Morgunblaðið - 12.06.2008, Page 40

Morgunblaðið - 12.06.2008, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ BRESKA hljómsveitin Coldplay situr enn í efsta sæti Lagalistans með „Violet Hill“, fyrsta smáskífu- lagið af plötunni Viva la Vida or Death and All His Friends sem á einmitt að koma út í dag. Því er líklegt að strákarnir í Coldplay muni halda þessum vinsældum sín- um hér á landi næstu vikurnar, og ekki skemma orð sem Chris Mart- in, söngvari sveitarinnar, lét falla í nýlegu viðtali, en þar sagði hann að Sigur Rós og Arcade Fire væru bestu hljómsveitir heims. Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang rjúka upp Laga- listann með lagið „I Know You Sleep“ sem situr nú í þriðja sæt- inu. Enn hærra stökki náði hins vegar fulltrúi Dana í Evróvisjón, Simon Mathews, en hann fór úr 30. sætinu í það fjórða með fram- lagi Dana í keppninni, „All Night Long“. Hinn nýgifti Bubbi Morthens fellur niður um eitt sæti með tit- illagi nýju plötunnar sinnar, „Fjór- ir naglar“, en platan fékk frábæra dóma í Morgunblaðinu á dögunum. Annars vekur athygli hversu mörg erlend lög njóta vinsælda hér á landi um þessar mundir, en níu af 20 efstu lögum Lagalistans að þessu sinni eru erlend. Líklegt er að það muni hins vegar breyt- ast á næstunni með nýjum plötum frá bæði Sigur Rós og Bubba Morthens. Coldplay og Chris Martin slá í gegn ÞAÐ er nánast með ólíkindum að fylgjast með því flugi sem Elvis Costello er á um þessar mundir. Á meðan flestir jafnaldrar láta sér nægja að mjólka tónleikarúntinn og gefa út plötur þar sem stígurinn er fetaður varlega kastar Costello sér í blindni út í hin ólíkustu verkefni og hefur með því haldið sér skapandi sem listamanni – og áunnið sér virðingu kolleganna um leið. Momofuku er hrá og skítug plata, rokkinu er ruslað út með fulltingi frá liðsmönnum úr Rilo Kiley og Beachwood Sparks og andi þess að kýlt var á plötuna, ekkert verið að hangsa yfir smáatriðum, næst glæsilega í gegn. Enn ein skraut- fjöðrin í hatt meistarans. Flottur Elvis Costello – Momofuku bbbbn Arnar Eggert Thoroddsen FYRSTA plata Islands var fjölbreytt og fyndin og í alla staði vel heppnuð ind- ípoppplata. Á Arm’s Way hefur hins vegar eitthvað farið úrskeiðis, platan er ofhlaðin og einsleit og fyrir vikið fremur leiðinleg. Meira að segja þegar öllu er slegið upp í grín með calypso-rytmum og léttleika þá sitja bara eftir kjánaleg- heit og tilgerð. Þótt skífan haldi í þann ágæta sið að fara úr einum kafla í annan án þess að líta til baka eða endurtaka þá er hver kafli ekki nógu spennandi fyrir sig. Ljósustu punkt- arnir eru „Pieces of You“ og „Creeper“ en restin veldur von- brigðum. Vonbrigði Islands – Arm’s Way bbnnn Atli Bollason ÞESSI skoska sveit er ein af þessum erki- Bretasveitum sem draga dám af Oasis og Li- bertines og mynda þægilega bakgrunns- stemningu er farið er út á krá með strákun- um. Oft virkar kæruleysisleg höfum-gaman-af-þessu-aðferðafræðin dável, lögin koma … staldra við og skemmta á meðan þau lifa … en eru svo farin og maður man síðan ekkert endilega mikið eftir þeim. Þessi tónlist á ekki eftir að breyta lífi þínu en þjónar tilgangi sínum ágætlega, og það er svei mér þá Fratellis til tekna að vera ekki að berja sér á brjóst og hrópa á torgum að þeir séu bestir eins og margar meðreiðarsveitirnar gera. Að vita takmörk sín er styrkur. Bjór með strákunum The Fratellis – Here We Stand bbbnn Arnar Eggert Thoroddsen ÍSLENDINGAR virðast nánast vera með æði fyrir safnplötum, að minnsta kosti ef marka má Tón- listann þessa vikuna. Þannig eru sjö slíkar á meðal 20 efstu platn- anna, og þar af eru tvær í efstu tveimur sætunum. Á toppnum er Pottþétt 46 sem inniheldur vinsæl- ustu lög undanfarinna mánaða, og í öðru sætinu er plata með öllum lögunum sem tóku þátt í Evr- óvisjón í ár. Þá vekur sérstaka athygli að ný- útkomin „best of“-safnplata bresku hljómsveitarinnar Radiohead stekkur beint í fimmta sætið. Það ætti kannski ekki að koma sér- staklega á óvart, enda er þar á ferðinni safn bestu laga einnar bestu hljómsveitar heims um þess- ar mundir. Þess má þó geta að á plötunni eru engin lög af nýjustu plötu Radiohead, In Rainbows, en ástæðan mun vera sú að plötufyr- irtækið EMI hefur gefið út allar plötur sveitarinnar að „best of“- plötunni meðtalinni, en fyrirtækið gaf hins vegar In Rainbows ekki út. Hátt stökk Barða Jóhannssonar og plötu hans, Ghosts From The Past, vekur einnig athygli, en plat- an fer úr tíunda sætinu í það þriðja. Ástæðan er trúlega sú að Barði hélt vel heppnaða tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir skömmu, og hefur það lík- lega örvað plötusöluna.                          !                  "  # $ $% %& %'() *+ , % '#  %'-./)%()          !  "# $ %   &' ()*+ ,- (.""&'  /"0." /"0."   01' 234 ,0  4  5 &" 67 " 1''8   9:*          !" #  $ #   %& '( ) (  *+ ,-" . /(*0120 34$ 5** (& 6 $ %&. $(   4*7 1$$*+ * *8 9 %$"$ 3:"1 %1 ) (* ; * <$$  (  $ = >$0 78*$ 4 7+*.   ?77*$.          0,0 01, 34 &,5  #  *6 7  *6 01, 818   %   %   ,* # ) %  & / 32 -./)  ( 9              $%3.'(  ',:;<'=>    :"3" ; (.""&'   2  4 *<  = 8 /   > *    6" ,- ,66; (.""8 ' ? 3"'8+ 4  @A* 9 " ' 4  2* 2!  A 4 ;   ;B8=  9: 4 C2 B086   D 3"E 7 ;4 E, " <* @**   $ 6 A B ,C / *9 5**  ' !:8 $*$ )$ $"$ =7 (* (   #"9 $  %=& ( "   %  @*. D )   E . ( #   $& B %& 3$" @:$ $0  #  D*& D @$$$  9 $.  $  =           " 818 0, "  5)    (,? 0, "  @  0,0 (%   (,? 34 8% "  5 2 "   Hin íslenska safnplötuþjóð Reuters Thom Yorke Söngvari Radiohead sem situr í fimmta sæti Tónlistans. HÉR er hún loks komin, „stærsta“ plata ársins, fjórða hljóðversplata Coldplay, gripur sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvænt- ingu. Hvað nú? Eru þeir orðnir gallsúrir í þetta skiptið (Brian Eno upptökustýrir, umslagið, þessi tit- ill)? Eða sigla þeir enn sinn til- tölulega lygna íþróttaleikvang- arokks-sjó? Hmmm … einhvers staðar þar á milli mætti segja. Coldplaymenn vilja enn, af ein- hverjum illskiljanlegum ástæðum, vera bítandi, úti á jaðri, „hipp og kúl“ á meðan þeir selja plötur sín- ar í tugum milljóna eintaka og semja væmnar ballöður sem hundruð þúsunda syngja með í á nefndum leikvöngum. Þessi tví- skinnungur, þessi þversögn, er það sem gerir þessa næstvinsælustu hljómsveit heims (á eftir U2, ég kötta elliheimilið út í þessari skil- greiningu) svo áhugaverða. Burt- séð frá því hvort þér fellur tónlist- in eða ekki. En hún er jú ágæt, tónlistin. Er það ekki? Jú, hún er alveg ágæt og það virðist fara óendanlega í pirrurnar á Chris Martin, leiðtoga Coldplay. Hann vill rista dýpra en um leið getur hann það ekki. Vandamálið er bara að hann virð- ist ekki geta sætt sig við það og bara … verið hann sjálfur eins og meðalfær sálfræðingur myndi ráð- leggja. Þannig hafa allar plötur Coldplay þyngst, að einhverju marki, með árunum án þess þó nokkurn tíma að ná að vera gild- andi sem eitthvert stórkostlegt meistaraverk (London Calling, Joshua Tree, OK Computer o.s.frv.). Hér er því ekkert lag eins og hið slepjulega „Fix You“ eða hið ofurgrípandi „Clocks“ (besta lag Coldplay ever). Þetta er stærsta „ómarkaðsvæna“ skref sem sveitin hefur stigið hingað til, hvert og eitt lag er bundið í þá tilraun Coldplay að vera „alvöru“. Þetta er samt engin djöflasýra, rennslið er fínt, það er ekkert lag leið- inlegt, og platan er jú fín en eig- inlega soldið ringlandi um leið. Margir aðdáendur eiga eftir að verða undrandi, einhverjir hipp- sterar eiga eftir að kinka sam- þykkjandi kolli og nudda á sér hökuna en eftir stendur þó þessi einfalda, en mikilvæga spurning: Hvað vilt þú raunverulega, Chris? Hin erfiða plata … númer fjögur Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLIST Geisladiskur Coldplay – Viva la Vida or Death and All His Friends bbbmn Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fös. 20. júní kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Stjórnandi: Stefan Solyom Einleikari: Radovan Vlatkovic Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, hin sívinsælu ævintýri Ugluspegils og hornkonsert nr. 2 eftir sama höfund. Horn eru í aðalhlutverki á tónleikunum, konsertinn er eitt snúnasta virtúósastykki tónbókmentanna og í Alpasinfóníunni duga ekki færri en tuttugu horn til að magna upp þá náttúrustemmingu sem Strauss vildi. Sinfóníuhljómsveitin þakkar samfylgdina á starfsárinu. Endurnýjun áskriftarkorta hefst að vanda í ágúst og sala nýrra áskrifta skömmu síðar. Fylgist með á www.sinfonia.is. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.