Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Side 82

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Side 82
R. Sigmundsson ehf.: Margar nýjungar R. Sigmundsson ehf. sýnir nýjustu siglinga- og fiskileitar- tæki sem fyrirtækið hefur í boði á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll. Af helstu nýjungum má nefna Nucleus 2-radarinn frá Kelvin Hughes; súpersónarinn frá Kaijo; Turbo 2000-veiðitölvuna frá Sodena; Infonav/pinpoint Ecdis-siglin- gaplottera með sjókortum á geisladiski; Can radar-plotter með sjókortum; Ocean Syst- ems-höfuðlínusónar og afla- nema; nýjan gyro og sjálfstýr- ingu frá Raytheon-Anschutz; og Leica GPS-tæki með leið- réttingu. Kelvin Hughes Nuc- leus 2-radarinn er með sjálf- virkt plott á fimmtíu skipum, þar sem hægt er að teikna inn virk svæði fyrir plott í stað fjar- lægðarhrings. Gagnatenging við tölvu gefur möguleika á skráningu á togferlum skipa auk hraða og stefnu. Einnig fæst minniskort fyrir merki, siglingaleiðir og kort. Bendill sýnir lengd og breidd staðar eða fjarlægð, stefnu og áæt- laðan komutíma. Straumhraði og straumstefna birtast á skjá, bæði tölulega og sem vektor. Vegpunktar frá GPS birtast á skjánum. Öllum aðgerðum er stýrt með mús, engir fastir takkar, sem einfaldar notkun og gefur mikla möguleika á uppfærslu og endurnýjun hug- búnaðar. Val er um ýmsar skjágerðir, hægt er að hafa fleiri en einn skjá, x- eða s- band senda 5 til 30 kW og tilheyrandi loftnetsstærðir. Kaijo kcs 228z-súpersónar er með 21“ hágæðaskjá, öflug- asta sendi og botnbúnaði á markaðnum, en botnstykkið er sett saman úr 786 keramískum elementum sem gefur 6,5 gráðu skarpan geisla og há- markshljóðþrýsting 227 db rdt. Færsla botnstykkis er 1.600 mm. Skali er frá 200 til 10.000 m. stækkun er á völdu sviði, sem auðveldar greiningu við botn, sneiðmyndir í torfu, læs- ing á torfu og stillanlegur hringur fyrir köstun. Öll notkun er einföld með forritanlegu minniskorti, valmyndum og fjarstýringu með kúlu og flýti- lyklum. Hægt er að hafa auka- skjá. Auk þess er sýnt DCG- 100 doppler straumlogg, höfuðlínumælirinn KCN 300 og dýptarmælarnir frá Kaijo. Ocean Systems sýnir afla- nemann OS 1, sem þegar er í notkun í fjölmörgum íslenskum togurum. Neminn hefur reynst mjög vel, en hann er á hag- stæðu verði. Allir hlutar nem- ans eru útskiptanlegir, þannig að auðvelt er að gera við hann. Rafhlöðuending er að lágmarki níu dagar og langdrægi mjög gott. Netsweep 325-höfuð- línusónar sýnir mynd af höfuð- línuopinu á tölvuskjá. Auk þess sýnir tækið sjávarhita, dýpi á trolli og aflestur á aflanemum. Stækkunargluggi er fyrir lóðn- ingar og upptaka og endur- spilun á mynd. Micrel er há- upplausnardýptarmælir byggður á nýjustu tölvutækni. Tækið er einfalt í notkun (aðeins fjórir hnappar). Val er um allar helstu tíðnir og mis- munandi sendiafl. Tækið getur skráð uppiýsingar í allt að tvo tíma og hægt er að tengja það við litaprentara. Sodena Turbo 2000-veiðitölvan, sem er í fjöl- mörgum íslenskum fiskiskip- um, getur nú sýnt radarmynd yfir plottermyndinni. Forritinu fylgja fiskikort, sjókort og tengimöguleikar eru við Arpa- radar, dýptarmæli, sjálfstýr- ingu o.fl. Þá sýnum við öll íslensku sjókortin á cd-diski. Kortin eru unnin eftir gögnum sjómælinga íslands og eru sér- lega skýr. Einnig er sýnt pc ecdis-forrit frá ponpoint/infon- av. Can horizon 3D-radartölva er nýr og byltingarkenndur möguleiki í radartækni. Notuð er hraðvirk PC-tölva ásamt samskiptakorti. Þrívíddarnynd ásamt hefðbundinni radar- mynd. Getur sýnt skönnuð sjókort sjálfstætt eða undir radarmynd. Radarinn uppfyllir kröfur imo/solas fyrir arpa- radar. Hægt er að tengja hori- zon 3D sem aukaskjátæki við aðra radara og nýtast þá allir eiginleikar tækisins. Skjárinn er nú enn betri og vel læsilegur í mikilli birtu og frá hlið. Hugbúnaðurinn er endurbæt- tur og með ýmsum nýjungum, sem gerir tækið eitt það öflug- asta á markaðnum. Einnig sýnum við Northstar 941 xd GPS- og CSI-leiðréttingartæki, sem er mest selda leiðréttin- gartækið á íslandi. Anschutz std. 20 gyroáttaviti er ný kyn- slóð áttavita sem uppfyllir ýtrustu kröfur við erfiðustu ski- lyrði. Yfirfærsluhraði er 75 gráður á sek. Útgangsmerki er fyrir öll siglingatæki. Eftirlit er aðeins á þriggja ára fresti. Anschutz Pilotstar D er ný stafræn sjálfstýring. Hún er með tvö stillanleg kerfi og tengist gyro, seguláttavita og GPS. Einnig er sýnt Sagem sjólogg. Þá sýnir fyrirtækið lokaðar neyðarbaujur Epirt og radarvara Sart, Metmap-veð- urkortatæki, hugsun GMDSS, VHF-handstöðvar og Magna- vox Standard C- og Amplidan- skipakallkerfi.B Aukin þjónusta Víkingsins Sjómannablaðið Víkingur fæst nú í bókabúðum, en fram til þessa hefur sala blaðsins nánast eingöngu miðast við áskriftarsölu. Það er von útgefenda að áhugasamir lesendur nýti sér þessa þjónustu. Hitt er annað, að þægilegra er að vera áskrifarndi og fá blaðíð sent heim. Búið er að breyta blaðinu talsvert, útlit þess og efnistök eru með öðrum hætti en var, og hafa breytingarnar fengið góðan hljómgrunn. Sjómannablaðið Víkingur er meðal elstu tímarita á íslandi, samt er stefnt að því að hafa blaðið síungt. 82 SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.