Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Frikki Kynna nýjan heim Guðfinnur, Björn, Eyþór, Dagný og Þórður vinna á kaffihúsinu í sumar. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HVERNIG upplifa blindir að fara á kaffihús? Sjá- andi fólk getur komist að því í sumar ef það leggur leið sína á svokallað blint kaffihús sem opnar 17. júní í húsi Blindrafélagsins. Ungblind, ungmenna- deild blindrafélagsins, sér um reksturinn og munu meðlimir félagsins, blindir og sjónskertir, sinna þjónustustörfum. Renna blint í sjóinn „Við höfum verið að gera grín að því að við séum að renna blint í sjóinn með þetta,“ segir Bergvin Oddsson hjá Ungblind en blint kaffihús hefur aldrei áður verið rekið lengur en nokkra daga í senn. Í þetta skiptið verður það starfrækt til 20. júlí. Hann segir viðtökur undanfarinna ára þó hafa verið frábærar. Þegar fólk mætir á kaffi- húsið býðst því að skoða matseðilinn áður en hald- ið er inn í myrkvaðan salinn. Að því loknu leiðir þjónustufólkið viðskiptavinina að borðum sínum. „Það verða margir sjokkeraðir þegar þeir fara inn í myrkrið og hræddir þegar við erum að þjóna þeim til borðs og aðstoða þá við að setjast. Maður heyrir að það byrja allir að hvísla. Það er eitthvað við umhverfið,“ segir Bergvin. „Þegar fólk hefur setið í myrkrinu í dálítinn tíma þá aðlagast augun myrkrinu og fólk fer að sjá útlínur. Það er svolítið skemmtilegt að fólk sér hvað er að vera blindur og eins hvað það er að vera sjónskertur.“ Kokkarnir sem elda matinn á kaffihúsinu eru sjónskertir. Spurður hvort þeir eldi nokkuð í myrkri skellir Bergvin upp úr og segir að svo sé ekki. Þeir eldi í birtu og njóti aðstoðar fullsjáandi fólks frá Hinu húsinu. Bergvin segir lítið um það að fólk helli niður eða reki sig í, að öllum líkindum vegna þess hve mikið það vandar sig og gætir sín. „Það er frekar að þjónarnir labbi hver á annan.“ Fólk hvíslar ósjálfrátt í myrkrinu Í HNOTSKURN »Að verkefninu koma Ung-blind, Hitt húsið og Orkan bensín. »Blint kaffihús hefur áðurverið rekið í Blindrafélag- inu en þá aðeins í mjög skamman tíma í senn. Í ár verður það starfrækt í rúman mánuð eða til 20. júlí. » Í Ungblind eru 40 ein-staklingar á landinu öllu. Þeir eru á aldrinum 15-35 ára. Starf Ungblindra felst m.a. í því að aðstoða Blindrafélagið í hvers kyns hagsmunabaráttu. 14 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EYÞÓR Þrastarson, Hulda Hrönn Agnarsdóttir og Karen Björg Gísladóttir æfa sund af miklu kappi þessa dagana. Eyþór hefur tryggt sér rétt til að keppa á Ólympíumóti fatlaðra (ÓF) sem fram fer í Peking 6.-17. september nk. en þær Hulda Hrönn og Karen Björg halda um miðjan ágúst til Póllands þar sem þær taka þátt í Evr- ópumeistaramóti þroskaheftra í sundi. Fimm íþróttamenn, í þremur mismunandi greinum, hafa náð lágmarki í sinni íþrótt og þannig tryggt sér þátttökurétt á ÓF. Frestur til þátttöku rennur út 7. júlí. ylfa@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Synda af miklum móð fyrir væntanleg stórmót FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞANN 28. maí var stefna STEFs gegn Istorrent ehf. þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Málið er nýtt og til þess að fá staðfest lög- bann sem STEF og þrjú önnur rétthafasamtök, þ. á m. Smáís, fengu lagt á starfsemi Istorrent 19. nóvember 2007. Fyrra málinu var vísað frá dómi þann 8. maí sl. Með þingfestingu nýrrar stefnu er í fyrstu aðeins tekist á um rétt- arfarsleg atriði, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Töluvert langt er í að tekist verði á um efn- islega hlið málsins sem er lögmæti svokallaðra jafningjaneta og ábyrgð rekstraraðila slíkra síðna. Tæknin er komin til að vera Það er enginn vafi á því að P2P- tæknin, sem á íslensku hefur út- lagst sem jafningjanet, er komin til að vera. Fjöldi erlendra torrent- síðna er íslenskum notendum að- gengilegur. Það mun því ekki hafa mikil áhrif á aðgengi notenda að torrent-skrám þótt íslenskum síð- um verði lokað. Mikið hefur verið deilt um jafn- ingjanetin. Tilvist tækninnar veld- ur því að mjög erfitt er að fyr- irbyggja að höfundarréttarvörðu efni sé miðlað manna á milli. Skattur á netnotendur? Ein hugmynd er að láta þjón- ustuveitendurna, þ.e símafyrir- tækin, greiða hluta af áskriftar- gjöldum netnotenda til höfundar- réttarsamtaka. Í því felist lausn sem sætti andstæð sjónarmið. „Það er engin trygging fyrir því að gjaldið hækki ekki allt of mikið og þá gæti internetáskriftin orðið óeðlilega há. Ég sé ekki hvernig slík lausn yrði útfærð. Þetta hljóm- ar betur en á endanum er þetta ekki betra,“ segir Svavar Lúth- ersson hjá Istorrent ehf. „Fólki mun finnast gjaldið ósanngjarnt,“ segir Svavar jafn- framt. Björn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs hjá Vodafone, segir viðræður við hags- munasamtök skammt á veg komn- ar. „Vodafone er jákvætt gagnvart lausn í málinu enda vill fyrirtækið ekki að vörur þess séu notaðar á ólögmætan hátt. Við teljum hins vegar fleiri þurfa að koma að slík- um viðræðum eins og t.d opinbera aðila en ekki bara SMÁÍS og önnur hagsmunasamtök.“. Aðspurður um afstöðu Vodafone til hugsanlegs „skatts“ á internetáskriftir segir Björn hana ekki liggja fyrir. Aðrar leiðir séu færar. „Vodafone er hlynnt því að vinna með hagsmuna- samtökum eigenda höfundarrétt- arvarins efnis að lausn málsins“ segir Björn. Tæknin ekki á förum  Fjöldi erlendra torrent-síðna er íslenskum notendum aðgengilegur  Hagsmunasamtök vilja vinna að lausn með símafyrirtækjum og öfugt Efni sem sótt er í gegnum jafn- ingjanet kemur ekki frá einni tölvu eða netþjóni. BitTorrent- samskiptastaðallinn nýtir jafn- ingjanet til að flytja mikið gagna- magn án þess að upphafsmann- eskjan þurfi að taka á sig allan þungann við að dreifa því. Jafningjanetið byggist á styrkleika og bandbreidd þeirra notenda netsins sem eru tengdir því hverju sinni. Engin ein tölva inniheldur allar þær skrár sem eru aðgengilegar notendum netsins. Hver notandi er því bæði móttakandi og sendandi gagna og miðlar þeim með skrá- skiptihugbúnaði eins og t.d Az- ureus fyrir PC-tölvur og Tomato torrrent fyrir Mac. Mörg erlend dómafordæmi eru um að dreifing höfundarréttarvarins efnis um jafningjanet teljist ólög- mæt. Rétthafar og samtök þeirra vilja helst hafa hendur í hári forráða- manna jafningjaneta þar sem það er líklegra til að koma í veg fyrir frekari brot í viðkomandi jafn- ingjaneti. Hvað eru skráarskipti gegnum jafningjanet? „NÆSTA skref hjá okkur í STEFi er að taka upp frekari við- ræður við síma- fyrirtækin. Sam- starf af þessu tagi hefur farið af stað í Danmörku á milli höfund- arréttarsamtaka og TDC-síma- fyrirtækisins. TDC býður sínum notendum upp á aðgang að tónlist og hluti af áskrift- argjaldi rennur til höfundarréttar- samtaka. Aðgangur er veittur í streymisformi til eigin notkunar.“ segir Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri STEFs. Eiríkur telur hæpið að samstaða náist meðal rétt- hafa um víðtækar heimildir til not- enda um dreifingu á efni. „Heimildin verður alltaf takmörkuð við notkun. Rétthafar myndu aldrei fallast á opna heimild til dreifingar, ekki síst erlendir rétthafar. Enda eru fyrir- tæki að þreifa fyrir sér með sölu tón- listar á netinu. Við teljum að þessi hugmynd um tónlist í streymisformi myndi slá á skipti með skráarskipti- forritum og greiðslur fengjust um leið til rétthafa“. Er streym- isform lausn? Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs. RÁÐSTÖFUN barna í fóstur hefur farið jafnt og þétt vaxandi á um- liðnum árum og náði hámarki árin 2006-2007, en þá fóru hátt í hundr- að börn í fóstur hvort ár um sig. Alls voru 357 börn í fóstri á árinu 2007 sem er um 15% fjölgun á síð- ustu fimm árum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Barnavernd- arstofu 2006-2007. Að því er fram kemur í skýrslunni munar mestu um fjölgun tímabundinna fóst- urráðstafana sem endurspeglar vinsældir þessa úrræðis sem stuðn- ingsúrræðis. silja@mbl.is Alls 357 börn í fóstri árið 2007 ALLS bárust 6.893 tilkynningar í barnaverndarmálum árið 2006 og er það fjölgun um 15% frá árinu á undan. Árið 2007 bárust alls 8.410 tilkynningar sem nemur 22% fjölg- un milli ára. Jafngildir það því að á hverjum degi hafi barnavernd- arnefndum landsins borist 23 til- kynningar að jafnaði. Þetta er með- al þess sem fram kemur í ársskýrslu Barnaverndarstofu 2006-2007 sem birt var á vef stofunnar. Þar kemur einnig fram að þrátt fyrir mikla fjölgun tilkynninga er ekki teljandi breyting á fjölda þeirra mála sem barnaverndarnefndir taka til rann- sóknar. silja@mbl.is Tilkynningum fjölgar milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.