Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 39
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is REIÐIN getur breytt mönnum í skrímsli. Það ætti vísindamaðurinn Bruce Banner að vita manna best. Hann breytist nefnilega í risavaxinn, grænan og kolvitlausan risa þegar hann reiðist. Banner, þ.e. Hulk, er hugverk teiknimyndahöfundanna Stan Lee og Jack Kirby. Hulk birtist fyrsta sinni árið 1962 í tölublaði Marvel Comics sem bar heitið The Incredible Hulk. Líkt og með svo margar ofurhetjur úr Mar- vel-fjölskyldunni fær Hulk ofur- mannlega krafta sína fyrir slysni og einhvers konar geislavirkni. Í upphafi grár Eðlisfræðingurinn Robert Bruce Banner býr til sprengju sem spring- ur óvart þannig að hann verður fyrir gammageislun (rafsegulgeislar sem eiga upptök í atómkjörnum sumra geislavirkra efna). Við það breytist Banner í risavaxið, grænt skrímsli í mannsmynd. Reyndar var Hulk ekki grænn í upphafi heldur grár og mun ástæðan hafa verið sú að Lee vildi ekki tengja húðlitinn ákveðnum kyn- þætti, sjálfsagt af ótta um að styggja einhvern. Hætt var við að gefa út sögur af hinum gráa beljaka eftir sex tölublöð en árið 1964 birtist hann aftur og þá fagurgrænn, á forsíðu teiknimynda- blaðsins Tales to Astonish. Útlit Hulk og Banner hefur breyst mikið frá því þetta var, fram á 21. öldina, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd- um. Árið 1977 framleiddi sjónvarps- stöðin CBS tvær sjónvarpsmyndir um græna risann og fór leikarinn Bill Bixby með hlutverk Banner og vaxt- arræktartröllið Lou Ferrigno með hlutverk Hulk. Sjónvarpsþættir fylgdu í kjölfarið og voru sýndir frá árinu 1978 til 1982. Tæknibrellur voru skammt á veg komnar þá og virkilega gaman að skoða þættina í dag í því ljósi (sjá YouTube, leitarorð „Ferrigno“ og „Hulk“). Ang Lee tekur hlunkinn að sér Fyrsta Hollywood-kvikmyndin um Hulk var gerð fyrir fimm árum og þótti heldur skrítið að leikstjórinn Ang Lee skyldi taka að sér verkið. Lee átti þá að baki myndir á borð við Crouching Tiger, Hidden Dragon; Sense and Sensibility og Eat Drink Man Woman. Eric Bana lék Banner og risinn var að sjálfsögðu tölvu- teiknaður. Myndin fékk heldur mis- jafna dóma og sem dæmi um það fær hún meðaltalseinkunnina 54 á Me- tacritic. Hollywood virðist þó ekki hafa gef- ist upp á risanum, þrátt fyrir mis- jafna dóma, því ný mynd verður heimsfrumsýnd í dag um hlunkinn og ber hún heiti teiknimyndaseríunnar, þ.e. The Incredible Hulk eða Hinn ótrúlegi Beljaki. Leikstjórinn að þessu sinni er Louis Leterrier og enginn aukvisi sem bregður sér í hlutverk Banner, Edward nokkur Norton. Norton ku vera mikill aðdá- andi þess græna og mun hafa skipt sér heilmikið af kvikmyndagerðinni, eins og hans er von og vísa. Leterrier á þrjár misjafnar slagsmálamyndir að baki, Transporter I og II og Un- leashed. Spennandi verður að sjá hvort Leterrier tekst betur upp en Lee en hann er í það minnsta með æfinguna í því að gera hasarmyndir. Viðurstyggðin Tim Roth Hulk er tölvuteiknaður sem fyrr og dæmi hver fyrir sig hvort sá græni líkist Edward Norton eða ekki. Liv Tyler leikur konuna sem Banner elskar, Betty Ross, dóttur hershöfð- ingjans Thaddeus Ross sem William Hurt leikur. Afbragðsleikarinn Tim Roth leikur erkifjanda græna risans, Emil Blonsky, sem umbreytist í skrímslið Abomination. Nafnið út- leggst sem Viðurstyggð á íslensku. Myndin segir af tilraunum Ban- ners til að losa sig við græna risann, finna lyf við fjáranum en tíminn reyn- ist naumur því hershöfðinginn Ross er á hælunum á honum. Hermað- urinn Blonsky býður sig fram sem til- raunadýr, lætur dæla í sig geisla- virku efni sem umbreytir honum með svipuðum hætti og Banner nema hvað að skammturinn er stærri og Viðurstyggð því enn meiri um sig en Beljakinn. Uppgjörið ætti fyrir vikið að verða ansi magnað og tölvuteikn- arar setið baki brotnu yfir mánuðum saman. The Incredible Hulk verður frum- sýnd hér á landi í dag. Sá græni snýr aftur  Það er til undantekning frá reglunni um að allt sé vænt sem vel er grænt  Beljakinn er snúinn aftur í bíótjaldið Gamli Hulk Lou Ferrigno í gervi Beljakans og Hulk í upphaflegum lit. Tim Roth Fyrir stökk- breytingu. Eftir breytingu Viðurstyggðin. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 39 - kemur þér við Öryggisverðir gæta sjúklinga á Landspítala 98 ára gömul kona hringdi í vin og fékk Borgin málaði óbeðin yfir veggjalist Svarthöfðinn meðal presta er íVantrú Nanna segir lítið mál að grilla brauð Áki spilaði landsleik eftir eitlakrabbamein Hvað ætlar þú að lesa í dag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.