Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Qupperneq 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Qupperneq 71
Sérútbúinn pressu-sorpgámur í Venusi: Engin lykt, leki eða óþrif af sorpinu - skilningur á þörf mengunarvarna og umhverfisvernd kominn lengra á sjó en í landi Það hefur orðið bylting í meðferð sorps og alls úrgangs hér á landi á undanförnum árum og þá ekki síður á sjó en í landi. Ein merki þess eru þau að þegar frystitogarinn Venus frá Hafnarfirði sigldi úr höfn eft- ir miklar viðgerðir og endur- bætur fyrri hluta þessa árs var þar kominn sérútbúinn sorp- gámur um borð, sá fyrsti sinnar tegundar um borð í íslensku skipi. Það er fyrirtækið Sorp- tækni sem er umbjóðandi þessarar nýjungar, sem í raun er sérútbúin fyrir hvert skip. Um borð í Venus var settur níu rúmmetra pressugámur. í samtali við Guðmund Jóns- son, skipstjóra á Venusi, og Grétar Guðnason yfirvélstjóra kom fram að reynslan af nýt- ingu og notkun gámsins er góð. í gáminn fer allt venjulegt sorp, nema það lífræna, sem sett er í hafið. Netaafgangar, olía og önnur spilliefni er varð- veitt sérstaklega. Að sögn Grétars yfirvélstjóra kemur geymsla sorpsins í sér- útbúnum gámnum í veg fyrir alla lykt, leka og óþrif af sorpi um borð. Auk þess þarf mun minna geymslurými vegna þess, þar sem það er pressað saman í gáminum. Þegar að landi er komið er gámurinn hífður í land og sorpinu komið til síns heima. Þeir einu sem bjóða kæli- EÐA HITAKERFI í SORPGÁMA Jón Ólafur Magnússon, sölustjóri hjá fyrirtækinu Sorp- tækni, sem annast sölu og þjónustu við gáma af þessu tagi til notkunar bæði á sjó og landi, sagði að gámurinn um borð I Venusi væri sérhannaður til nota þar um borð. Á þann hátt væri best hægt að nýta rýmið eftir aðstæðum um borð í hverju skipi. Þetta ætti bæði við um staðsetningu gámanna um borð, stærð þeirra, hvort sérstakrar kælingar væri þörf og hvers konar sorp legðist til á hverjum stað. Sorptækni er umbjóðandi Europak, finnsks fyrirtækis sem er framarlega í sorpgámaframleiðslu í Evrópu. Er fyrirtækið til dæmis eitt um að bjóða upp á sorpgáma með kæli- og eða hitakerfi. Sorp- tækni býður upp á lausnir í sorpmálum fyrir allar stærðir fyrirtækja og sveitarfélaga. Mikill skilningur á þörf UMHVERFIS- OG MENGUNAR- VARNA UM BORÐ I VENUSI Jón Ólafur Magnússon sagði ánægjulegt að hafa átt þátt í að setja fyrsta sérhannaða pressugáminn fyrir sorp um borð í Venus. Guðmundur Jónsson og áhöfn hans væru mjög meðvitaðir um nauðsyn umhverfisverndar af öllu tagi. Þeir hefðu til dæmis verið brautryðjendur um böggun sorps um borð fyrir rúmum sex árum. Jón Ólafur benti auk þess á að um borð í Venusi, eins og reyndar ýmsum öðrum fiskiskipum, væri aðeins notuð lífræn sápa. Grétar Guðnason yfirvélstjóri fræddi okkur á því að öll olíu- hreinsiefni sem notuð eru um borð væru skiljanleg og yllu því ekki neinni mengun. Áberandi væri reyndar hvað sölumenn fyrirtækja á hreinlætismarkaði væru meðvitaðri um innihald vöru sinnar nú en fyrr á árum. Yfirvélstjórinn og Guðmundur skipstjóri voru sammála um að mengunarvarnir og skilningur á umhverfisvernd væri að mörgu leyti kominn mun lengra í sjáv- arútvegi en í öðrum atvinnu- greinum. ■ Sérútbúinn pressu-sorpgámur í Venusi. Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Venusi, t.h. og Jón Ólafur Magnússon, sölustjóri Sorptækni, við hinn nýja sérhannaða sorpgám um borð ÍVenusi. Mynd/Kristján Maack. Sjómannablaðið Víkinguh 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.