Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Side 18
z o in < cc oc o z (0 cc < £ ■o —3 C0 £ 3 dnvui- Áa^m Það eru fleiri þjóðir að taka upp þann góða sið að hafa einn sérstakan dag á ári sem ætlaður er fyrir sjó- menn að minnast verka sinna. Fidel Ramos, forseti Filippseyja, gaf nýlega út tilskipun þar sem segir að 18. ágúst 1996 og síðan ár hvert verði héðan í frá kallaður Sjómannadagur- inn. Forsetinn sagði að þjóð sem ætti þrjá af hverjum tíu sjómönnum á siglandi skipum heimsflot- ans þyrfiti að minnast þeirra og halda þeim há- tíð. Hvernig dagskrá þeirra sjómannadags verð- ur er fróðlegt að vita, en að minnsta kosti verður minnst þeirra sjómanna sem hafa horfið í hafið. Ekki býst ég við að öll skip með filippeyskum sjó- mönnum verði kölluð til hafnar á Filippseyjum 18. ágúst ár hvert. ■ Friður kominn? Umdeilanleg var heimsókn flotadeildar NATO til Reykja- víkur í síðasta mánuði og margir óttuðust að herinn her- tæki höfuðborgina, að minnsta kosti skemmtistaðina. Um síð- ustu mánaðamót heimsóttu tvö japönsk herskip höfnina Pusan í Suður-Kóreu. Þar ríkti ekki ótti yfir komu skipanna eins og hér á landi, jafnvel þótt japönsk herskip hafi ekki kom- ið þar til hafnar síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Er þessi heimsókn í samræmi við samning sem löndin tvö gerðu sín á milli í apríl 1994. Samn- ingur þessi batt enda á hömlur herskipa ríkjanna til að taka höfn hjá hinum aðilanum, sem hafði verið í gildi frá seinni heimsstyrjöldinni. Kóreumenn urðu fyrri til að koma til jap- anskrar hafnar, en skip frá þeim komu í heimsókn til Tókýó í desember 1994. Og fleiri opnuðu hafnir sínar en þessar tvær þjóðir, því Kínverj- ar opnuðu Port Arthur fyrir er- lendum skipum 11. júlí sl. Höfnin var gerð af Rússum en hertekin af Japönum. í lok seinni heimsstyrjaldarinnar breyttu Kínverjar henni í flota- höfn og hefur hún verið lokuð öðrum en kínverskum skipum í 41 ár. Flest bendir til að friður sé loks kominn á þarna austurfrá. ■ Stærsta ferja í heimi sjósett Schichau-Seebeckwerft sjósetti stærstu farþega- og bílferju í heimi 27. júlí sl. Ferja þessi verður á sigl- ingaleiðinni milli Rostock og Trelleborg þegar hún verður tilbúin í byrjun næsta árs. Skipið mun kosta tilbúið um 95 millj- ónir dollara og flytja 887 farþega, 400 bíla og 50 járnbrautarvagna. ■ i Frystiskip að hverfa? Nýlega var gefin út skýrsla um stöðu frystiskipa heimsins. 1. janúar sl. voru 1.249 frystiskip, stærri en 100.000 rúmfet að stærð, siglandi um heimshöfin, sam- tals 396 milljónir rúmfeta. Hér er á ferðinni fækkun skipa sem og fækkun í heildarflutnings- magni en árið á undan voru skipin 1.303 og stærðin 410 milljónir rúmfeta. Einungis fimm frystiskip voru afhent á síðasta ári eða rétt um 2 millj- ónir rúmfeta en árið 1994 voru nýsmíðaskipin 93. Erfiðleikar hafa verið í rekstri frystiskipa að undanförnu og eru gámar helstu keppinautar frystiskip- anna. Þessi þróun hefur sést hér á landi, því umtalsverð fækkun hefur orðið á íslensk- um frystiskipum og nú er ein- ungis eitt slíkt í íslenskri eigu, Hofsjökull, en það skip er rúm 200.000 rúmfet. ■

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.