Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 11 FRÉTTIR UM 25 athugasemdir hafa borist skipulagsstjóra Reykjavíkur vegna breytingar á deiliskipulagi Kvosar- innar við Ingólfstorg en frestur til að skila inn athugasemdum rann út í gær. Vel er mögulegt að fleiri at- hugasemdir eigi eftir að berast, því teknar eru til skoðunar þær athuga- semdir sem póstlagðar voru í gær. Farið verður yfir athugasemdir og þær lagðar fyrir skipulagsráð og þaðan verður málið sent borgarráði. Til grundvallar deiliskipulaginu er tillaga Björns Ólafs arkitekts sem skipulagsráð hefur lýst sig ánægt með. Í inngangsorðum tillögunnar kemur fram að sunnan við Ingólfs- torg og meðfram Vallarstræti sé einn viðkvæmasti hlekkurinn í sögu- legum minjum elsta hluta Reykja- víkur. Þar standi þrjú gömul timbur- hús sem æskilegt sé að varðveita á staðnum. Þau eru gamli Kvennaskól- inn við Austurvöll, gamla Hótel Vík við Vallarstræti og Brynjólfsbúðin, Aðalstræti 7. Lagt er til að Kvenna- skólinn verði á sínum stað en hin tvö húsin færð framar á Ingólfstorg og nær hvort öðru. Þessi hús verði gerð upp að utan sem innan og tengd ann- arri starfsemi við torgið. Tillagan nær til suðurhluta Ing- ólfstorgs, Vallarstrætis og lóðanna Thorvaldsensstrætis 2, Vallarstrætis 4 og Aðalstrætis 7. Lagt er til að lóð- irnar þrjár verði sameinaðar og hluti Ingólfstorgs, þar sem áður var Hótel Ísland, verði sameinaður fyrrnefnd- um lóðum ásamt gangstíg milli Aðal- strætis 7 og Vallarstrætis 4. Lagt er til að Vallarstræti verði ný verslunargata og vesturhluti þess verði yfirbyggður og verði hluti hót- els. Innigatan á að tengja rými hót- els sem komið verði fyrir á neðri hæðum gömlu húsanna og í fram- haldi þeirra í nýbyggingu. Leyft verði að byggja fimm hæða hús með- fram brunagöflum Aðalstrætis 9 og Landssímahússins. Helgi Þorláksson prófessor er mjög gagnrýninn á fyrirætlanir á Ingólfstorgi og telur að þær muni skerða torgið um 30% í grein sinni í Morgunblaðinu 3. júní sl. Þörf á uppbyggingunni? Segir hann villandi þann rök- stuðning að með því að færa Hótel Vík í Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7 yfir á Ingólfstorg, takist að bjarga húsunum frá niðurrifi. Engar líkur séu á því að niðurrif þeirra verði leyft, segir hann. „Á nýja staðnum mun Hótel Vík þrengja illa að Veltu- sundi 3 (þar sem úrsmiðurinn er),“ segir hann „Spurningin er hvort einhver þörf sé á mikilli uppbyggingu og stórhýsi við Vallarstræti. Þau rök koma fram í greinargerð með tillögunni að hin mikla nýbygging sé nauðsyn til að fela ljóta gafla en þá mætti auðvitað laga. Önnur röksemd er sú að Sjálf- stæðishúsið (Nasa) sé svo ljótt, séð frá Vallarstræti, að það þurfi að rífa. En það mætti líka laga og prýða á einfaldan hátt. Mér sýnist að hér séu „búin til“ vandamál og síðan er lausnin um- turnun hins gamla og stórkostleg „uppbygging“. Hvað kallar á þessar breytingar? Ekkert, nema þarfir at- hafnamanna sem vilja fá góða lóð.“ Tugir athugasemda Torgið umdeilda Fremst eru hús, sem á að færa, framan við nýbyggingu. Borgin vill breyta Ingólfstorgi og færa gömul hús yfir á torgið en áformin hafa þegar sætt mikilli gagnrýni Í HNOTSKURN »Við Vallarstræti, milliKvennaskólans gamla við Austurvöll og Aðalstrætis, er gert ráð fyrir að fimm hæða hús rísi. Salur Nasa verði rif- inn en gömlu húsin Hótel Vík og Aðalstræti 7 færð yfir á Ingólfstorg. »Lagt er til að Vallarstrætiverði ný verslunargata og vesturhluti þess verði yf- irbyggður og verði hluti hót- els. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt ritstjóra tveggja tímarita til sektargreiðslu fyrir að hafa birt áfengisauglýsingar. Í fyrra málinu var ritstjóri Mannlífs dæmdur í 500 þús. króna sekt fyrir að hafa birt almennar umfjallanir um tilteknar áfengis- tegundir, þar sem m.a. var fjallað um uppruna og gæði. Ákærði sagði að ekki væri um að ræða auglýsingar, heldur almenna um- fjöllun auk þess sem lögin væru það óskýr að ekki væri hægt að átta sig á því hvenær umfjöllun væri orðin að auglýsingu. Þessu hafnaði dómurinn og sagði umfjöll- unina svo almenns eðlis að telja yrði umfjöllunina lið í markaðs- setningu. Í seinna málinu var ritstjóri Fótboltasumarsins 2006 dæmdur í 400 þús. króna sekt fyrir að birta bjórauglýsingar sem höfðu að geyma táknið 0,0%, en óáfengar tegundir þessara bjóra voru ófáan- legar. Símon Sigvaldason kvað upp báða dómana. andresth@mbl.is Ritstjórar dæmdir fyrir áfengisauglýsingar Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is M bl 1 01 01 34 20% ÞJÓÐHÁTÍÐAR- AFSLÁTTUR TIL 17. JÚNÍ Laugavegi 63 • S: 551 4422 SUMARSALA 30% AFSLÁTTUR Í NOKKRA DAGA Á NYJUM VORVÖRUM FRÁ GERRY-WEBER OG TAIIFUN EINNIG YFRIRHÖFNUM Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 Útsala! www.friendtex.is Mikið úrval af fallegum fatnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.