Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Page 41
Síðan hefur hann verið í endurhæfingu og náð miklum bata. Reyndar er hvorki hægt að sjá né heyra á honum í dag að hann hafi verið við dauðans dyr fyrir nokkrum mánuðum. 1 upphafi vissi enginn hversu miklum bata hann gæti náð en fjölskyldunni þykir ganga kraftaverki næst að hann skuli hafa náð fullu valdi á máli og hreyfingum. Ég vissi ekki hvar ég átti heima né hvaða tegund bíllinn minn var. Læknarnir segja að það taki alveg tvö ár að ná sér á strik þegar kemur svona skarð í heilann. Svo er mjög misjafnt hvað menn tapa miklu og ná ekki aftur, en þetta er allt að koma. Ég þurfti að læra að tala upp á nýtt því ég gat ekki komið upp orði. Sem dæmi má nefna að ég sótti dótturson minn á barnaheimilið og þegar ég kom þangað var mér ómögulegt að muna nafnið á honum. Það var eiginlega sjálfhætt í vinnunni og mér finnst bara gott að vera hættur og búinn að selja minn hlut í fyrirtæk- inu. Enda búinn að gera nóg. Ég lifði góða tíma í fiskveiðunum, alltaf nóg að hafa og uppgangur í þjóðfélaginu fylgdi í kjölfarið. Núna er þessi tími búinn og við þessir gömlu teljum okkur heppna að hafa verið hættir þegar kvótinn kom,“ segir Hans Ragnar Sigurjónsson, fyrrverandi togaraskipstjóri. ■ Sjómannablaðið Víkingur 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.