hleypa þessu sjálfkrafa í gegn,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, en fyrirtækið bendir á að miklar verðhækkanir hafi verið að undanförnu. Verðbólga hafi ekki mælst jafnhá í 18 ár og gengi íslensku krónunnar veikst verulega. Því sé eðlilegt að fresta hluta af samningsbundnum verð- hækkunum á raforku. Hins vegar hækkar verð á ótryggri orku til samræmis við breytingu á neyslu- vísitölunni. Af þeim raforkusölum sem Morg- unblaðið náði tali af virðist sem ein- göngu Hitaveita Suðurnesja hafi ákveðið að hækka sitt söluverð. Að sögn Júlíusar Jónssonar forstjóra stefnir í að rafmagnsreikningurinn verði hækkaður um 6%. Hjá Orku- sölunni fengust þau svör að líklegast yrði verðið hækkað þó að ákvörðun lægi ekki fyrir. Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, Orkuveitu Húsavíkur og Fallorku, dótturfélags Norðurorku, sögðu gjaldskrármálin vera til skoðunar. Hlutur vinnslunnar um 34% Raforkureikningar heimilanna skiptast upp eftir heildsölu, þ.e. vinnsluaðila eins og Landsvirkjunar, flutningskostnaði, dreifingarkostn- aði og smásöluálagningu. Miðað við raforkureikning á almennum taxta, án virðisaukaskatts, og heimilis- notkun upp á 4.500 kílóvattstundir á ári er hlutur vinnslunnar í slíkum reikningi 34%, flutningur er 18%, dreifing 43% og hlutur smásala 5%. Fast gjald er tekið fyrir flutning og dreifingu raforkunnar og sam- kvæmt upplýsingum frá Landsneti og Orkustofnun hafa engar ákvarð- anir verið teknar um breytta gjald- skrá á þeim liðum. Hún hefur yf- irleitt breyst að hausti til og miðað við þróun verðlags að undanförnu má alveg eins búast við 5-10% hækkun síðar í sumar eða haust á þessum liðum. Meiri áhrif á rafhitun Fari svo að Hitaveita Suðurnesja hækki smásöluverðið um 6% líkt og heildsöluverðið frá Landsvirkjun þá gæti söluhlutinn í raforkureikningi blokkaríbúðar í Reykjanesbæ hækkað um 1.200 krónur á ári, mið- að við 4.600 kWst notkun heimilisins yfir árið. Farið úr rúmum 20 þúsund krónum í 21.200 kr. Fyrir þá sem kynda húsin sín með rafmagni, sem eru um 10% allra heimila í landinu, gæti hækkun upp á 4% haft nokkur áhrif á heim- ilisbókhaldið. Þannig gæti söluhlut- inn fyrir 180 fm einbýlishús í Húna- vatnssýslu hækkað um sex þúsund krónur yfir árið. Rafmagnsreikningurinn hækkar  Landsvirkjun hækkar heildsöluverðið um 6% 1. júlí  Hitaveita Suðurnesja hyggst hækka um sama hlutfall  Aðrir raforkusalar að hugsa sinn gang  Líkur á hækkun flutnings- og dreifingarkostnaðar                          !"   #   $%  &   $  #$$#   &$' ()       Í HNOTSKURN »Landsvirkjun hækkarheildsöluverð á raforku um 6% frá 1. júlí. Segist hafa getað hækkað um 12%. »Líklegt er að smásalar raf-orku fylgi á eftir með hækkaðri gjaldskrá. »Flestir smásalar segjastvera að skoða málin en Hitaveita Suðurnesja ætlar að hækka um 6%. »Búist er við hækkun fyrirflutning og dreifingu raf- orku síðar í sumar. »Rafmagnsreikningurblokkaríbúðar í Reykja- nesbæ gæti hækkað um 1.200 krónur á ári. Fyrir einbýlishús í rafhitun gæti hækkunin orð- ið sex þúsund krónur. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 13 FRÉTTIR Reykjanesbær | Ástþór Sindri Páls- son hélt upp á sex ára afmælið sitt með félögunum sem útskrifast með honum úr leikskólanum Gimli í Njarðvík. Nutu börnin góðviðrisins. Bæjarfélag Ástþórs og félaga, Reykjanesbær, varð fjórtán ára í gær og svo skemmtilega vildi til að þann dag voru íbúarnir orðnir 14 þúsund talsins. Hefur verið stöðug fjölgun í bænum síðustu árin. Íbú- arnir voru tæplega 11 þúsund í lok árs 2002 og hefur fjölgað um rúm 3 þúsund síðan þá og nemur fjölgunin 28%. Reykjanesbær varð til árið 1994 við sameiningu þriggja sveitarfé- laga, Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Í tilefni bæjarafmælisins voru hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar afhent í fyrsta sinn. Útskriftarhópurinn úr Gimli fór í hellisskúta við smábátahöfnina í Keflavík en þangað mun í haust flytja skessan hennar Siggu í fjall- inu, sögupersóna Herdísar Egils- dóttur. Grillað var úti og afmæli Ástþórs fagnað. helgi@mbl.is Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Afmæli Útskriftarhópurinn úr leikskólanum Gimli hélt upp á sex ára af- mæli Ástþórs Sindra Pálssonar við Skessuhellinn í Keflavíkurbergi. Margfalt tilefni til að fagna í blíðunni STJÓRNVÖLD þurfa að grípa þeg- ar í stað til aðgerða ef sporna á gegn vaxandi atvinnuleysi og fjöldagjald- þrotum, samkvæmt ályktun mið- stjórnar ASÍ um efnahagsmál. Í fréttatilkynningu segir að ASÍ lýsi yfir þungum áhyggjum yfir stöðu efnahagsmála í landinu, þ.e. verðbólgu, háum vöxtum, rýrnandi kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þetta sé alvarlegasta staða sem Ís- lendingar hafi staðið frammi fyrir í langan tíma og gagnvart henni virð- ist stjórnvöld standa úrræðalaus. Þá segir í fréttatilkynningunni að hætt sé við því að ungt fólk lendi í greiðsluvandræðum vegna sinna fyrstu húsnæðiskaupa, auk þess sem búast megi við því að fjöldi heimila lendi í vandræðum eftir því sem hjól atvinnulífsins hætti að snúast og at- vinnuleysi aukist. Því segir miðstjórnin það mikil- vægt að opinberir aðilar bregðist við og auki mannaflsfrekar fram- kvæmdir og reyni að afstýra inn- lendri lánsfjárkreppu. Ennfremur að nýta þurfi Íbúðalánasjóð til að að- stoða skuldsett heimili með greiðslu- erfiðleikalánum. una@mbl.is ASÍ vill aðgerðir stjórnvalda strax vi lb or ga @ ce nt ru m .is GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir GE kæliskápar *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. GCE21LGWFS – Stærð: h 176 x b 90,9 x d 60,7 sm – Með ryðfríum stálhurðum 381 ltr. kælir og 173 ltr. frystir – Orkunotkun: A TILBOÐ kr.: 219.900*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.