Morgunblaðið - 12.06.2008, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.06.2008, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 37 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG FÉKK JÓLAKORT FRÁ LÍSU MÁ ÉG SJÁ? ÞAÐ ER EINKAMÁL EINKAMÁL? ÉG VEIT EKKI BETUR EN AÐ HÚN SÉ LÆKNIRINN MINN, EN EKKI ÞINN PABBI HATAR MIG HANN HATAR MIG EKKI... HONUM FINNST ÉG BARA OF KALDHÆÐINN Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ FÓR HANN Á FORELDRAFUND, Á ÞRIÐJUDAGINN VAR STJÓRNARFUNDUR HJÁ SKÓLANUM OG Á MIÐVIKU- DAGINN VAR ÞAÐ KIRKJAN Í MORGUN SAGÐI HANN VIÐ MIG, „GÓÐAN DAGINN!“ OG ÉG SAGÐI, „HVER ERT ÞÚ? ÉG ÞEKKI ÞIG EKKI!“ JÆJA, HVER VILL LESA RITGERÐINA SÍNA FYRIR BEKKINN? ÉG! ÉG! JAHÁ! NÚNA EIGA ALLIR AÐ HLUSTA Á KALVIN ÁÐUR EN ÉG BYRJA VIL ÉG SÝNA BEKKNUM AÐ RITGERÐIN MÍN ER Í FALLEGUM PLASTVASA SEM ER TÁKN UM GÆÐI EN HVAÐ ÞAÐ ER FÍNT ÞEGAR RITGERÐ LÍTUR SVONA VEL ÚT ÞÁ FER EKKI Á MILLI MÁLA AÐ MAÐUR FÆR „Á“ FYRIR HANA KALVIN? ÞAÐ ER ÓVÆNT! ÞÚ HLÝTUR AÐ HAFA LAGT ÞIG ALLAN FRAM FYRST ÞÚ VILT LESA FYRIR BEKKINN TENGDAMÓÐIR MÍN SAGÐI AÐ ÉG VÆRI „ÓHEFLAÐUR“ ROP ! ÞAÐ ER HRÆÐILEGT! HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Í ÞVÍ? FYRST ÞARF ÉG AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVAÐ „ÓHEFLAÐUR“ ÞÝÐIR ÞÚ VÆRIR LÍKA SVONA TAUGAVEIKLAÐUR EF ÞÚ YNNIR VIÐ AÐ ÞEFA UPPI SPRENGJUR ÉG VONA AÐ ÞIÐ SÉUÐ EKKI REIÐ ÚT Í OKKUR EKKERT MÁL. ÉG SEGI SÖRU OFT AÐ HÚN OFVERNDI MAGNA EN ÉG HEF ÁTTAÐ MIG Á ÞVÍ AÐ ÉG GET EKKERT GERT... HÚN ER BARA SVONA ÉG VONA BARA AÐ MAGNI EIGI EFTIR AÐ LÁTA HANA VITA AÐ HANN ÞURFI MEIRA SJÁLFSTÆÐI ENGIN HÆTTA Á ÖÐRU ÉG GET ÞETTA SJÁLFUR! OPNA ELSKAN, VILTU EKKI OPNA? PARKER, NÚNA VINNUR ÞÚ FYRIR TVÖ MISMUNANDI DAGBLÖÐ! „THE NEW YORK BUGLE“ OG... „THE L.A. BUGLE“ SÉRÐU ÞETTA, M.J.? MAÐURINN ÞINN ER... ...EFTIRSÓTTUR SEGÐU OKKUR AFTUR HVERNIG ÞÚ ROTAÐIR DR. OCTOPUS Velvakandi Krakkarnir á leikskólanum Sólbakka ráku upp stór augu þegar stærð- arinnar úlfur réðst inn á lóðina til þeirra. En svo kom í ljós úlfurinn hafði sloppið út úr ævintýrinu um Rauðhettu og brátt komu aðrar ævintýra- persónur og handsömuðu úlfinn með hjálp krakkanna. Morgunblaðið/Frikki Úlfur í Austurbænum Gleymdust börnin okkar í góðærinu? Á Íslandi höfum við ekki farið varhluta af góðærinu. Heilu hverfin rísa eins og gorkúlur, öryggisheimili með þjónustu í allar áttir fyrir eldra fólkið, álver, verslanir, tónleika- og íþróttamannvirki. Allt blómstrar hérna. Eða hvað? Rangt. Einn minni- hlutahópur gleymdist í fegurðarsamkeppni lífsgæðakapphlaupsins og er skömm að hugsa til þess að þetta er eini hópurinn sem hefur ekki greind, getu eða færni til að slást með kjafti og klóm fyrir meiri lífsgæðum og hefur því falið okkur það stóra og ábyrgðarfulla hlutverk að gera það fyrir sig. Þetta eru fötl- uðu börnin okkar. Ég er 25 ára móðir og á tvö börn; fimm ára heilbrigða telpu og svo sex ára dreng sem þjáist af fjölda fatlana sem hafa reynst það erfiðar að flestir hafa beðist frá því að hjálpa til með hann. Ég áfellist engan. Þetta getur rekið mann á ystu nöf á verstu dög- unum. Þessir einstaklingar og fjöl- skyldur þeirra eiga að búa að þeim grunnréttindum að geta snúið sér að sínum bæjarfélögum í leit að aðstöðu þegar öll batterí hafa verið tæmd og útlitið orðið svart. Nú er svo komið að neyðar- ástand ríkir á skamm- tímavistuninni á Suður- nesjum. Tveir fjölfatl- aðir einstaklingar búa þar allan sólarhringinn þar sem ekkert sambýli er til á Suðurnesjum. Allar vistanir og gæslur sprungnar og fjölskyld- unum er í auknum mæli neitað um þann vist- unartíma og aðstoð sem þær þurfa miðað við fötlun barnanna. Ég get ekki lengur unnið vegna veikinda barns- ins míns og þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir og neyðarástand á heimilinu hefur þjónusta sonar míns eingöngu verið skert vegna plássleysis, skorts á fjármagni og skorts á starfsfólki. Er þetta það besta sem við getum gert fyrir þau? Er þetta það besta sem ríkið getur gert fyrir þau? Ætlum við virkilega að leggjast svo lágt að loka augunum og horfa í hina áttina? Er þetta það sem við viljum standa fyrir sem þjóð? Börnin okkar eru gleymd. En hvað með það. Við eigum vík- ingaþorp, grjótstyttur og flott hring- torg. Hafrún Erla Jarlsdóttir, móðir fatlaðs drengs.     Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Molasopi og dagblaða- lestur í Króknum 9-10.30, vinnustofa kl. 9-16.30, baðþjónusta kl. 9-12, Grandabíó kl. 13-15. Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handavinna kl. 8-16, smíði/útskurður kl. 9-16.30, boccia kl. 9.45, leikfimi kl. 11 og helgistund kl. 10.30. Púttvöllur kl. 10-16. Bólstaðarhlíð 43 | Bingó kl. 13.30 – vinningar. Hárgreiðslustofa, böðun, al- menn handavinna, fótaaðgerð, morgun- kaffi/ dagblöð, hádegisverður, kaffi, slökunarnudd. Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 13-16, Hafdís leiðbeinir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13 í Stangarhyl 4. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.15, handavinnustofan opin, há- degisverður kl. 11.40 og heitt á könnunni til kl. 15.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Þjóðhá- tíðardagskrá í Gullsmára 13. Sunnudaginn 15 júní. Borðhald hefst kl. 18.30, ungir dansarar sýna samkvæmisdansa og síðan verður dansað fram eftir kvöldi. Miðar seldir í Gullsmára í dag, 12. júní, og á morgun. Ganga og hádegisverður í dag eins og venjulega. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Dagsferð eldri borgara í Borgarfjörð – uppselt. Lagt af stað frá Jónshúsi kl. 10, frá Garðabergi kl. 10.15. Gönguhópur kl. 11, handavinnuhorn kl. 13. Opið í Jónshúsi til kl. 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund fellur niður. Frá hádegi: vinnustofur opnar, m.a. perlusaumur. 25. júní er árlegur Jónsmessufagnaður með Ólafi B. Ólafs harmonikkuleikara og Aldísi dóttur hans í Skíðaskálanum, veislukaffihlaðborð, skráning á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Óvissuferð, miðvikudag- inn 18. júní verður farið í óvissuferð; farið verður frá Hraunbæ kl. 13, verð 1500 kr. Skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, bingó kl 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30, félagsvist kl. 13.30, kaffi og nýbakað í hléi og hársnyrt- ing. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl. 9.45, boccia-karlaklúbbur kl. 10.30, handverksstofa og bókastofa opin postulínsmálun námskeið kl. 13, boccia- kvennaklúbbur kl. 13, bingó 15, kaffiveit- ingar. Hárgreiðslustofa sími 552-2488, fótaaðgerðastofa sími 552-7522. Norðurbrún 1 | Smíðastofan er opin kl. 9- 16. Handavinnustofan er opin kl. 9-16. Halldóra leiðbeinir, boccia kl. 10. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, fóta- aðgerðir kl. 9-10, boccia kl. 9-16, handa- vinna kl. 10-12, spænska kl. 11.30-12.30, hádegisverður kl. 13-15, kóræfing kl. 13- 14, leikfimi kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgunstund, handavinnustofa opin allan daginn, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofa opin, spilað kl. 13, stóladans kl. 13.15. Kirkjustarf Áskirkja | Safnaðarfélagið fer sína árlegu sumarferð um utanvert Reykjanes sun- nud. 15. júní. Farið verður frá Áskirkju kl. 9.15 og ekið að Hvalsneskirkju þar sem messað verður kl. 11. Hádegisverður snæddur í Sandgerði og eftirmiðdagskaffi í Reykjanesbæ. Ferðinni lýkur um kl. 18. Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. 20- 22, bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum. Háteigskirkja | Samvera í anda sam- félagsins í Taizé alla fimmtudaga kl. 20 í Háteigskirkju. Gengið inn í kyrrðina, bæna- og íhugunartónlist. Guðs orð, bæn, íhugun og þögn. Handayfirlagning, fyrir- bæn og smurning. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Grunn- fræðsla kristinnar trúar er kl. 20, fræðsla um grundvöll kristninnar, opið fyrir spurn- ingar, bænastund er einnig kl. 20. Laugarneskirkja | Morgunbæn kl. 8.10. Kyrrðarstund í hádegi, orgelleikur kl. 12. Að stundinni lokinni er máltíð í boði á kostnaðarverði í safnaðarheimilinu. Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund í Vídalínskirkju kl. 22. Tek- ið við bænarefnum af prestum og djákna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.