Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is RÍKISSJÓÐUR ver árlega um einum milljarði króna til nið- urgreiðslna á húshitun og annarra verkefna sem leiða eiga til lækk- unar á húshitunarkostnaði þeirra sem ekki hafa aðgang að hitaveitu. Tæp 11% af íbúfjölda landsins njóta niðurgreiðslna á húshit- unarkostnaði, sem skiptist þannig að 8% eru með beina rafhitun, 2,9% vegna upphitunar frá hita- veitu sem er kynt með raforku (ótryggri orku), olíu og öðrum orkugjöfum sem til falla á viðkom- andi svæði s.s. eins og sorp- brennslum og frá frystihúsum. Niðurgreiðslur á rafhitun miðast við að hámarki 40.000 kWst/ári. Stórhækkun á gasolíu beinir sjónum að olíukyndingu Stórhækkun á verði gasolíu á undanförnum mánuðum hefur beint athyglinni að eigendum húsa, sem kynt eru með olíu. Olían hefur hækkað jafnt og þétt og lætur nærri að olía til húshitunar hafi hækkað um 100% á einu ári. Ríkið niðurgreiðir olíu til húshitunar hjá eigendum húsa sem ekki hafa teng- ingu við raforkunet landsins og hafa því hvorki möguleika á hita- veitu né rafhitun. Hámark er á niðurgreiðslunum í samræmi við rafhitunina og er þá er fjöldi kWst umreiknaður til fjölda olíulítra eða 5.375 L/ári mið- að við 75% nýtingu en engu að síð- ur greiða þeir langmest allra fyrir kyndingu húsa sinni. Nú er svo komið að aðeins tvö byggðarlög á landinu, Grímsey og Flatey á Breiðafirði, og örfáir afskekktir sveitabæir njóta þessara nið- urgreiðslna. Alls er um að ræða 32 hús. Benedikt Guðmundsson, verkefn- isstjóri hjá Orkustofnun, hefur um- sjón með greiðslu olíustyrksins. Hann segir að hækkanirnar að undanförnu séu geigvænlegar. Nið- urgreiðsla á meðalhús í fyrra, sem er um 190 fermetrar, hafi verið 143 þúsund krónur. Olíulítrinn til húshitunar kostar núna 114 krónur Miðað við nýjasta verðið á mark- aðnum, sem er um 114 krónur lítr- inn, verði niðurgreiðslan á með- alhús á þessu ári um 290 þúsund krónur ef fram heldur sem horfir. Þetta er rétt um 100% hækkun. Benedikt segir að sérfræðingar séu jafnvel að spá enn meiri hækk- unum á næstunni og því kunni þessar tölur að hækka. Ríkið hefur verið að greiða um 5 milljónir ár- lega í olíustyrki en Benedikt reikn- ar með að greiðslurnar eigi eftir að stórhækka á þessu ári. Að sögn Benedikts bárust um 250 umsóknir um niðurgreiðslu á olíuhitun þegar lög um nið- urgreiðslu á húshitunarkostnaði voru sett árið 2002 en aðeins þeir sem ekki hafa aðgang að raf- orkukerfi landsins fá niðurgreiðslu þar sem hinir eiga kost á nið- urgreiddri rafhitun. Auðvelt að fá nýlegar raftúpur keyptar nú Benedikt hvetur þá sem eru með óniðurgreidda olíuhitun til húshit- unar að breyta yfir í rafhitun þar sem frekar auðvelt ætti að vera í dag að fá raftúpur keyptar þar sem nýjar hitaveitur hafa orðið til á svæðum sem áður voru rafhituð og menn hafa verið því að skipta út hitunarkerfum hjá sér. Á áttunda tug síðustu aldar varð mikil hækkun á olíuverði á heims- markaði. Í framhaldinu var gert átak til að fækka olíukyntum hús- um. Jarðhitaleit var stóraukin, nýj- ar hitaveitur tóku til starfa og raf- hitun húsa tekin upp þar sem því var við komið. Eins og fram hefur komið í frétt- um að undanförnu eru stjórnvöld að leggja um 170 milljónir króna til jarðhitaleitar að hluta til vegna mótvægisaðgerða vegna aflaskerð- ingar á síðasta ári. Borað í Grímsey Jarðhitaleit hefur farið fram í Grímsey á undanförnum árum. Boranir hafa leitt í ljós að heitt vatn er að finna í eynni en enn kann að líða talsverður tími þar til hægt verður að nýta það til upphit- unar á húsum. Milljarði króna varið árlega til að niðurgreiða húshitun og til aðgerða til að draga úr húshitunarkostnaði Morgunblaðið/ÞÖK STÆRSTA húsið í Grímsey er tæpir 350 fermetrar. Árlegur kynding- arkostnaður hússins er um ein milljóna króna miðað við núverandi olíuverð. Olíustyrkur frá ríkinu nemur væntanlega tæpum 600 þúsundum svo hlutur eigandans í kostnaði við hitun hússins er rúm 400 þúsund Morgunblaðið/ÞÖK ALGENG stærð á einbýlishúsi á Seltjarnarnesi er 350 fermetrar. Hitaveitan á Nesinu er ein sú ódýrasta á landinu og er áætlað að kyndingarkostnaður 350 fermetra húss sé á bilinu 90-110 þúsund á ári. Kjarvalshúsið þekkta, sem er á myndinni, er nokkru stærra eða rúmir 500 fermetrar. Olían hefur hækkað um 100%  32 hús fá niðurgreiðslur vegna olíukyndingar, flest í Flatey og Grímsey  Hvatt til að taka upp rafhitun ef mögulegt er Ein milljón í Grímsey 100 þúsund á Nesinu    ! "          !  " "  #" #$ #! #% # #& '() LÖG um jöfnun og lækkun hita- kostnaðar voru samþykkt á Alþingi á vorþinginu 1980 og tóku þau gildi 16. júní sama ár. Með þessum lögum var ákveðið að greiða olíustyrki vegna þeirra sem búa við olíukyndingu. Markmið laganna var einnig að taka upp hagkvæmari orkunotkun og orkusparnað og auka notkun inn- lendra orkugjafa í stað olíu. Á þinginu 1980 var einnig lögð fram þingsályktunartillaga 10 þing- manna Sjálfstæðisflokksins um framkvæmdaáætlun í orkumálum vegna húshitunar. Fyrsti flutnings- maður var Þorvaldur Garðar Krist- jánsson. Í greinargerð með tillögunni kem- ur fram, að á þessum tíma hafi 16,5% alls húsnæðis í landinu verið kynt með olíu og alls 46 þúsund einstak- lingar hafi fengið olíustyrk. Ef miðað er við fjóra íbúa í heimili, hafa um 10 þúsund íbúðir verið kyntar með olíu. Fækkun olíukyntra húsa hefur því verið gífurleg á þeim 28 árum sem liðin eru frá því þessi tillaga var flutt. Í greinargerð með tillögunni segir orðrétt: „Tillaga þessi til þingsályktunar er flutt til að bæta úr því ástandi, sem nú er hjá þeim hluta þjóðarinnar sem notar olíu til upphitunar húsa. Upphitunarkostnaður þessa fólks er nú svo mikill að óbærilegt er.“ Þetta gæti átt við enn í dag! Olíustyrkur samþykktur árið 1980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.