Morgunblaðið - 12.06.2008, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.06.2008, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hafnarfjarðarbær á 100 ára afmæli. Oft hefur verið ritað og rætt um fjármál bæj- arins og er því ekki úr vegi að gera það enn frekar á þessum tíma- mótum. Nýlega voru samþykktir í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar ársreikn- ingar vegna ársins 2007. Nið- urstöður þeirra sýna með skýrum hætti að fjármál og rekstur sveitar- félagsins hefur eflst og styrkst verulega. Afkomutölur eru afar já- kvæðar um leið og framkvæmdir eru meiri en áður þekkist og íbúa- fjölgun ein sú mesta á öllu landinu. Með markvissum og skipulegum hætti hefur verið haldið utan um rekstrar- og framkvæmdamál bæj- arins og árangurinn liggur fyrir. Rekstrarafkoma Hafnarfjarð- arbæjar var jákvæð um 1.100 millj- ónir kr. á sl. ári sem er verulega betri árangur en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Frávik rekstrargjalda frá áætlun var rétt lið- lega 1%, sem er óverulegt í jafn um- fangsmiklum rekstri, en velta samstæð- unnar var um 12 millj- arðar á sl. ári. Eigið fé styrkist – Miklar fjárfestingar Eigið fé jókst á árinu og er nú 24% og nemur það 6.764 milljónum króna. Veltufé frá rekstri er um 2000 milljónir króna, en það er það fé sem sveitarfélagið leggur til á hverju ári í bókhalds- legu tilliti til afborgunar lána og fjárfestinga. Niðurstöður samstæðu sveitarfélagsins hafa undanfarin ár verið afar góðar og skuldir sveita- sjóðs pr. íbúa hafa á undanförnum árum farið lækkandi þrátt fyrir að ekki sé á nokkurn hátt tekið tillit til gatnagerðartekna. Fjárfestingar á árinu voru 3,5 milljarðar króna sem er með því mesta sem bæjarfélagið hefur farið í á einu ári. Unnið var m.a. að fjór- um leikskólum, stórbyggingunni Hraunvallaskóla, íþróttamann- virkjum í Kaplakrika, nýrri sund- miðstöð á Ásvöllum, nýrri þjónustu- og framkvæmdamiðstöð á Völlum, breytingu á golfaðstöðu Keilis, end- urgerð Vesturgötu 32 (Bookless Bungalow), endurgerð Reykdals- virkjunnar, nýrri aðstöðu fyrir tón- listarungmenni og Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar, spark- og körfu- knattleiksvöllum, Flensborgarskóla, auk umfangsmikilla verkefna í gatna- og stígagerð og á opnum svæðum. Stöðug uppbygging í 100 ár Niðurstöðurnar sýna enn og aft- ur jákvæða þróun í rekstri bæj- arfélagsins. Árið 2007 var gott rekstrarár í Hafnarfirði. Markviss skuldastýring á árinu og vöktun hefur haft mikið að segja. Skipu- lags- og stjórnsýslubreytingar þær sem ráðist var í á árinu 2003 sem miðuðu að því að styrkja innviði í rekstri bæjarfélagsins og auka þjónustu ásamt endurmati rekstr- arþátta hafa einnig m.t.t. samlegðar og hagræðingar endurspeglað þessa jákvæðu niðurstöðu. Meðvitaðar ákvarðanir, und- anfarin ár, um fjárhagslegt skipu- lag til að treysta og efla bæj- arfélagið til enn frekari framfara hafa borið þann árangur sem nú er ljós. Veltufé frá rekstri, ein af lyk- ilstærðum í samanburðarviðmiði, eykst ár frá ári og sannar að Hafn- arfjörður er á fljúgandi ferð á réttri leið. Þessa niðurstöðu höfum við feng- ið með sameiginlegu átaki fjöl- margra starfsmanna Hafnarfjarð- arbæjar, þekkingar okkar og reynslu. Kostnaðareftirlit og rekstr- arþekking stjórnendateyma, hvort sem er í stjórnsýslu eða leik- og grunnskólum hefur aukist til muna. Hafnarfjörður er eitt öflugasta og framsæknasta sveitarfélag landsins. Hafnarfjörður er nú í stöðugri upp- byggingu, byggingarreitir fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði eru til staðar og hluti af þessum íbúðarein- ingum eru innan þéttingar byggðar sem ekki kalla á miklar fjárfest- ingar í grunnskólum og leikskólum – stefnumörkun um sjálfbæra þró- un og ígildi Staðardagskrár 21 eru nýtt í hvívetna. Bæjarfélagið er vel í stakk búið að taka á móti auknum íbúafjölda án þess að þurfa að ráð- ast í miklar fjárfestingar. Okkur Hafnfirðingum finnst mik- ilsvert að haldið sé áfram á sömu braut. Að styrkja og efla áfram fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar með því að sinna þeirri kröftugu upp- byggingu sem verið hefur í bæj- arfélaginu. Sú mikla gróska og upp- bygging sem á sér nú stað í Hafnarfirði er skýr vísbending um traust og trú á Hafnarfirði og þeim verkum sem bæjarstjórn og starfs- menn Hafnarfjarðarbæjar eru að vinna að á öllum sviðum. Til ham- ingju með 100 ára afmælið, Hafn- firðingar. Fjármál Hafnarfjarðarbæjar í 100 ár Fjármál og rekstur sveitarfélagsins hafa eflst og styrkst, segir Gunnar Svavarsson Gunnar Svavarsson » Afkomutölur árs- reikninga Hafn- arfjarðarbæjar eru afar jákvæðar um leið og framkvæmdir eru meiri en áður þekkist og íbúa- fjölgun ein sú mesta á landinu. Höfundur er alþingismaður og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. ÍBÚAR Skútu- staðahrepps við Mý- vatn binda miklar von- ir við að bygging álvers á Bakka við Húsavík og grænna orkuvera í sveitarfé- laginu muni treysta skilyrðin til búsetu og áframhaldandi upp- byggingar atvinnulífs í sveitarfélaginu til framtíðar. Hér vill fólk búa, enda gott mann- líf, rómuð náttúrufeg- urð og góð þjónustu á flestum sviðum. Fjölbreytt atvinnu- starfsemi hefur löngum einkennt sam- félagið og má þar nefna kísilgúrnám, orkuvinnslu, verktaka- starfsemi, flutnings- þjónustu, landbúnað, ferðaþjónustu og ýmsa aðra þjónustu. Á síð- ustu árum hefur sam- félagið þó staðið í varnarbaráttu og margumtalaðrar þenslu á Íslandi hef- ur ekki orðið vart hér. Kísilgúrverk- smiðjan lokaði árið 2004. Þó lokun hennar hafi ekki haft jafnafdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið og marg- ir óttuðust, hvarf við það ákveðin kjölfesta sem ekki hefur verið fyllt, enda störfuðu þar um 45 manns. Erf- iðleikar í landbúnaði, lokun verktaka- fyrirtækis og fleira hefur veikt stöð- una enn frekar undanfarið. Þrátt fyrir þetta hefur ekki orðið umtals- verð fólksfækkun í sveitinni. Að hluta til skýrist það af stóriðju- og virkj- anaframkvæmdum á Austurlandi. Margir íbúar sveitarfélagins hafa sótt vinnu þangað tímabundið en haldið heimili sínu hér í sveitinni. Það undirstrikar að hér vill fólk búa ef það mögulega á þess kost. Nú er framkvæmdum hins vegar að mestu lokið fyrir austan og óvíst hvað þá tekur við. Bygging álvers á Bakka við Húsa- vík hefði mikla þýðingu fyrir Skútu- staðahrepp. Umhverfisvæn orka er ein helsta auðlind okkar Þingeyinga og það er sjálfsagt að nýta hana til uppbygg- ingar á svæðinu. Málið snýst um að fá í lands- fjórðunginn traust og öflugt fyrirtæki til að nýta orkuauðlindir svæðisins og efla hér hagvöxt. Ég trúi því að sátt geti orðið í íslensku samfélagi um það. Ef um væri að ræða olíu- auðlindir tel ég að flestir væru sammála um að þær bæri að nýta. Sama ætti að gilda um jarð- varmaauðlindir okkar Þingeyinga, enda er samanburðurinn við olíu- lindir jarðvarmanum hagstæður í því að hann er endurnýjanleg orka og virkjun hans er aft- urkræf. Álver á Bakka yrði mikilvæg kjölfesta fyrir atvinnulíf í öllum fjórð- ungnum sem hægt væri að treysta á til framtíðar. Með slíkri kjölfestu þrífst ýmiss konar önnur atvinnustarfsemi, smá- iðnaður og þjónusta eins og best sést á því hvern- ig samfélagið á Austurlandi hefur gengið í endurnýjun lífdaga með starfsemi Fjarðaáls í Reyðarfirði. Hér í hreppnum myndi bygging ál- vers meðal annars flýta fyrir virkj- unum í Bjarnaflagi og stækkun Kröfluvirkjunar með tilheyrandi um- svifum í sveitarfélaginu. Það hefur einnig sýnt sig, til dæmis við gesta- stofu Landsvirkjunar við Kröflu, að virkjun grænnar orku dregur að ferðamenn, bæði íslenska og erlenda. Ég lít á væntanlega byggingu Al- coa á álveri á Bakka við Húsavík sem enn eina stoðina undir sterkt sam- félag í Skútustaðahreppi og á öllu Norðausturlandi. Álver er auðvitað ekki eina leiðin og við þurfum stöðugt að leita fjölbreyttra leiða til að bæta og styrkja undirstöður mannlífsins hér sem annars staðar. Það væri hins vegar, pólitískt, óábyrgt að hafna fyr- irtæki sem býður hundraðir starfa á landssvæði sem er í varnarbaráttu um að halda íbúunum á svæðinu. Álver á Bakka – kjölfesta fyrir Norðausturland Guðrún María Valgeirsdóttir skrifar um at- vinnuuppbyggingu á Norðausturlandi Guðrún María Valgeirsdóttir » Það hefði mikla þýð- ingu fyrir Skútustaða- hrepp að fá í landsfjórðung- inn traust og öflugt fyrirtæki til að nýta orku- auðlindir svæð- isins og efla hagvöxt Höfundur er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. BJÖRN Bjarnason dóms- málaráðherra heldur því fram í Mbl. 7. júní að símahleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðs- ins á Íslandi og í Noregi séu ekki sambærilegar. Ég get ekki orða bundist af þessu tilefni, enda er mér og fjölskyldu minni málið skylt. Björn staðhæfir að hleranirnar á Íslandi séu löglegar vegna þess að lögregla hafi borið þær undir dómara. Hið rétta er að dóms- úrskurðir voru alltaf pantaðir beint úr ráðuneyti dómsmála, á ábyrgð pólitísks ráðherra vel að merkja eins og Björn veit manna best, en aðeins í einni lotunni eftir ábendingar til ráðuneytisins frá lögreglu. Enn fremur segir Björn að hleranirnar hafi verið á vegum pólitískrar leyniþjónustu í Noregi og gefur þannig í skyn að þær hafi verið án dómsúrskurðar og þá ólöglegar. Hið rétta er að þær voru alltaf bornar undir dómara frá 1960, reyndar að frumkvæði leynilögreglu, en ekki ráðuneytis eins og gerðist hér á landi. Það hreinsar þó ekki norsk yfirvöld af pólitísku eðli hlerananna, sam- kvæmt niðurstöðum norsku rann- sóknarnefndarinnar í svonefndri Lund-skýrslu. Af þessu er ljóst að sam- anburður á hlerunum í Noregi og á Íslandi er ekki marklaus eins og Björn heldur fram. Þvert á móti er hann raunhæfur og eðli- legur. En þótt í báðum tilfellum væru hleranirnar af pólitískum rótum runnar var beinn þáttur hins pólitíska ráðherra og ráðu- neytis hans augljósari hér á landi. Á Íslandi er því síst minni ástæða fyrir viðeigandi stjórnvöld að biðjast afsökunar á óréttmætum pólitískum fjölskylduhlerunum sem ekki hafa verið réttlættar með einni einustu ákæru, hvað þá dómi. Því hnekkir síst af öllu rangur vitnisburður sem Björn Bjarnason leyfir sér að viðhafa. Þó að ekki komi til aðrar vanhæf- isástæður ætti því að taka málið úr höndum hans í ríkisstjórn ef hún vill gæta sóma síns. Páll Bergþórsson Ranghermi Björns Bjarnasonar Höfundur er fv. Veðurstofustjóri. KÆRU Íslendingar. Hinn 6. janúar 2007 sat ég fund með 40 bestu leikmönnum Ís- lands í kvennaknatt- spyrnu. Á þeim fundi ákváðum við sem hópur að gera það sem engum hefur áður tekist í sögu íslenskrar knattspyrnu. Við ákváðum að við ætlum að verða fyrsta A-landslið Íslands sem kemst í úrslitakeppni stórmóts. Það krefst mikillar vinnu að gera atlögu að markmiði sem bestu leik- menn Íslands í gegnum tíðina hafa aldrei náð. Við ákváðum því í samein- ingu að leggja á okkur meiri vinnu en nokkru sinni fyrr. Það átti bæði við um leikmenn, þjálfara og aðra þá sem koma að liðinu. Nú er svo komið að allir leikmenn kvennalandsliðsins hafa verið að æfa aukalega til að ná þessu markmiði, hver á sinn hátt. Að þjálfa liðið er eitt það skemmti- legasta sem ég hef gert í lífinu. Það eru mikil forréttindi að fá að þjálfa „stelpurnar okkar“ og þetta er frá- bær hópur. Stuðningsteymið í kring- um liðið er líka einstakt. Í upphafi var ekki búist við miklu, enda þjálf- arinn reynslulaus, aðstoðarþjálfarinn „100 ára gamall“ og lykilmenn hafa bæði hætt og meiðst. En sem betur fer hefur það ekki komið að sök því stelpurnar hafa staðið sig framúrskarandi vel, unnið glæsta sigra og íslenska þjóðin hefur hrifist með. Það er áhugaverð staðreynd að A-landslið kvenna væri nú í 3. sæti á heimslista FIFA ef list- inn hefði verið núll- stilltur þegar hópurinn setti sér markmiðið í janúar 2007. Það sýnir ágætlega hugarfar liðs- ins að það stefnir ennþá hærra á listanum. Kvennalandsliðið leikur tvo heima- leiki á Laugardalsvelli í sumar í Evr- ópukeppni landsliða, gegn Slóveníu 21. júní kl. 14.00 og gegn Grikklandi 26. júní kl. 16.30. Heimaleikirnir báð- ir eru úrslitaleikir og mikil áskorun fyrir okkur. Á síðasta heimaleik komu 6.000 stuðningsmenn að styðja við bakið á okkur á ógleymanlegan hátt. Áhorfendametið var bætt um helming á þeim leik. Það var frábær upplifun að fá að taka þátt í þeim leik og upplifa þá baráttu, leikgleði, sam- heldni og þjóðarstolt sem skein af lið- inu í þeim leik. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði landsliðsins, sagði þá inni í klefa í hálfleik: „Mér finnst við vera tveimur fleiri á vellinum því það er svo frábær stuðningur frá fólkinu.“ Við gerðum það sem ekki hafði áður tekist. Það mun hjálpa okkur mikið ef við leikum aftur 13 á móti 11 í heimaleikjunum á móti Slóveníu og Grikklandi. Með því að vinna þessa tvo leiki dugar okkur jafntefli í síð- asta leik riðilsins gegn Frakklandi í haust til að ná markmiðinu okkar að komast í úrslitakeppni Evrópumóts- ins. Með öðrum orðum hafa mögu- leikar liðsins sennilega aldrei verið betri en núna. Það eru 9800 sæti á Laugardals- velli. Ég sagði við stelpurnar fyrir mörgum mánuðum að það yrði upp- selt á kvennalandsleik á þessu ári og þær ráku upp stór augu. Ég stend við það sem ég sagði. „Stelpurnar okk- ar“ eiga skilið að það sé stuðnings- maður í hverju einasta sæti á heima- leikjum liðsins. Til að ná háleitara markmiði en áður hefur náðst þarf meiri stuðning en nokkru sinni fyrr. Væri ekki magnað ef það yrði „upp- selt“ á leik kvennalandsliðsins og okkur tækist að gera það sem engum hefur áður tekist. Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast. Sjáumst á Laugardalsvelli. Áfram Ísland! „Það sem engum hefur tekist“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson skrifar opið bréf til íslensku þjóðarinnar Sigurður R. Eyjólfsson » Væri ekki magnað ef það yrði „uppselt“ á leik kvennalandsliðsins 21. júní og okkur tækist að gera það sem engum hefur áður tekist. Höfundur er A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.