Morgunblaðið - 12.06.2008, Page 47

Morgunblaðið - 12.06.2008, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 47 BANDARÍSKA leikkonan Angelina Jolie er sögð ætla að taka að sér hlutverk í nýrri kvikmynd um Prúðuleikarana sem mun vera í bí- gerð. Fregnir herma að leikkonan hafi lengi verið mikill aðdáandi Ker- mits og félaga, og hafi því mikinn áhuga á hlutverkinu. „Hugmyndin er sú að endurverkja Prúðuleikarana með nýrri stór- mynd. Angelina er mikill aðdáandi þeirra, auk þess sem hún er mjög barngóð, þannig að það eru miklar líkur á að hún taki hlutverkið að sér,“ segir heimildarmaður um mál- ið. Sjálf hefur leikkonan áður sagt að henni finnist hún líta út eins og brúða. „Ég lít furðulega út. Stundum finnst mér eins og ég líti út eins og persóna í Prúðuleikurunum,“ sagði Jolie í viðtali fyrir skömmu. Ólíklegt verður þó að teljast að leikkonan taki að sér hlutverk Svínku. Jolie í Prúðuleik- arana? Grænn Froskurinn Kermit er lík- lega frægasti Prúðuleikarinn. Reuters Barngóð Leikkonan Angelina Jolie gengur nú með tvíbura. ÞAÐ hlaut að koma að því. Gera á Hollywood- mynd um bláu krúttin sem búa í sveppum, Strumpana. Framleiðendur myndarinnar eru fyrirtækin Columbia og Sony. Ekki er ljóst hvað kvikmyndin kemur til með að heita en skv. dag- blaðinu The Guardian verður myndin leikin og teiknuð í bland. Handritshöfundar Shrek 2, David Stem og David Weiss, munu að öllum líkindum sjá um að strumpa handritið. Teiknimyndahöfundurinn Pierre Culliford er faðir Strumpanna en þeir birtust fyrst árið 1958 í teiknimyndablaðinu Le Journal de Spirou. Þá voru sjónvarpsþættir framleiddir um þá á 9. ára- tug síðustu aldar. Aðdáendur Strumpanna hljóta að bíða spenntir eftir því að sjá Yfirstrump, Strympu og Kjartan galdrakarl á hvíta tjaldinu. Laddi talsetti þættina á íslensku á sínum tíma og spennandi að sjá hvort hann strumpar kvikmynd- ina líka. Þess má að lokum geta að Strumparnir nota sögnina „að strumpa“ óspart um allt mögulegt sem þeir taka sér fyrir hendur. Kvikmynd um Strumpana Strympa Eina kvenveran í sögunum af Strumpunum. CHRIS Martin, söngvari Coldplay, segist hafa verið undir áhrifum frá draugum þegar hann samdi tónlist fyrir nýja plötu sveitarinnar sem kemur út í dag. „Ég upplifði svolítið skrítið þegar ég var í Wales. Ég vakn- aði og sá þá eitthvað sem líktist heitu lofti hreyfast við rúmið mitt,“ segir Martin, sem hefur lengi haft áhuga á dulrænum hlutum. „Draugar eru sagðir vera sálir sem hafa ekki fundið sinn endanlega dvalarstað. Mér finnst fyndið ef fólk er stöðugt að reyna að komast til himna, og svo loks þegar það kemst að stóra hliðinu kemur í ljós að það fékk ekki inngöngu“ segir Mart- in. Undir áhrifum drauga Reuters Andans maður Söngvarinn Chris Martin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.