Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 17 ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞOTUHREYFLARNIR eru nú þvegnir dag hvern með háþrýstidælum til að ekki sé verið að fljúga með óþarfaskít sem aldrei borgar fyrir far- ið. Minna vatn er á klósettinu, farþegasætin eru af nýrri og léttari gerð, Delta íhugar hvort ekki sé nóg að til sé eitt eintak af hverjum leiðbeininga- bæklingi í flugstjórnarklefanum. Flugstjórinn og aðstoðarflugstjórinn þurfi ekki hvor sinn en hver bæklingur vegur hátt í kíló. Bandarísku flugfélögin berjast nú í örvæntingu við hækkandi eldsneytisverð. Að sögn The New York Times fóru 15% af miðaverðinu í eldsneyt- iskostnað fyrir átta árum en nú er hlutfallið komið í um 40%. Tankarnir í Boeing-747 breiðþotu taka alls um 227.000 lítra en það munar um allt; elds- neytisverðið hefur hækkað um 84% síðan í fyrra. Félögin hafa hækkað fargjöldin en einhvern tíma kemur að því að farþegar segja nei og sitja einfaldlega heima. Þess vegna er nú leitað í hverj- um krók og kima að aðferð til að létta vélarnar. Allir starfsmenn eru hvattir til að leggja sig fram í þessari baráttu. Hjá Northwest segjast menn spara um 440.000 dollara, 34 milljónir ísl. kr., á ári ef hægt sé að létta venjulega farþegavél um 12 kíló. Þegar um er að ræða nokkur hundruð vélar eins og hjá stærstu félögunum er samanlagður sparnaður fljótur að verða há fjárhæð. Nýjar vélar eyða mun minna Flestar vélar lenda með eldsneytistanka sína enn þá hálffulla, ef til vill er hægt að leggja upp með eitthvað minna eldsneyti. En ákveðið öryggi hlýtur samt að felast í því að hafa umtalsverðar birgðir ef eitthvað kemur upp á og vélin þarf að fara lengri leið en áætlað var. American Airlines gerir ráð fyrir að spara um 330,7 milljónir dollara, liðlega 2.500 milljónir ísl. kr., í eldsneytiskostnað á þessu ári eða um 3,5% af heildarkostnaði vegna eldsneytis og aðferðirnar eru margar. Eitt af því áhrifaríkasta er að kaupa nýjar vélar sem eyða minna og það gera félögin. Nýjar Airbus A330 vélar Northwest nota 38% minna eldsneyti en gömlu DC-9 vélarnar. En So- uthwest segist hafa sparað 1,6 milljónir dollara síðan í apríl með því að fjarlægja reglulega óhrein- indi sem juku loftmótstöðu. Loks má geta þess að nú er flogið ívið hægar til að spara eldsneyti. Áætl- aður flugtími með Delta-vél frá Los Angeles til Atlanta var fyrir fimm árum fjórar stundir og 12 mínútur en er núna fjórar stundir og 18 mínútur. Geta flugstjórarnir ekki látið nægja einn bækling? Reuters Þyrstir hreyflar Boeing 737 farþegaþota, tank- arnir taka alls um 26 þúsund lítra af eldsneyti. Bandarísku flugfélögin leita í örvæntingu að leið- um til að spara eldsneyti FORSETI Venesúela, Hugo Chá- vez, glímir þessa dagana við ýmsa drauga fortíðarinnar. Fyrrverandi eiginkona hans, Marisabel Rodrígu- ez, tilkynnti á dögunum framboð sitt til borgarstjóra í Barquisimeto, höfuðborgar Lara-ríkis. Fyrrverandi forsetafrúin Ro- dríguez er í framboði fyrir sósíal- istaflokkinn Podemos. Hún var vin- sæl meðal almennings og átti þátt í því að mýkja ímynd eiginmanns síns, sem er fyrrverandi hermaður. Chavez og Rodríguez skildu árið 2004 og í kjölfarið deildu þau um forræðið yfir ungri dóttur þeirra. Rodríguez hefur síðan deilt á fyrr- verandi eiginmann sinn í fjöl- miðlum og sumum þykir hún hafa reynt að ata hann auri. Framganga hennar í venesúelskum stjórn- málum dregur deilumál þeirra aft- ur fram á sjónarsviðið og stjórn- málaskýrendur segja hana öflugan talsmann stjórnarandstöðunnar, þótt hún sé ekki sérlega líkleg til að ná kjöri. Það vakti þá einnig athygli þegar Chavez þvertók opinberlega fyrir það á þriðjudag að Salomon Fern- andez væri launsonur hans, þrátt fyrir að hinn síðarnefndi haldi öðru fram. Fernandez hugðist bjóða sig fram til ríkisstjóra í Carabobo, og þykir með eindæmum líkur Chavez. sigrunhlin@mbl.is Fyrrverandi forsetafrú í framboði Forsetahjón Hugo Chávez og Marisabel Rodríguez meðan allt lék í lyndi. Marisabel Rodríguez, fyrrverandi eiginkona forseta Venesúela, býður sig fram til borgarstjóra Í HNOTSKURN »Marisabel Rodríguez hyggurá framboð til borgarstjóra Barquisimeto. »Barquisimeto er fæðing-arstaður Rodríguez og höf- uðborg Lara-ríkis. Hún liggur um 260 kílómetra vestan við höf- uðborgina Karakas. »Rodríguez þykir áhrifaríkurfulltrúi fyrir stjórnarand- stöðuna, enda ætti hún að þekkja styrkleika Chavez og veikleika út og inn.AP SAMKVÆMT könnun þýska tíma- ritsins Stern hefur þriðjungur flokksbundinna jafnaðarmanna (SPD) leitt hug- ann að því að ganga úr flokkn- um. Könnunin leiðir í ljós að mikill fjöldi flokksmanna deil- ir ekki hugmynd- um flokksforyst- unnar. Tæpur helm- ingur 800 að- spurðra er hlynntur vali á forseta- frambjóðanda jafnaðarmanna, Gesine Schwan. Jafnframt er aukin samvinna flokksins með vinstri- mönnum litin gagnrýnum augum af tveimur þriðju aðspurðra. Formaður flokksins, Kurt Beck, hefur legið undir gagnrýni fyrir störf sín undanfarna mánuði og fær hann slæma útreið. Rúmlega helmingur aðspurðra vill annan leiðtoga í hans stað. Samkvæmt nýrri Forsa-könnun myndi aðeins fimmtungur Þjóðverja kjósa jafnaðarmenn ef gengið væri til kosninga nú, en jafnaðarmenn mynda ríkisstjórn með kristilegum demókrötum (CDU). jmv@mbl.is SPD í slæmum málum Kurt Beck Fengi aðeins 20% í kosningum nú KERSTIN Fritzl, sem var haldið fanginni ásamt móður sinni og tveim- ur bræðrum í kjallaraholu í austur- ríska smábænum Amstetten, er nú vöknuð úr sjö vikna dái. Móður Kerstin var haldið fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn með föður sínum og kvalara, Josef Fritzl. Kerstin hafði verið í dái vegna alvar- legrar líffærabilunar, en veikindi hennar komu upp um fangavist fjöl- skyldunnar. Hún hitti fjölskyldu sína á sunnudag og urðu með þeim fagn- aðarfundir. Að sögn lækna var fyrsta ósk Kerstin að fara í siglingu og sjá Rob- bie Williams á tónleikum en hún mun hafa skrúfað græjurnar í botn á sjúkrahúsinu langt fram á nótt. Læknarnir segja að hún muni ná full- um líkamlegum bata. Gæsluvarðhald yfir Josef Fritzl hefur verið fram- lengt um tvo mánuði á meðan unnið er að rannsókn málsins. jmv@mbl.is Kerstin vill sigla og sjá Robbie ANDSTÆÐINGAR barnavinnu á Indlandi gerðu nýlega skyndiáhlaup á verksmiðju í Nýju-Delhí þar sem börn þræluðu við skrautútsaum á fatn- að, hér sjást drengir úr hópi barnanna. Alþjóða- vinnumálastofnunin, ILO, telur að í heiminum öllum séu um 165 milljónir barna á aldrinum fimm til 14 ára látnar stunda láglaunavinnu, oft erfið og óþrifleg störf. Alþjóðlegur bar- áttudagur gegn barnavinnu er í dag. AP Börnum þrælað út í Nýju-Delhí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.