Morgunblaðið - 12.06.2008, Page 22

Morgunblaðið - 12.06.2008, Page 22
Sami maðurinn? Í dag ættu Gøg og Gokke erfitt með að fá á sig föt þar sem í boði er ein fatastærð fyrir menn um 180-185 cm, al- veg sama hvernig þeir eru um sig. Kannski er þessi fatafæð bara vandamál afskekktrar eyju eins og okkar. Kannski kaupa ótrúlega marg- ir fötin sín eingöngu í útlöndum og auðvitað reyna flestir að gera góð kaup á ferðalögum. Það er reyndar hálffurðulegt að eigendur H&M- verslanakeðj- unnar, sem er dá- læti margra Ís- lendinga, skuli ekki sjá sér hag í að stofna til versl- unar mitt á meðal kaupglaðra Ís- lendinga. Kaup þeirra hafa m.a.s. verið sögð góður hluti af tekjum verslananna í Dana- veldi … kannski er það málið? Saga háu konunnar Hvert er málið með þessar sokkabuxur? Passa þær á konur yfirhöfuð – og hver hannaði nú hefur úrvalið aðeins lagast. Vandamál þykka mannsins er falið í því að þykkt fólk er ekki endilega líka hávaxið, rétt eins og hávaxið fólk er ekki endilega mikið um sig. Vanda- málið snýst oftar en ekki um að þurfa að stytta buxur og bara stytta allt – sem er leiðinlegt og skemmir oft yf- irbragð flíkurinnar. Vandamál litla karlmannsins er viðkvæmt því karlar eiga að vera stórir. Þannig heyrðist hvíslað í fínni búð af fínum fýrum í Reykjavík: „Það er bara engin leið að fá skó númer 40.“ Saga ungu drengjanna Þurfa karl- kyns ungbörn ekki föt? Þurfa þeir færri flíkur en stelpur? Raunin er sú að í flestum barnafataverslunum er örlítið horn ætlað drengjum en stelp- ur þurfa nær alla búðina, það hefur þó aðeins lagast. Enn skrítnara verð- ur þetta þegar maður lítur til þess að bleikrauð einsleitni ríkir í stelpu- klæðnaðinum. Varla þurfa ungar stelpur mun meira af fötum en strák- arnir … a.m.k. ekki strax. Og hver sagði að litlar stelpur ættu að vera „litlar konur“ hvað klæðaburð varð- ar? Saga auglýsinganna Margt ungt fólk og sérlega karlmenn virðast of- urseldir bókstöfum í fatnaði og oft þar með auglýsingum. Er ekki hægt að fá boli eða peysur án stórkostlegra yfirlýsinga um „skoðanir“ á borð við „I’m blond, what’s your excuse?/Ég er blondína, hver er þín afsökun?“? Saga mannsins í búðardyrunum í bolnum sem hafði áletrunina „closed“ eða „lokað“ á bakinu er vissulega góð en vill maður þurfa að verja fatnaðinn sinn líkt og skoðanir manns væru? „Eitt sinn blondína, ávallt blond- ína!“ thuridur@mbl.is Ég er hætt að fara í þessarbúðir. Ég passa ekki íneitt!“ Óánægjan semskín úr andliti íslenskrar miðaldra konu er eftirminnileg en kemur alls ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Staðreyndin er að það er ekkert grín að finna engin föt á sig, því fylgir angist sem er léttvæg fund- in. Ha? Já, nei, umrædd kona er ekki „alltof feit“ eins og maðurinn sagði, bara venjuleg kona sem hlýtur að þurfa föt eins og aðrir og hylja nekt sína. Hið merkilega í fataleysismálum er að vandamálið hrjáir ótrúlega marga; karla jafnt sem konur, börn sem fullorðna, granna og feita. Málið er nefnilega ekki svo einfalt; hávaxið fólk er ekki ein og sama manneskjan. Há kona getur verið með langt bak og önnur með langa fætur. Og það er svo merkilegt að sumir karlar þurfa skó nr. 40 og sumar konur skó nr. 43! Það er eins og fataframleiðendur margir hverjir geri sér ekki grein fyrir þessu fyrirbæri sem mannskepnan er – eins misjöfn og hún er mörg – og haldi helst að við séum annaðhvort ung- lingar eða fyrirsætur, nema hvort tveggja sé. Saga Íslendinga Þurfum við kannski að snúa okkur aftur til fortíðar og hafa allt klæð- skera- eða heimasaumað? Varla hafa þó allir efni á því, fyrir utan að þarfir nútímans kalla á sífellda endurnýjun; tískan í gær getur vel verið úrelt á morgun! þær? Það er alveg sama hve stórt númer langar konur kaupa; alltaf lengist mittið en ekki leggjalengdin. Það er nóg að líta á hæðina á ungling- um í dag til að sjá að það þarf lengri föt á konur! Vissulega selja sumar verslanir föt í mismunandi lengd en stundum vill bregða við að sniðin breytist aðeins um leið. Svo er jakkavandamál hvimleitt hjá mörgum há- vöxnum konum, sérstaklega þeim sem eru með langt bak: Mittið á jakkanum er rétt fyrir neðan brjóstmál, hann alltof stuttur og ermar með. Og hver þeirra kannast ekki við alltof stuttu bolina? Saga feita mannsins og/eða litla Að þurfa stórt númer var vanda- mál hér áður á Íslandi og þau föt sem fengust voru dýr og missmekkleg en Fötin sem fást ekki Nettar … Leikkonurnar Brooke Shields og Calista Flockhart eru grannar konur en samt alls ekki eins; önnur er 180 cm en hin 166 cm. Þurfum við kannski að snúa okkur aftur til fortíðar og hafa allt klæð- skera- eða heimasaumað? neytendur 22 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Suðurnes | „Það er hreinn ávinn- ingur af því að halda hafinu hreinu,“ segir Tómas J. Knútsson, stofnandi umhverfissamtakanna Blái herinn. Tómas er atvinnukaf- ari og meðlimur í alþjóðlegum sam- tökum sportköfunarkennara sem hvetja til hreinsunar við hafið. „Ég var að kafa við bryggjuna úti í Garði fyrir rúmum 30 árum og þá var rusli ekki sturtað í sjóinn fyrir framan nefið á manni en það færð- ist svo í aukana. Ég stofnaði Sport- köfunarskóla Íslands fyrir rúmum 10 árum og bauð þar upp á köf- unarkennslu auk þess að taka á móti útlendingum og kafa með þá á Íslandi. Í því tilefni tókum við okk- ur nokkrir til og þrifum botninn við bryggjuna úti í Garði til að sýna fólki ekki eitthvert rusl og drasl á hafsbotni.“ Í dag, rúmum 10 árum síðar, hefur Blái herinn þrifið yfir 350 tonn af rusli úr fjörum og strand- lengjum á Reykjanesskaganum. Þá hafa liðsmenn hersins heimsótt bæði Vestmannaeyjar og Akranes og sýnt þar hvers megnugir þeir aðalstyrktaraðili Bláa hersins. „Ég bæti ímynd þeirra í umhverfis- málum og eyk vellíðan þeirra sem láta svona hluti eins og ruslið fara í taugarnar á sér,“ segir Tómas og bætir við að allt þetta rusl sé ekki bara lýti heldur líka stórhættulegt sjófarendum. Það séu helst drauga- netin, fiskikörin og jafnvel rekavið- ur sem valdi hættu og því sé hreinn ávinningur af því að halda hafinu hreinu. Virkjar unga fólkið Blái herinn er skipaður sjálf- boðaliðum en Tómas hefur einnig fengið til liðs við sig krakka úr íþróttahreyfingunni víða á landinu sem fá þá greitt úr umhverfissjóði Bláa hersins. „Mér finnst það skemmtilegt viðfangsefni að virkja þá sem eiga að erfa landið til þess að vera meðvitaðri um umhverfi sitt. Mörgum þykir ekki mjög spennandi að fara út og tína rusl en aðrir fíla þetta alveg í botn.“ Undanfarið hefur Blái herinn verið að þrífa nokkur tonn af rusli upp úr fjörunum í Garði. Tómas býst við áframhaldandi þrifum á Reykjanesskaganum í sumar auk þess sem hann útilokar ekki heim- sóknir í önnur sveitafélög. „Ég læt mér aldrei leiðast. Þegar ég er ekki að djöflast niðri í fjöru er ég að skoða hvar ég geti hugsanlega tæklað næstu strandlengju.“ liljath@mbl.is eru. Verkefnin segir Tómas koma frá sveitarfélögum en fjárframlög komi einnig frá Toyota sem sé Bláa hernum leiðist aldrei Kafari sem stofnaði sinn eigin umhverfisher hreinsar fjörur með hjálp barna úr íþróttahreyfing- unni. Lilja Þorsteins- dóttir ræddi við herfor- ingjann Tómas J. Knútsson. Blái herinn Tómas J. Knútsson og liðsmenn Bláa hersins í Vestmannaeyjum. Af hverju er það stundum svo mikill höfuðverkur að finna á sig föt? Ástæðan er oft ákaflega einföld: Þau eru ekki til. Þuríður Magn- úsína Björnsdóttir tínir til það sem vantar í búðirnar, vitandi þess að öll þekkjum við langa manninn í alltof stuttum buxum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.