Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 16
gróðrarstöðvarinnar á vegum þess komst verulegur kippur í trjáræktar- áhuga á Akureyri og ber Lystigarðurinn þar þvi framtaki fagurt vitni og reyndar allt yfirbragð bæjarins. Varðandi trjárækt i Reykjavík segir Hákon Bjarnason fyrrverandi skóg- ræktarstjóri í bók sinni „Ræktaðu garð- inn þinn“ sem út kom síðasta ár: f Reykjavík var fyrstu trjáplöntunum plantaö við Innréttingarnar en þær urðu að engu á skömmum tíma. Sá fyrsti sem hafði erindi af sínu erfiöi var L.A. Krieger stiftamtmaður. Hann lét gróðursetja 3 eða 4 reyniviði við bústað sinn sem var gamla Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu. Voru þeir um 4 fet á hæð árið 1834 að sögn Englendings sem þá var hér á ferð. Einn þessara reyniviða var á lífi 1860 og var þá um 4 metrar á hæð en hann hverfur úr sögunni fyrir 1865 og veit enginn hvað honum hefur orðið að aldurtila. Trjárækt hefst að nýju í Reykjavík þegar Sigríður Bogadóttir kona Péturs biskups Péturssonar og Árni Thorsteins- son landfógeti flytja til bæjarins um og eftir miðja 19. öld. Létu þau sækja reyniviði suður í Almenninga og gróður- setja í garða sína. En þegar Schierbeck landlæknir sest að í Reykjavík árið 1882 hefst trjárækt og margskonar garðrækt til vegs og virðingar. Þeir Schierbeck og Árni Thorsteinsson stofnuðu Hið ís- lenska garðyrkjufélag árið 1885 og leiddi það margt gott af sér i garðræktinni. Mestu máli skipti þó, að árið 1890 réðst Einar Helgason til Schierbecks þá 23 ára að aldri. Einar lærði síðan garðyrkju í Danmörku og kom til íslands árið 1898. Þá var komið á fót gróðrarstöð í Reykja- vík sem Einar veitti forstöðu fram til 1920 en fyrir starf hans óx trjáræktin í Reykjavík að miklum mun. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mörgum áfanganum náð. Áhugi Reykvíkinga og skilningur á gildi trjáræktar í görðum hefur stöðugt farið vaxandi og segja má að borgin hafi mjög breytt um svip til hins betra síðustu áratugi. En gefum Hákoni Bjarnasyni orðið aftur. 1 afmælisriti Búnaðarbanka ís- lands 1980 segir hann: Á allra síðustu árum hafa fagrir garðar vaxið upp um land allt. Margir hverjir með hávöxnum trjám. Fjöldi manns hefur því kynnst mætti trjánna í þvi að veita skjól fyrir hvössum vindum og auka mátt sólargeislanna. Svo kann að fara að sum þessara trjáa vinni sér forna helgi á ný. En garðtrén vikka líka sjónhring okkar. Þau sýna svo að ekki veröur um villst að skjólbelti umhverfis ræktunar- lönd geti bæði aukið uppskeruna og gert hana árvissari. Þegar garðtrén verða há og gild mun það varla fara fram hjá neinum að hér á landi geta vaxið tré í skógum og til fullkominna viðarnytja. Víðlendir skógar gefa margfalt meiri nytjar af sér en allur almenningur gerir sér ljóst. Þeir eru hlíf og skjól fyrir lág- vaxnari gróður og margskonar dýralíf, auka frjósemi jarðvegs, vernda hann gegn hvers konar skemmdum og upp- blæstri, miðla úrkomuna, draga úr skriðuhættu og milda veðráttuna. Ekkert af þessum gæðum er unnt að mæla með nákvæmni eða meta til fjár enda þótt þau liggi í augum uppi. Hins vegar vaxa trén á ári hverju og viðurinn sem af þeim fæst er mælanlegur og hann má nýta til fjár. Skógar cru lind hráefna sem er gulli betri og sú lind þarf aldrei að þrjóta, ef rétt er með hana farið. Skógrækt á að haga á þann veg að menn hirði aðeins þann við sem að öðrum kosti flyti af nægtaborði náttúrunnar, og grisjun og skógarhögg á að fara svo fram að nýr skógur vaxi upp sjálfsáinn og ungviðið komist á legg af sjálfsdáðum. Rétt meðferð og ræktun skóga er hvað næst því að vera eilífðarvél en slík tæki hafa verið óskadraumur mannkynsins í margar aldir . . . Hér á landi hefur almenningur haft litla trú á skógrækt til viðarnytja fram að þessu. Ástæðurnar eru margar og of langt 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.