Morgunblaðið - 12.06.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 12.06.2008, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is RJÚPU fjölgar um mestallt land samkvæmt talningu Náttúru- fræðistofnunar Íslands og bendir það til að fækkunarskeiðið sem hófst 2005 og 2006 sé afstaðið. Kemur þetta sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar á óvart en í tilkynningu frá henni segir, að á síðustu áratugum hafi fækk- unarskeið varað í fimm til átta ár. Mest fjölgar austanlands, allt að 71% frá fyrra ári. Annars staðar stendur stofninn í stað eða stækkar lítillega, þó ekki á Suðurlandsund- irlendi, þar sem hann minnkar. and- resth@mbl.is Rjúpu fjölgar víðast hvar                                               Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MJÓLKURSAMSALAN er að hefja sölu á skyri á Bretlandsmark- aði. Tilraunasendingar hafa farið í nokkrar heilsubúðir í London og nágrenni og stefnt er að því að Skyr.is verði til sölu í mörgum smásöluverslunum í haust. MS hefur unnið að undirbúningi markaðssetningar skyrsins í Bret- landi um tíma. Að sögn Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Nýlands ehf. sem annast útflutning mjólkurafurða fyrir MS, hefur til- raunaútflutningur gefist vel. Um- fangsmeiri útflutningur hefst í haust þegar Skyr.is verður kynnt og boðið til sölu í smásöluversl- unum. Útlit umbúða höfðar til hins ís- lenska uppruna og hreinnar náttúru landsins. Guðbrandur segir að skyr- ið sé ekki þekkt á þessum markaði og því þurfi að leggja mikla vinnu í kynningu í verslunum. „Það er til mikils að vinna því þessi vara er seld á tiltölulega háu verði.“ Skyrið er framleitt hér á landi og flutt sjóleiðis til Bretlands. Kostn- aður við sjóflutning er aðeins um fimmtungur af flugfragt. Framleiðsla bænda á mjólk um- fram þarfir innlenda markaðarins hefur aðallega verið unnin í smjör og undanrennuduft og seld á er- lendum mörkuðum. Íslendingar hafa nú tollfrjálsan kvóta mjólkur- vara hjá Evrópusambandinu og hef- ur það aukið möguleika MS til að greiða bændum fyrir umframlítr- ana. Það hefur mikla þýðingu ef hægt verður að auka sölu á skyri og nýta tollkvótann vegna þess að skyrið er fimmfalt verðmætari vara en mjólkurduftið. Vonast er til að hægt verði að flytja út 200 tonn af skyri til Bret- lands á ári og auka þann útflutning smám saman. Hægt er að framleiða 2000 tonn af skyri úr þeirri mjólk sem nú er framleidd umfram mark- að og segir Guðbrandur markmiðið að finna markað fyrir það á næstu árum. Skyr.is til Englands  Skyr verður til sölu í smásöluverslunum í Englandi í haust  Reiknað með 200 tonna sölu á ári sem aukist á næstu árum SIGRÚN Gígja Hall hélt traustum tökum um árina á námskeiði hjá siglingaklúbbnum Þyti í Hafnarfirði í gær. Á gúmmíbátnum fyrir aftan fylgdust Jenný Lind og Hörður Páll með hvort allt gengi ekki eins og í sögu hjá krökkunum. 50 krakkar mæta á hverjum degi á námskeiðin sem standa í tvær vikur í senn. Hverju námskeiði lýk- ur svo á því að hoppa í sjóinn af bryggjunni og svo er haldin ærleg grillveisla. Krakkar hópast á siglinganámskeið hjá Þyti í Hafnarfirði Morgunblaðið/RAX Látið úr höfn í sumarblíðu Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á MILLI 150 og 200 kíló af hassi sitja í geymslum lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu eftir stóran ef ekki stærsta fíkniefnafund Íslandssög- unnar. Tollgæslan á Seyðisfirði fann efnin í húsbíl sem kom með Norrænu til landsins á þriðjudag. Óvenjumikill viðbúnaður var vegna komu ferjunnar og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru ákveðnar grunsemdir um tilraun til innflutnings fíkniefna. Sá grunur var helst til kominn vegna eins farþeg- ans en hann hefur komið við sögu lögregluyfirvalda í Evrópu. Ekki fékkst þó uppgefið hvort hann hefði brotið af sér hér á landi. Athygli vakti að Norræna kom óvenjusnemma til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgun eða tæpum þremur klukkustundum á undan áætlun. Hins vegar komust farþegar ekki frá borði fyrr en um hádegið þar sem tollgæslulið var ekki á staðnum þegar ferjan kom að landi. Gætti nokkurrar óánægju meðal farþega vegna þessa. Um tollafgreiðslu sáu í sameiningu Tollgæslan í Reykjavík og lögreglan á Seyðisfirði auk þess sem lögreglan á Akureyri sendi mannskap. Notast var við fíkniefna- leitarhunda og enn á ný sönnuðu þeir gildi sitt. Efnin gríðarlega vel falin Í húsbíl mannsins merkti fíkni- efnaleitarhundur lykt og var bíllinn því kannaður betur. Afar erfiðlega gekk að finna efnin en þau voru að sögn heimildarmanns Morgunblaðs- ins gríðarlega vel falin. Eigandi bíls- ins, hollenskur karlmaður á sjötugs- aldri, var handtekinn og sýndi ekki mótþróa. Eftir fyrstu skýrslutöku var hann færður fyrir dómara í Hér- aðsdómi Austurlands og úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 9. júlí nk. Hann var einn á ferð. Vegna umfangs málsins var rann- sóknin flutt til fíkniefnadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hollendingurinn og hassið voru því flutt til höfuðborgarinnar í gær og bíður maðurinn flutnings á Litla- Hraun. Erfiðlega gekk að ná efnunum  Allt að 200 kg af hassi fundust í húsbíl Hollendings sem kom til landsins með Norrænu á þriðjudag  Maðurinn hefur áður komið við sögu lögregluyfirvalda og fékk því sérstaka athygli tollgæslumanna Í HNOTSKURN »17. júní 1982 greindiMorgunblaðið frá innflutn- ingi á 189,4 kg af maríjúana til Íslands. Efnin komu frá Jam- aíka og voru stíluð á fyrirtæki í Reykjavík. Engin var dæmd- ur vegna málsins. »Ekki hefur enn verið gefiðupp hversu mikið magn af hassi var að finna í húsbílnum. Því er óvíst að metið frá 1982 hafi verið slegið á þriðjudag. Kemur sérfræðingum á óvart BÖRKUR NK og Margrét EA voru í gærkvöldi á leið til Neskaup- staðar með full- fermi eftir síld- veiðar við Jan Mayen. Margrét með 2.000 tonn og Börkur með 1.700. Fyrstu síldinni á Norðfirði þetta sumarið landaði Bjarni Ólafs- son AK í fyrradag, 1.400 tonnum í bræðslu eftir sex daga túr. „Það er alltaf gaman að veiða síld. Verðið fyrir hana er líka fínt núna, svo þetta er bara alveg ágætt,“ segir Gísli Runólfsson, skip- stjóri á Bjarna, sem er lagður af stað í næstu veiðiferð til Jan Mayen. „Auðvitað er vonin alltaf sú að mað- ur fylli strax, en kannski þurfum við eitthvað að leita,“ segir hann. Von á feitari síld í framhaldinu Sem fyrr segir fór allur afli síð- asta túrs hjá Gísla í bræðslu en al- mennt fer að fást feitari síld þegar líður á vertíðina. Þá verður hún vænlegri til manneldis. Síldar- vertíðin endist flestum vel fram í ágúst, en það fer vitanlega eftir kvótaeign skipa. Bjarni Ólafsson AK á 1.000 tonna kvóta í norskri lögsögu og gerir Gísli skipstjóri því ráð fyrir að eiga hann til góða fram á haust og geta jafnvel veitt síld fram í október. onundur@mbl.is Skipin fyllast eitt af öðru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.