Morgunblaðið - 12.06.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.06.2008, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞEGAR frá hefur liðið og ég er kominn með meiri styrk á ný, er ég ekki jafn-sannfærður um að ég hefði dregið mig í hlé strax, ef ekkert hefði komið upp á.“ Þannig svarar Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, spurningu blaðamanns Heilbrigð- ismála um hvort hann hafi í ljósi veikinda fyrir fjórum árum dregið sig fyrr en ella í hlé sem forsætis- ráðherra og leiðtogi Sjálfstæð- isflokksins. Viðtalið birtist í Heilbrigðis- málum, tímariti Krabbameins- félagsins, sem kemur út í dag, og er tekið af Þorgrími Þráinssyni. Davíð segir frá því að hann hafi áður en hann greindist með krabbamein samið við Halldór Ásgrímsson um að þeir skiptu á tilteknum degi um starf forsætis- og utanríkisráðherra. Síðan segir Davíð: „Ég var utan- ríkisráðherra í eitt ár en naut þess ekki. Í fyrstu var ég nánast bara hálfur maður. Ég var framan af á verkjalyfjum sem taka sinn toll. Ég var orðinn utanríkisráðherra þegar ég fór í þessar geislavirku joðmeð- ferðir sem þýddi tilheyrandi aftur- kipp og máttleysi og þar fyrir utan var ég margar vikur í hvort skiptið að ná upp líkamlegum styrk. Í minningunni finnst mér ég því naumast hafa verið utanríkis- ráðherra. Samt fór ég í opinberar heimsóknir til Kína, Japans og víð- ar. Mér leiddist þjarkið í þinginu meira en áður, ef til vill vegna þess að ég þóttist hafa um annað mikil- vægara að hugsa. Í ljósi alls þessa er ég ekki viss um að ég hefði hætt í pólitíkinni nákvæmlega á þessum tíma, ef ég hefði ekki veikst. Samt er ég fullkomlega sáttur við að hafa hætt.“ Tólf æxli í hálsinum Í samtalinu lýsir Davíð barátt- unni við krabbamein frá því að hann fann fyrir miklum verkjum í kviðar- holi að kvöldi 21. júlí 2004. Á leiðinni á sjúkrahúsið þetta kvöld fann hann „óþægilega fyrir öllum hraðahindr- unum sem hann hafði samþykkt þegar hann var borgarstjóri“. Á bráðamóttökunni var staðfest að um gallsteina væri að ræða. Þeg- ar verið var að staðsetja steinana með ómskoðun kom í ljós að hann var með hnefastórt krabbameins- æxli í nýra, sem var fjarlægt og sömuleiðis gallsteinarnir. Við nánari skoðun kom í ljós að fjarlægja þurfti kalkkirtil í hálsi. Þar með var ekki öll sagan sögð. „Eftir að tveir læknar höfðu tekið stungusýni var ég sendur í sneið- myndatöku. Fyrri niðurstöður slíkr- ar myndatöku höfðu ekki bent til neins á þessu svæði. En í þetta skipti sást að ég var með tólf æxli í hálsinum, þar af eitt nálægt slagæð. Þeir tóku líka sýni úr skjaldkirtl- inum og fundu krabbamein í hon- um,“ segir Davíð í Heilbrigðis- málum. Í ljós kom að ekki var um sama krabbamein að ræða í nýra og hálsi, sem hefði verið enn alvarlegra. Mætti öðrum sem gengu um með sín rör og tilheyrandi Davíð fór í margra klukkustunda uppskurð á hálsi 3. ágúst 2004. Dvölinni á sjúkrahúsinu lýsir hann m.a. á eftirfarandi hátt: „Þótt þetta væri mikið baks allt saman þá leið mér að flestu leyti vel á spítalanum. Að sumu leyti var eitt- hvað notalegt og hlýlegt við þetta allt. Þegar ég fór að braggast gekk ég um og studdist við mitt rör sem einhverjir pokar héngu á fyrir inn- streymi og útstreymi. Og ég mætti öðrum sem gengu um með sín rör og tilheyrandi. Fólk spjallaði á göngunum um það sem fyrir það hafði komið og það myndaðist nota- leg samkennd á hæðinni. Starfsfólk var mjög hjálplegt og alúðlegt, þrátt fyrir mikið álag.“ aij@mbl.is Nánast hálfur maður sem utanríkisráðherra  Davíð Oddsson segist ekki viss um að hann hefði hætt í pólitík á sínum tíma ef hann hefði ekki veikst af krabbameini  Sjúkrahúsvistin „notaleg“ Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Sáttur Davíð Oddsson í sumarbústað sínum í Rangárþingi, Eyjafjallajökull blasir við. Davíð Oddsson er spurður í Heil- brigðismálum hvort hann hafi ótt- ast dauðann eða hvort hann hafi aldrei komið upp í hugann. Hann svarar því m.a. á eftirfarandi hátt: „En þegar æxlin fundust í háls- inum hvarflaði það að mér að ég ætti sennilega ekki langt eftir. Það kom mér í opna skjöldu en það kom mér ekki úr jafnvægi. Ég gat vitanlega vel hugsað mér að lifa áfram með mínum ástvinum en ef komið væri að dauðastundinni þótti mér það engin sérstök kata- strófa. Ég var furðulega afslappaður gagnvart því. Það má hins vegar vel vera að ég hefði brugðist öðruvísi við ef dauðinn hefði verið farinn að gera sig heimakominn. Eftir upp- skurðina, morfínið og hina góðu aðhlynningu var ég búinn að sann- færa mig um að færi allt á verri veg gæti ég farið með sæmilegri reisn og tiltölulega verkjalaus.“ Gæti farið með sæmilegri reisn MÖRGUM brá eflaust í brún þegar mynd af prestastefn- unni birtist í gær í Morgunblaðinu og á mbl.is og á eftir prestahersingunni sást enginn annar en Svarthöfði sjálf- ur úr Stjörnustríðsmyndunum. Prestarnir voru á leið á setningu stefnunnar í Dómkirkjunni og átti vafalaust enginn von á því að Svarthöfði slægist í hópinn og fylgdi honum að kirkjudyrum. Það voru félagsmenn í Vantrú sem stóðu að tiltækinu. Að sögn Matthíasar Ásgeirssonar, formanns Vantrúar, var þetta fyrst og fremst í gríni gert. „Ég hef horft á gönguna í mörg ár og það er bara spaugilegt að bæta Svarthöfða í hópinn.“ Hlédrægur höfðingi myrkraaflanna Morgunblaðið reyndi að ná tali af Svarthöfða í gær en í ljós kom að hann er heldur hlédrægur og vildi einfald- lega láta verkið tala sínu máli. Matthías segir hugmyndina hafa gerjast meðal nokk- urra félagsmanna í mörg ár. Ólíklegt er að þetta verði gert árlega en Matthías útilokar ekki að Svarthöfði mæti á Kirkjuþingið sem haldið verður í haust. „Svarthöfði á örugglega eftir að sjást einhvern tímann aftur,“ segir Matthías. Að hans sögn vakti Svarthöfði mikla kátínu meðal vegfarenda og er Matthías ekki frá því að prest- unum hafi verið nokkuð skemmt en margir erlendir ferðamenn, sem áttu leið um svæðið, fengu Svarthöfða til að sitja fyrir á myndum og það gerði hann með glöðu geði. ylfa@mbl.is Svarthöfði vakti lukku Félagar í Vantrú stóðu að baki þátttöku í prestagöngu Gaman saman Svarthöfði vakti kátínu nærstaddra ferðamanna og sat fyrir á myndum með þeim. Morgunblaðið/Golli LAUN kvenna í stétt viðskipta- og hagfræðinga hafa hækkað hlut- fallslega meira en laun karla í sömu stétt og er launamunur kynjanna þar heldur að minnka, ef marka má kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að mánaðarlaun kvenna hafi hækkað um 11% frá árinu 2007, en laun karla um 2,4%. Eftir sem áður er leiðréttur launamunur kynjanna enn 7,5% körlunum í vil, en var 8,8% á sama tíma í fyrra og 7,6% árið 2006. Al- mennt er hækkun launa nú talsvert minni en í síðustu mælingu, eða um 4% í stað 6,5% árið 2007. Meiri hækkun á launum kvenna „ÞETTA voru mjög fjörugar um- ræður og flest aðildarríkin komu fram sínum sjónarmiðum, svo ég þurfti að hafa mig allan við að halda stjórn á fundinum, en þetta gekk sem betur fer allt saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra en hann stjórn- aði í gær pallborðsumræðum á ráð- herrafundi Sameinuðu þjóðanna um HIV-smit og alnæmi. Rætt var hvernig fjármagna mætti bæði fyrirbyggjandi aðgerð- ir sem og lyfjagjöf gegn sjúkdómn- um og voru fulltrúar flestra aðild- arríkjanna mættir ásamt með- limum frjálsra félagasamtaka víðs vegar að úr heiminum, svo ræðst var við fyrir fullum sal. Ásamt Guðlaugi sátu pallborðið þau Daniel Kwelagobe, heilbrigð- isráðherra Botswana, Asia Russel frá Health Gap og Michael Ka- zatchkine, framkvæmdastjóri The Global Fund to fight AIDS. „Það var mjög fróðlegt að heyra ólík sjónarmið,“ segir Guðlaugur. „Fólki var mikið niðri fyrir, bæði ánægt með þann árangur sem hef- ur náðst en jafnframt meðvitað um að það er hægt að gera gott betur til að ná þeim markmiðum sem menn hafa sett sér.“ unas@mbl.is Púltið Í pontu Sameinuðu þjóðanna Guðlaugur ræddi AIDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.