Morgunblaðið - 12.06.2008, Page 32

Morgunblaðið - 12.06.2008, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Alla mín, allt í einu ert þú farin frá okkur, þetta var það sem við vissum en kannski ekki alveg svona fljótt. Þegar ég sit hérna og skrifa nokkur minn- ingarorð um þig, mína bestu og kær- ustu vinkonu til margra ára, reikar hugurinn aftur í tímann. Af nógu er að taka því stundirnar hafa bæði verið margar og góðar. Ferðalögin sem við fórum í saman; minnisstæðust var ferðin til Egypta- lands þar sem við meðal annars sát- um úti á svölum og sáum sólina setj- ast með ána Níl fyrir framan okkur sem var sögulegt og snart okkur mjög. Tvo jarðskjálfta höfum við upplifað saman reyndar þann fyrri árið 2000, þá vorum við í rútu á leið til Íslands og hringdum í Sæju og hún hrópaði upp að það væri jarðskjálfti og skellti á. Seinni jarðskjálftinn var núna, 29. maí, nýkomnar inn úr sólinni þegar þessi líka skjálfti reið yfir og allt skalf og nötraði og ég veit ekki hvor okkar var hræddari því að mörgu leyti vor- um við líkar en elsku besta vinkona mín var orðin svo lasburða að hún Aðalheiður Rósa Emilsdóttir ✝ Aðalheiður RósaEmilsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 25. mars 1942. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans 1. júní síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Vídalínskirkju 5. júní. ætlaði ekki að hafa það út á sólpallinn og hringdi strax í Baldvin sem kom heim á met- hraða sem lýsti svo vel hvað hún var honum mikils virði. Þegar ég átti að fara á Heilsuhælið í Hvera- gerði eftir hnéaðgerð, hver fór með mig nema hún og Sæja mágkona hennar og hver kom að heimsækja mig viku seinna nema hún og Sæja til að fara með mig á almennilegt veitingahús svo ég fengi eitthvað almennilegt að borða. Ég mun seint gleyma síðasta árlega dömuboðinu mínu sem var 24. maí. Þá kom þessi glæsilega vinkona mín og við allar áttum yndislegan dag sem seint mun úr minni okkar fara en það var seinasta boðið hennar hér á jörðu og þó að ég sé ekki alveg sátt við Guð að hann sé búinn að taka hana frá okkur þá verð ég að trúa því að henni hafi verið ætlað eitthvað annað, örugglega eitthvað stórkostlegt. Ég var svo lánsöm að hafa fengið að vera með henni síðustu dagana sem verður mér ógleymanleg. Og því miður get ég ekki fylgt henni síðasta spölinn því ég varð að fara til Þýskalands þar sem ég bý núna en við vorum búnar að kveðjast og ég veit að þegar minn tími kemur tekur hún á móti mér með opinn faðminn. Elsku Baldvin minn, missir þinn er mikill en við eigum dásamlegar minn- ingar um dásamlega konu. Elsku Björt mín, við áttum margar góðar stundir saman hjá mömmu þinni. Guð verði með þér og styrki þig og styðji. Öllum öðrum aðstandend- um sendi ég mínar samúðarkveðjur. Kæra vinkona, takk fyrir að hafa verið vinkona mín. Ég kveð þig, kæra vinkona, með þessum fallega sálmi: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Kveðja. Ólafía og Matthías. Enn er höggvið skarð í hóp Sval- anna, félags fyrrverandi og núverandi flugfreyja, við fráfall Aðalheiðar Rósu Emilsdóttur, sem nú hefur kvatt okkur langt um aldur fram. Alla Rósa, eins og hún var kölluð í okkar hópi, var áberandi glæsileg, fáguð í framkomu og það sópaði að henni hvar sem hún kom. Okkur Svölunum var mikill heiður að hafa hana í félaginu okkar enda var hún mjög virk félagskona og sat margoft í stjórn félagsins og var for- maður frá 1989 til 1990 og ritari mörg síðastliðin ár og nú til vors. Það kom stundum fyrir á jólafundum hjá okk- ur að það vantaði einhvern til að lesa litla sögu eða annað sem kæmi okkur í jólaskap og þá stóð ekki á Öllu Rósu að flytja okkur slíkt og fórst henni það ávallt vel úr hendi. Hún hefur einnig átt veg og vanda að árlegum tískusýningum félagsins og sýnt þar sjálf með öðrum félags- konum. Hún var með okkur síðast á jólafundi í desember, grunlaus um þann sjúkdóm, sem nú hefur á svo stuttum tíma lagt hana að velli. Fyrir hönd félagskvenna vil ég þakka henni allt hennar starf fyrir fé- lagið okkar og eins fyrir allar ánægju- legu samverustundirnar gegnum ár- in. Minning um glæsilega og skemmtilega Svölu mun lifa í hugum okkar og hjörtum. Við sendum fjölskyldu hennar okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Bryndís Guðmundsdóttir, formaður. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elskuleg vinkona hefur kvatt þetta líf og skilur okkur eftir orðlausar, þess vegna er gott að geta notað þessi erindi, sem segja nánast allt sem upp í hugann kemur. „Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna“, því aldrei bar þar skugga á og allar okkar samveru- stundir voru bæði skemmtilegar og eftirminnilegar. Við kynntumst á bæjarskrifstofum Garðabæjar 1979 og síðan hefur haldist góður og kær- leiksríkur vinskapur í gegnum bæði sorgar– og gleðistundir, sem hafa sem betur fer verið fleiri. Alla okkar var alla tíð kát og hress, há og flott, hrein og bein. Hagmælt var hún og allar eigum við vísur frá Öllu, sem komu með henni á okkar hádegisfundi í gegnum árin. Síðast, þegar við hittumst hjá Öllu, var tekin mynd af okkur, sem á eftir að verða okkur kær, en enginn átti von á að húsfreyjan myndi kveðja okkur svona fljótt. Það eru sjö sorgmæddar konur sem kveðja í dag okkar glæsilegu og umfram allt kæru vinkonu. Við og fjölskyldur okkar senda Baldvini, börnunum, móður og allri fjölskyldu Öllu okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. Bæjónessanna, Fríða Valdimarsdóttir. Það voru feimnar skólastúlkur sem heilsuðust á björtum haustdegi í Hús- mæðraskóla Suðurlands á Laugar- vatni haustið 1961. Aðalheiður Rósa var þar á meðal, glæsileg og glaðleg að vanda. Alla Rósa var fljót að falla í hópinn og var vel með á nótunum þegar brugðið var á leik og söng. Hún var góður námsmaður og keppnis- skapið kom vel í ljós þegar hún hvatti okkur skólasysturnar áfram í skíða- göngu sem við tókum þátt í ásamt hinum skólunum á Laugarvatni. Þar gengum við hver á eftir annarri á sömu gönguskíðunum tvo kílómetra fram og til baka og Alla Rósa dreif okkur áfram eins og þaulreyndur landsliðsþjálfari. Margs er að minn- ast og árgangur 6́1 úr „Húsó“ hefur horfið til hinna ýmsu starfa í þjóð- félaginu. Alltaf höfum við haldið hóp- inn og vitað hver af annarri og við Alla Rósa óbeint fylgst að í gegnum tíðina. Fyrst hjá Loftleiðum þó að við værum þar hvor á sínum endanum, ég í Víkingasalnum og hún í fluginu. Eins var gott að eiga hauk í horni hjá Úrval Útsýn þegar ég datt inn í vinnu þar fyrir Úrvalsfólkið. Alltaf trygg og traust og vildi fá ýtarlegar fréttir af „stelpunum“ og hvað væri á döfinni hjá „saumaklúbbnum“. En skammt er stórra högga á milli og elskuleg vinkona okkar er sú 6. úr okkar hópi sem kveður nú allt of fljótt. Við skólasysturnar frá Laug- arvatni söknum vinar í stað og biðjum ástvinum Öllu Rósu Guðs blessunar í þeirra miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Hjördís Geirsdóttir. Margskonar tilfinn- ingar vakna að afa gengnum. Söknuður að hann sé ekki leng- ur til staðar en ekki síður þakklæti að hans erfiðu veikindum sé lokið og hann hafi farið í návist ömmu og sinna barna. Það er eiginlega varla hægt að tala um afa nema minnst sé á ömmu í sömu andrá. Amma og afi í Óló voru nánast heilög í augum okkar systkinanna og við vorum mikið hjá þeim hvort sem þau voru vestur í Ólafsvík á sumrin eða í Alexander Stefánsson ✝ Alexander Stef-ánsson fæddist í Ólafsvík 6. október 1922. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi mið- vikudagsins 28. maí síðastliðins og var jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju 6. júní. bænum. Þegar þau voru bæði upp á sitt besta fylgdi þeim ein- hver orka, mikil og sterk nærvera. Skemmtilegast var fyrir vestan í Engi- hlíðinni og oft var stór hópur af barna- börnum þar saman- kominn. Stundum var farið í bíltúr að skoða kríuvarpið á Rifi eða jafnvel farið kringum Jökul. Afi var fróður um umhverfið þar, þekkti hverja þúfu og fræddi okkur um það sem fyrir augu bar. Afi var afdráttarlaus jafnt í skoðunum sem háttum. Stjórnmálin voru barátta, lífið sjálft og fjölskyldan talaði mik- ið um pólitík. Skoðanir hans voru mótaðar af því að hafa starfað og lifað í Ólafsvík bæði í atvinnulífinu og félagsmálum í áratugi. Við fund- um alltaf fyrir því að það var gott að vera barnabarn hans í Ólafsvík en vissum einnig að hann var ekki allra. Afi var ákveðinn og örugglega oft frekur en hann kunni að segja nei og var gjörsamlega laus við það að vilja þóknast öllum. Auk þess fannst mér hann alltaf hafa það á hreinu að hann væri að starfa í um- boði fólksins. Afi sagði skemmtilega frá og tal- aði á sérstaklega myndríkan hátt og notaði óvænt og sterk orð. Sér- staklega var gaman að hlusta á hann tala um lífið í Ólafvík í gamla daga. Hvað honum fannst gaman sem lítill krakki að sitja undir borð- inu heima á Uppsölum og hlusta á konurnar sem voru að sauma með Svanborgu móður hans spjalla um daginn og veginn. Eða hvað hann var alltaf syngjandi og kerlingarnar í plássinu sögðu þarna kemur Alli söngur! Ólafsvík millistríðsáranna vaknaði til lífsins þegar flest húsin hétu eitthvað; saltfiskbreiðsla, skip- in vörpuðu akkerum utar í víkinni og vegavinna á Fróðárheiði undir stjórn pabba hans. Á vissan hátt má segja að við barnabörnin höfum kynnst tveimur öfum. Afi þegar hann var þingmað- ur og ráðherra, fullur af orku og alltaf að, jafnvel þegar hann var í sumarfríi – og svo afi eftir að hann fékk heilablóðfallið með öllu því sem fylgir. En einn var sá þráður sem aldrei slitnaði, það var hversu afi var hlýr, hann þurfti ekki mörg orð en það var alltaf gott að vera hjá honum. Elsku afi, ég hef ekki ennþá minnst á Nivea-kremið þitt, hvernig þú gekkst með handarbökin á und- an, alla minnismiðana sem þú varst sískrifandi, hvað þú varst mikill matmaður og gast dásamað spik- feitar lúður eða glænýjar kartöflur eða hvað þú varst kappsamur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það bíður betri tíma. Ég þakka þér samfylgdina og finnst gott að vita að þú leggist til hvílu í fallegu Ólafsvík þar sem þú fæddist og átt- ir heima nær alla ævi. Blessuð sé minning þín. Orri. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, PÉTURS KRISTINS ELISSONAR, Grundarfirði. Elzbieta Kr. Elisson og börn, Bára B. Pétursdóttir, Elis Guðjónsson, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra fjölmörgu ættingja og vina sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra ÁRSÆLS KARLS GUNNARSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karítas fyrir kærleiksríka umönnun. Rakel Ársælsdóttir, Rúnar Snæland, Gunnar Karl Ársælsson, Sigurlaug Sverrisdóttir, Sólrún Ársælsdóttir, Ingólfur V. Ævarsson, Ingibjörg Birna Ársælsdóttir, Gunnar Yngvason, Hafsteinn Sigurþórsson, Ingibjörg Birna Þorláksdóttir, barnabörn og aðrir vandamenn. SENDUM MYNDALISTA ✝ Kæru ættingjar, vinir og vandamenn. Þökkum innilega samúð ykkar, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTRÚNAR LÍNEYJAR HELGADÓTTUR húsmóður, Kirkjuvegi 14, Keflavík. Jóhann Pétursson, Pétur Jóhannsson, Sigrún Jónatansdóttir, Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir, Helgi Jóhannsson, Hjördís M. Bjarnason, Sóley Jóhannsdóttir, Ólafur J. Briem, Jóhann Jóhannsson og ömmubörnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.