Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Síða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Síða 38
Fyrir tveimur árum varð Hans Ragnar Sigurjónsson, fyrrverandi togaraskipstjóri, fyrir því áfalli að fá blóðtappa við heila. Hans var heima í hádegismat þegar áfallið reið yfir. Honum var komið undir læknishendur strax og nú tveimur árum síðar er hann kominn til heilsu á ný. Hans, oftast kallaður Hansi, er fæddur í Vestmannaeyjum árið1927 og bjó þar til sautján ára aldurs. Hann reri þrjár vertíðir frá Vestmannaeyjum en ákvað að flytja suður þar sem togaravæðingin var. Ég var tilbúinn aðstökkva „I Vestmannaeyjum var útgerð smábáta en í Reykjavík var meiri möguleiki á að fá pláss á stærri bátum eða togurum. Ég kom til Reykjavíkur árið 1944. Fyrst réð ég mig á línuveiðarann Armann en fljótlega komst ég um borð í Gylli gamla, sem var í eigu Kveld- úlfsútgerðarinnar,“ segir Hans. „Það var mikill munur að komast um borð í togara, stærra skip og matur um borð í stað skrínu- kostsins sem maður vandist um borð í vertíð- arbátunum. Ég kunni strax við togara- mennskuna og ekki síst vegna þess að möguleikar á tekjum voru meiri.“ Hans fór aðeins þrjá túra á Gylli og þaðan á Surprise og síðan á Þórólf. Af Þórólfi fór hann í Stýrimannaskólann árið 1946. Frá Stýrimannaskólanum tók hann meira fiski- mannapróf árið 1948. Eftir það lá ekki annað fýrir en að eyða starfsævinni á sjó. „Það var nú ekki mikið í boði hvað varðar framhaldsnám í þá daga. Launin til sjós voru líka betri en þekktist í landi. Upp úr stríðs- lokum var mokfiskirí á miðunum við landið og gekk mjög vel,“ segir Hans. Að skólanum loknum var Hans um borð í ýmsum togu- rum, meðal annars sem bátsmaður á Goðanesinu. Hans fyrsta stýrimannspláss, sem annar stýrimaður, var um borð í Þorkeli mána árið 1952 með Hannesi Pálssyni sem verið hafði með Gylli og síðar Ingólf Arnarson. Þorkell máni var einn af nýsköpunartogurunum í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Eftir tvö ár um borð í Þorkeli mána fór hann á Hallveigu Fróðadóttur, sem einnig var í eigu BÚR. Þar var hann 1. stýrimaður í þrjú ár er hann tók við skipstjórastarfmu á Jóni Þorlákssyni í eigu sömu útgerðar. Þegar Þormóður goði kom nýr til landsins árið 1958 var Hans ráðinn skipstjóri. Þormóður goði kom í stað Jóns Baldvinssonar sem strandað hafði við Reykjanes. Það tók Hans því ekki nema tíu ár frá því hann lauk prófi að fá nýjan togara í hendur. Þurfti að smala áhöfninni saman Hansi segir að á þessum árum hafi verið erfitt að fá góðan mannskap um borð í toga- rana. Síldarævintýrið var í algleymingi og í það sóttu yngstu og hörðustu sjómennirnir. „Fyrstu árin þurfti maður að smala saman áhöfninni um allan bæ - í misgóðu ásig- komulagi - til að manna skipin. Astandið lagaðist þegar færeysku sjómennirnir komu til landsins. Það var töluvert atvinnuleysi í Færeyjum og dugandi menn sóttu vinnu hingað. Þeir sem voru kærulausastir duttu hreinlega út en aðrir tóku sig á. Það verður þó að viðurkennast að margir þessara manna voru hörkukallar á sjó. Færeyingarnir voru toppmenn og reyndust okkur vel,“ segir Hans. Eftir rúmt ár með Þormóð goða fékk Hans tilboð frá Akranesi um að taka við nýjum togara, Víkingi, en það skip var Hans lengst með. Víkingi, sem er 1.000 tonna skip, hefur verið breytt í loðnuskip og hann er enn meðal aflasælustu skipa íslenska flotans. „Víkingur var mjög gott skip. Þormóður goði var mjög góður en Víkingur var betri,“ segir Hans ákveðið. „Víkingur var stærri og fór ekki eins illa með sig í slæmu veðri. Alltaf var gert út frá Akranesi en ég gerði það að ski- iyrði að þurfa ekki að flytja frá Reykjavík. Það voru margir hræddir við að taka þessi stóru skip þegar þau komu fyrst. Ég var tilbúinn að stökkva og það gekk upp.“ Víkingur kom til landsins 1960 og Hansi var skipstjóri frá upphafi til ársins 1972 eða í þrettán ár. Hann rótfiskaði á Víkingi, eins og á fleiri skipum. Oftast var sótt á fjarlæg mið 38 Sjómannablaðið VIkingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.