Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 14
SKÖGRÆKT OG TRJÁRÆKT Á ÞESSARI ÖLD Á árunum fyrir og eftir aldamótin voru það aðallega danskir menn sem sýndu skógræktarmálum áhuga hér- lendis. Fyrir þeirra tilstilli var komið upp gróðrarstöðvum og þeir sögðu fyrir um meðferð skóga. En þáttaskil urðu í sögu íslenskra skóga með tilkomu fyrstu skógræktarlaganna sem samþykkt voru á Alþingi 1907 eftir mikiö málþóf og næsta ár var skipaður fyrsti skógrækt- arstjóri íslands. Með skógræktarlögunum var merkum áfanga náð, en framkvæmdir urðu ekki miklar fyrst í stað. Almenning í landinu skorti trúna á möguleika til trjá- og skógræktar og ekkert afl var í landinu sem kynt gæti áhugann. Ung- mennafélögin tóku að vísu skógræktar- mál á stefnuskrá sína, skáldin ortu hvatningarijóð en fjármagn skorti. Hins vegar var mikið unnið að friðunar- málum og má reyndar segja að með til- komu gaddavírsins hafi orðið viss þáttaskil í þvi tilliti, þvi þá var fyrst hægt að friða skóglendur í stórum stíl fyrir ágangi. Þá var Hallormsstaða- skógur friðaður og Vaglaskógur og fleiri smærri svæði. I grein eftir Guttorm Pálsson sem birtist í ársriti Skógræktarfélags íslands árið 1954 og heitir: Mörkin og gróðrar- stöðin á Hallormsstað, 50 ára minning, segir: Allt til 1902 var ógerlegt að friða land í stórum stíl. Túnræktin var á byrjunar- stigi. Þúfnasléttun var þá að byrja, er nýja öldin gekk í garð. Skógræktin var þá að heita má óþekkt með ö'lu. Að vísu var hafin gróðursetning í smáum stíl á Þing- völlum og við Grund í Eyjafirði en á Austur- og Norðurlandi hófst undir- búningur 1901 — 1902. Ræktunarmöguleikar voru því nær ótakmarkaðir hér á landi en þeir voru ónotaðir að mestu. Landið var beitt til hins ýtrasta en ræktarland, tún og áveitulönd voru smáblettir á víðáttu- miklu landi, sem fylgdi flestum jörðum og túnin höfðu minnkað í stað þess að færast út, ef búskapur átti að blómgast og vera sæmilega öruggur atvinnuvegur. Skógarnir voru horfnir að mestu um land allt en það sem eftir var af skógum og kjarri, sætti illri meðferð. Hvernig átti að verja landið fyrir ágangi búfjárins þegar ekkert var girðingarefnið? . . . Árangur af friðun kom fljótt i ljós og í kjölfar vaxandi trúar á möguleika skóg- ræktar kom stofnun Skógræktarfélags íslands á Þingvöllum i tengslum við Al- þingishátíðina 1930. Á árunum 1920—30 var farið að flytja inn allskonar trjáplöntur í garða og enn mætti telja tímamót þegar fengið var eitt pund af síberísku lerkifræi til Hallormsstaða og sáð í gróðrarstöðina þar árið 1933. Það hefur vaxið með miklum ágætum og er stolt skógræktar- manna. Eftir að Islendingar eignast sér- menntaða skógfræðinga verða miklar framfarir í trjá- og skógræktarmálum og margskonar tilraunir hafa verið gerðar með góðum árangri. Á vegum Skóg- ræktar rikisins hafa verið flutt til lands- ins fræ og plöntur frá ýmsum heims- hlutum þar sem veðurskilyrði eru álika og hér og hafa margar tegundir dafnað ágæta vel. Nú er svo komið að hér eru í ræktun 17 tegundir barrviðar og 28 tegundir lauftrjáa auk fjölda runnateg- unda. Til samanburðar mætti geta þess að fyrir 40 árum voru aðeins 4 tegundir trjáa hér í ræktun. Hæstu tré hér á landi eru nú 14—15 metrar og bolurinn á þeim gildustu 40—50 cm í þvermál. 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.