Morgunblaðið - 12.06.2008, Page 29

Morgunblaðið - 12.06.2008, Page 29
hann gekk í Íþróttafélagið Þór fyr- ir mín orð, að mig minnir. Þar kynntist hann góðri stúlku frá Ak- ureyri, Þórunni Magnúsdóttur, sem varð dyggur lífsförunautur hans og var vinkona okkar hjóna. Hún lést fyrir nokkrum árum. Frá vettvangi íþróttafélagsins áttum við bæði góðar minningar og daprar. Sumarið 1951 fórum við með stórum íþróttaflokki úr Þór vestur á Ísafjörð. Það átti að vera skemmti- og keppnisferð, en end- aði með stórslysi á Óshlíðarvegi. Tveir af félögum okkar fórust og þrír slösuðust, fararstjórinn okkar lífshættulega. Að kvöldi þessa sorgardags feng- um við óvænta hjálp til að dreifa huganum. Bekkjarbróðir okkar, Gunnlaugur Finnsson, síðar alþm., var þá nýorðinn bóndi á föðurleifð sinni, Hvilft í Önundarfirði. Nú kom hann og sótti okkur til Ísa- fjarðar, bauð okkur fyrst heim og ók okkur síðan suður í Dýrafjörð. Þessi bjarta, fagra sumarnótt líður mér aldrei úr minni, og lífsþróttur Gunnlaugs hreif nafna minn líka. Skömmu síðar skrifaði hann bekkj- arbræðrum sínum og sagði m.a.: „Það hlýtur að vera örvandi að eiga sitt eigið bú, vera konungur í ríki sínu og bera skyldur á herðum, sem manni er ljúft að rækja. Hann á engar illa lesnar bækur yfir höfði sér, enga lærifeður nema reynsl- una, engin próf nema raunveruleik- ann, ekkert, sem vekur hjá honum löngun til undanbragða og augna- þjónustu“. Sjálfur hefði Baldur Ingimarsson notið sín sem óðalsbóndi. Hann var hæglátur eljumaður, bjó vel að arfi sínum á Akureyri og kom sér upp íbúðarhúsi að Bjarmastíg 10 ásamt garði sem hann hirti vel. Hann var hógvær maður og lágmæltur, nota- lega gamansamur og góður heim að sækja. Gestrisni þeirra hjóna fæ ég ekki fullþakkað. Hennar naut ég oft með fjölskyldu minni. Við bekkjarsystkinin úr MA höf- um ætíð verið samhent, og svo er enn, þótt í hópinn komi skörð. Við minnumst nú látins vinar og bróð- ur með virðingu og þökk og vottum börnum hans og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Baldur Jónsson. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 29 ✝ Bjarni Ingi-mundarson fæddist í Hafnarfirði 24. maí 1941. Hann lést á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Foss- vogi 3. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ingimundur Guðmundsson verk- stjóri, f. á Reykholti í Ölfushreppi 11. maí 1912, d. 11. júní 1976 og Ólafía Guð- björg Bjarnadóttir húsfreyja frá Vorhúsum í Vatns- leysustrandarhreppi, f. 9. mars þeirra eru Helena, f. 11. janúar 1995 og Hlynur, f. 23. okt. 1998. 3) Haukur, f. 7. febrúar 1975, sam- býliskona Katrín Guðmundsdóttir, f. 1. janúar 1973. Börn þeirra eru Bjarni Hólm, f. 9. nóvember 1999 og Emma Hólm, f. 8. janúar 2005. Bjarni ólst upp í Skaftafelli 2 v/ Nesveg á Seltjarnanesi. Hann nam húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1963. 1. maí 1971 hóf Bjarni störf hjá Slökkviliðinu í Reykjavík og var settur aðstoðarvarðstjóri 16. mars 1988, var hann þar við störf til 8. apríl 1991 en þá fluttist hann yfir til eldvarnareftirlitsins og vann hann þar allt til starfsloka 2006. Útför Bjarna fer fram frá Garðakirkju á Garðaholti í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 1906, d. 8. apríl 1997. Bjarni var einkasonur þeirra hjóna. Bjarni Ingi- mundarson kvæntist Elínu Gústafsdóttur húsfreyju 3. júlí 1965. Börn þeirra hjóna eru: 1) Rósa, f. 21. janúar 1965, gift Pétri Einari Jóns- syni, f. 3. sept. 1965. Börn þeirra eru Sindri, f. 5. janúar 1996 og Diljá, f. 15. des. 2001. 2) Inga Lóa, f. 21. júní 1969, gift Bergi Konráðssyni, f. 9. des. 1966. Börn Það er komið að kveðjustund, því í dag kveðjum við vinnufélaga okkar, hann Bjarna. Hann hóf ung- ur störf hjá Slökkviliði Reykjavík- ur, eftir að hafa lokið námi sem húsasmiður. Starfaði sem slökkvi- liðsmaður og varðstjóri í um tutt- ugu ár, jafnhliða því að vinna sem smiður í vaktafríum. Eftir þessi tuttugu ár á vöktum hóf hann störf í eldvarnaeftirliti slökkviliðsins og starfaði sem slíkur í ein fimmtán ár. Við minnumst Bjarna vinnu- félaga er vann verk sín af alúð og einstakri snyrtimennsku, allt það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af nákvæmni, skipu- lagður fram í fingurgóma. Bjarni var frábær ferðafélagi hvort sem það var innanlands sem utan. Það var alltaf gott að vera í návist Bjarna, góða skapið hans smitaði út frá sér, hann sá nær alltaf það jákvæða við alla. Hann fylgdi sín- um málum eftir af alúð og já- kvæðni, en þó af festu ef með þurfti. Sé hann fyrir mér brosa, ræskja sig lítillega, laga hálsbindið og taka síðan til máls. Við kölluðum hann oft Bjarna hennar Ellu, en eiginkona hans er kölluð Ella. Þau hjónin voru ein- staklega samhent, þetta má greini- lega sjá á sumarbústað þeirra í Grímsnesinu, já öllu umhverfi þar um kring. Hann var listasmiður, það má sjá á öllu sem hann kom að. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja, Ella er ef svo má að orði komast galdramaður í eld- húsinu og þar var hollustan í fyr- irrúmi. Við eigum eftir að sakna fé- laga okkar og vinar. Við vottum eiginkonu og fjöl- skyldu hans okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd vinnufélaga í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Ólafur R. Magnússon. Í dag kveðjum við félaga okkar hann Bjarna, en fregn um andlát hans barst mér þar sem ég var staddur erlendis, trúði vart þessum hörmulegu fréttum, því Bjarni var ávallt fyrirmynd okkar hinna hvað varðar heilbrigði. Bjarni var menntaður húsasmiður og vann sem slíkur uns hann hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1. maí 1971. Auk þess að starfa sem slökkviliðsmaður og síðar sem að- stoðarvarðstjóri frá árinu 1988 vann hann við sitt fag sem húsa- smiður þegar því varð viðkomið. Bjarni flutti sig um set innan slökkviliðsins og hóf störf sem eld- varnaeftirlitsmaður árið 1991 og vann sem slíkur uns hann lauk störfum í desember 2006. Bjarni skilaði hlutverki sínu sem slökkviliðsmaður og síðar eld- varnaeftirlitsmaður af mikilli fag- mennsku og afburða snyrti- mennsku. Hafði gott skipulag á öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Var góður vinnufélagi, skipti sjald- an eða aldrei skapi, sá nær alltaf jákvæðu hliðarnar á öllu, en fylgdi þó sínum málum eftir eins og þurfti. Við eigum eftir að sakna góðs vinnufélaga sem lagði sitt af mörkum að gera hvern dag betri en hinn á undan. Ég votta hér með eiginkonu Bjarna og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. F.h. Slökkviliðsins, Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Látinn er kær vinur okkar, Bjarni Ingimundarson, langt um aldur fram. Bjarni var glæsilegur maður, hár og grannur með dökkt liðað hár og fallegu brúnu augun sín. Bjarna er ég búin að þekkja yfir fjörutíu ár, frá því hún Ella æskuvinkona mín kynnti hann fyrir okkur vinkonunum. Þau hjónin höfðu mikla ánægju af því að dansa gömlu dansana og var tekið eftir þeim bæði fyrir glæsileika þeirra og fótafimi. Það var alltaf hress- andi að heimsækja þau, tekið vel á móti okkur og við umvafin af þeim báðum. Ella og Bjarni hafa alltaf verið mjög náin og samrýnd og alla tíð samhent, ég held að þau hafi verið jafn ástfangin fram til síðasta dags, maður sá það á þeim þegar þau horfðu hvort á annað og alltaf bæði nefnd þegar minnst var á ann- að þeirra. Bjarni var mjög vand- virkur maður, trésmiður að mennt, og unnu þau Ella alla hluti saman á heimilum sínum. Ég segi heimilum því þau byggðu sér fallegt heils- árshús í Grímsnesi og lögðu bæði natni og kærleik í hvert verk sem þau unnu, innanhúss sem utan, þau mundu bæði eftir gróðrinum og fuglunum og krummi fékk alltaf sitt líka. Þau skiptu um húsnæði fyrir tveimur og hálfu ári og fluttu inn í fallega íbúð í Garðabæ sem passaði betur þegar aldurinn færðist yfir þau bæði. Heimilin þeirra voru fal- leg og hver hlutur átti sinn stað. Ella og Bjarni eignuðust þrjú börn. Fyrst fæddust dömurnar, hún Rósa, svo Inga Lóa, svo kom prins- inn hann Haukur, ég man hvað Ella var hrifin af að fá drenginn. Börnin þeirra eru allt dugnaðarfólk og náttúrlega falleg eins og foreldr- arnir. Bjarni veiktist skyndilega á miðvikudegi daginn áður en jörð hristist fyrir austan, og hugsaði ég mikið til þeirra í skjálftanum en komst ekki í það að hringja til þeirra til að vita um þau fyrr en á föstudegi þegar Ella mín segir mér þessa sorgarsögu. Þarna hafði hann fengið heilablóðfall fyrir austan, en Bjarni hafði greinst með krabba- mein nokkru áður og var alltaf í eftirliti vegna þess og var einnig nýbúinn að fara í aðgerð vegna gangráðs við hjarta. Talaði ég við Ellu aftur á laugardag, þá var Bjarni í leyfi heima til kvölds og allt leit miklu betur út, en svo al- varlegt var þetta að hann er látinn á mánudegi. Þetta voru miklar sorgarfréttir og manni verður orða vant, við reiknum öll með því að fá að vera saman fram á efri ár en fáum engu ráðið um það. Bjarna hefur verið ætlað annað verkefni í háum himnasölum. Við kveðjum þig kæri góði vinur okkar með söknuði, þökk og virðingu og biðjum góðan Guð að gæta þín. Biðjum algóðan Guð að styrkja Ellu mína og börnin þeirra stór og smá og og senda sitt eilífa ljós til þeirra og lýsa þeim veginn framundan. Anna og Jón, Grindavík. Bjarni Ingimundarson Fallin er frá Helga Björnsdóttir, fyrrum húsmóðir að Desjarmýri í Borgarfirði eystra. Ég kynntist Helgu fyrst þegar ég var sendur í sveit austur á Desjarmýri til ömmu og afa. Þá var Helga húsmóðir á neðri hæðinni en hún var eiginkona nafna míns og móðurbróður, Ingv- ars Júlíusar. Ég var á Desjarmýri þrjú sumur og mikið óskaplega var það skemmtilegur tími. Strax hændist ég að Helgu sem var frábærlega dugleg og skemmtileg kona. Með sinn stóra barnahóp hafði hún tíma til að sinna bústörfum auk hefð- bundinna heimilisstarfa. Það sem einkenndi Helgu var dugnaðurinn og létta skapið. Hún gekk til allra verka af miklum krafti og kláraði alltaf þau verk sem hún var byrjuð á. Hún og Ingi frændi minn voru sam- hent við að koma barnahópnum upp og kenna þeim það sem læra þurfti. Þau bjuggu líka við mikið barna- lán og eru öll börn þeirra bráðvel gefin, og Helga var stolt af þeim og barnabörnum sínum. Eftir að Ingi féll frá flutti Helga Helga Björnsdóttir ✝ Helga Björns-dóttir, fyrrver- andi húsfreyja á Desjarmýri á Borg- arfirði eystra, fædd- ist í Hnefilsdal á Jökuldal 7. júlí 1919. Hún andaðist á Heilbrigðisstofn- uninni á Egils- stöðum 3. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 9. júní. til Egilsstaða og þang- að heimsóttum við Birna hana nokkrum sinnum og var alltaf tekið sem höfðingjum. Vinátta Helgu og móður minnar var falleg og farsæl og nú sér móðir mín eftir sinni bestu vinkonu og mun sakna hennar sárt. Við hjónið sendum öllum ástvinum Helgu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning sómakonunnar Helgu Björnsdóttur. Ingvar Viktorsson. Elsku amma mín. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp í næsta húsi við þig og eiga allar þessar góðu minningar. Þú varst einstaklega góð sál, falleg jafnt innan sem utan, og veittir einlæga og hlýja nærveru. Öll verk sem þú tókst þér fyrir hendur voru unnin af natni. Þú varst ákaf- lega stolt af börnunum þínum og barnabörnum. Þú varst óspör á hrós til annarra en sjálf varstu hógvær og krafðist einskis. Þú varst svo glöð að verða langamma þegar Lilja Ársól fæddist, enda allar hinar konurnar úr vinkvennahópnum löngu komnar með þann titil eða svo sagðir þú glettnislega. Þér þótti mjög vænt um nafnið sem Kristín Guðríður fékk. Mér þykir vænt um að við fengum að hitta þig áður en við fór- um út en það var erfitt að vera svona langt frá þér þegar þú veiktist. Þessi sálmur minnir mig á ömmu og þann veg sem hún valdi sér í líf- inu. Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf, uns allt það pund, sem Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (Matthías Jochumsson) Nóttina fyrir jarðarförina dreymdi mig að þú komst til mín. Þú ljómaðir öll af gleði og faðmaðir mig, aðeins lengur en venjulega, að sjálf- sögðu bauðstu svo upp á hlaðborð af kökum. Takk fyrir kveðjuna og ég bið líka að heilsa. Megi Guðs friður umlykja þig. Þín nafna, Helga Bryndís Kristbjörnsdóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar ✝ Hálfsystir okkar, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 3. júní. Jarðarförin fer fram frá Höfðakapellu mánudaginn 16. júní kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Guðmundur Stefánsson, Magnús Stefánsson og aðrir vandamenn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KLARA TRYGGVASON, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 9. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 2. júlí kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Jóhannsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, ELSE SÖRENSEN BÁRÐARSON, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjálmar R. Bárðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.