Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 44
sama tíma og hann sagði þetta komu fram upplýsingar frá LÍÚ um hagnað fiskiskipa- flotans. Þar kom fram að smábátar skiluðu 8 prósenta hagnaði að meðaltali, ftystiskip 1,5 prósenta hagnaði og afgangurinn af íslenska flotanum var rekinn með tapi. I ljósi þessara upplýsinga hlýtur Þorsteinn Pálsson að hafa verið að segja: Hámörkun hagnaðar er afturhvarf til miðalda. Sem hægrimaður þá skil ég þetta ekki, af hverju ættum við að styrkja fýrirtæki sem rekin eru með tapi? Trilluútgerð skapar flest störf, mest verð- mæti, þar er minnstur tilkostnaður, sem er allur greiddur úr hendi einstaklinga af því trillukarlar fá ekki eina einustu krónu úr einum einasta sjóði. Allt mælir með trilluút- gerð og ekkert á móti henni. Lögin sem gilda í dag um fiskveiðar eru hræðilega óskynsam- leg. Þeir sem móta stefnuna hugsa bara um skammtímahagnað en ekki um að búa í haginn fyrir börnin okkar í framtíðinni.“ HEPPINN AÐ FÁ RÚNIAR 2 MILLJÓNIR Næsta skref Ara var að sigla með ferða- menn á kvótalausa bátnum sínum í kringum Vestmannaeyjar. Þessi starfsemi hans hafði ekki verið i gangi nema í tvo mánuði þegar bát hans var sökkt á dularfullan hátt við bryg- gju, eina sumarnóttina í Eyjum. „Með kvóta upp á 100 tonn var báturinn minn 16 milljó- na króna virði en eftir skerðingu mátti ég tel- jast heppinn að fá rúmar 2 milljónir fyrir hann. Þá brá ég á það ráð að nýta bátinn til að sigla með túrista, enda báturinn í fínu standi og ákaflega góður í sjó. Ég byrjaði þessa starfsemi vorið 1992 en um mitt sumar var bátnum sökkt við bryggjuna í Eyjum. „Mér þótti það skrýtið að litla pennastrikið frá ráðuneytinu gæti ekki dugað á skuldirnar líka. Ég reyndi að klóra i bakkann, skrifaði ráðuneytinu margsinnis og sömuleiðis uitiboðsmanni Alþingis." Það varð aldrei uppvíst hvað gerðist en lögreglan í Vestmannaeyjum vildi ekki rannsaka málið. Áður en þetta varð höfðu þeir fengið hringingar frá vissum aðilum í bænum þar sem hótað var að þessi bátur yrði látinn hverfa á einhvern hátt. Ég hafði upplýsingar um þessar hringingar og lögreglan staðfesti það. En það dugði ekki til þess að viðkom- andi yrðu teknir til yfirheyrslu og spurðir spjörunum úr. Lögreglan vildi ekkert að- hafast. Ég spurði einn lögreglumanninn sem svo í gegnum síma: „Ef ég hóta því í dag í þín eyru að skjóta Jón Jónsson bæjarstjóra með haglabyssu í hausinn í hádeginu á morgun - og verði hann svo skotinn með haglabyssu á morgun í hádeginu - teldirðu þá enga ástæðu til að taka mig til viðtals? Þetta kom eitthvað óþægilega við lögreglumanninn hinum megin á línunni og hans svar var þetta: „Þú stjórnar ekkert lögregiuaðgerðum hér.“ Svo skellti hann á. Væntanlega hefur hann séð hvers konar rugli rökfærslur hans voru byg- gðar á. Málið var þaggað niður, ég reyndi að fá Rannsóknarlögregluna í Reykjavík til að þrýsta á um málið en án árangurs.“ Gat ekki verið EINN Eftir að bátnum var sökkt og útséð um að haft yrði uppi á sökudólgnum sneri Ari sér til tryggingafélags síns til að fá tjónið bætt. í fyrstu neitaði félagið að borga Ara og það var fyrst nú í sumar sem hann fékk tjónið bætt eftir að hafa staðið í þrasi og deilum frá árinu 1992. Það var svo skömmu eftir að bátnum var sökkt að gömul meiðsl Ara fóru að segja til sín og svo mjög að hann hefur verið óvinnufær síðan. „Ég hafði fundið fyrir meiðslum á meðan ég stundaði trilluútgerð- ina. Þessi tvö sumur sem ég fiskaði varð ég alltaf að hafa mann með mér. Ég gat ekki verið einn, því það kom oft fyrir að ég hneig niður út af bakverkjum. Þegar þarna var komið gekk ég fyrir lyfjum og var miklu verri til heilsunnar en áður. Nú fæ ég níu þúsund krónur í örorkubætur á mánuði og stend í stappi við Tryggingastofnun um að fá þessar bætur hækkaðar.“ Þrátt fyrir hrakfarir sínar og örorku deyr Ari ekki ráðalaus. Hann hefur þekkingu á tölvum og einhverja viðskiptaþekkingu þar sem hann stundaði á sínum tíma nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands. Ari er nú farinn að nýta þekkingu sína til að framfleyta sér og sínum, en hann á konu og eiga þau sitt barnið hvort. Hann tekur t.d. að sér að gera við stýrikerfi, skrifa geisladiska, innslát- tarverkefni og annað sem til fellur. Ari sinnir þessum verkefnum heima hjá sér í Garða- bænum, en verkefnunum fer fjölgandi og ég spyr hann hvort til greina komi að setja á fót tölvufyrirtæki. Með priðju GRÁÐU I REIKI „Það fer eftir því hvort ég skána til heils- unnar. f dag get ég ekki ráðið við mikla vinnu, ég verð að geta lagt mig þegar þreytan kallar. Suma daga get ég ekki unnið lengur en til hádegis og stundum kemst ég ekki fram úr á morgnana. Heilsan hefur verið að skána aðeins undanfarið og ég vona bara að með tímanum geti ég beitt mér af meiri krafti.“ Ari lætur ekki staðar numið við tölvu- verkefni, áhugi hans beinist ekki síður að því sem nú er þekkt sem heilun eða reiki. Að sögn Ara er reiki eins konar handayfirlagning og hefur hann Jagt sig 1 líma við að læra þessa aðferð eftir að hann sjálfur undirgekkst slíka handleiðslu. „Ég er með þriðju gráðu í reiki „Togvír slitnaði og ég fékk hann í mig með þeim afleiðingum að þindin rifnaði, HRYGGJARLIÐUR BRÁKAÐIST OG ÞAÐ BLÆDDI INN Á HEILANN." FrÁ VESTMANNAEYJUM, EN ÞAÐAN GERÐI Ar| ÚT. 44 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.