Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 68
gengur við Bermúda á 90—1800 m dýpi. Undan Asóreyjum og Bahama allt niður á 5500 m dýpi. Skyldar tegundir finnast í Kyrrahafi og Indlandshafi. Hér varð trjónuáls fyrst vart í april 1979 í leiðangri á r.s. Bjarna Sæmundssyni djúpt undan SV-landi (62°43’N — 24°24’V). Lífshættir: Miðsvæðis- og djúpfiskur á 90—5800 m dýpi. Fæða er einkum rækja, ljósáta, litlir djúpfiskar t.d. lax- síldir, fisklirfur o.fl. Fjölbroddabakur Polyacanthonotus (Polyacanthonotus) rissoanus (de Filippi & Vérany, 1859) Fjölbroddabakur er frekar lítill fiskur — sá stærsti sem veiðst hefur var 41 sm. Hann er langvaxinn og mjög þunnvax- inn mesta hæð er við upphaf raufarugga og smámjókkar fiskurinn þaðan til beggja enda og endar sporðurinn í oddi. Höfuð er allstórt, frammjótt og boga- dregið að ofan en slétt að neðan. Munnur er neðan á höfðinu og mjög lítill og ná skoltar ekki að augum. Á skoltum og gómbeinum er röð af ör- smáum tönnum. Augu eru stór. Mest áberandi er bakugginn sem er 27 — 34 stakir broddgeislar með engri himnu á milli. Fyrstu geislarnir eru á milli tálknaloks og eyrugga. Fyrstu 5 bak- uggageislarnir eru styttri en hinir sem á eftir fara en þeir eru um hálft þvermál augna á lengd. Bilið á milli geislanna er jafnlangt. Bakuggageislarnir ná vel aftur fyrir miðjan fisk. Raufaruggi er langur, nær frá rauf og aftur á stirtlu- enda en sporðblaðka er engin. Raufar- uggageislarnir eru þéttstæðir brodd- geislar að framan samtengdir himnu og liðgeislar aftast. Kviðuggar eru rétt framan við raufina og í meðallagi stórir og eyruggarnir eru hliðstæðir, frekar langir og liggja vel aftan við tálknalok. Hreistur er smátt og nær fram á höfuð og um allan kropp. Rák er greinileg frá tálknaopi og aftur fyrir broddgeisla raufarugga. Litur er gráblár að ofan en dökkblár að neðan. Mjög dökkblár í kringum munninn og á tálknalokum. Heimkynni: Fjölbroddabakur hefur fundist í vestanverðu Miðjarðarhafi, NA-Atlantshafi við Asóreyjar, SV-lr- land og hér við SV-ísland. I NV-Atlantshafi í Davíðssundi við V- Grænland, við Nýfundnaland og viðar. Hér fannst fjölbroddabakur fyrst í leiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar á r.s. Bjarna Sæmundssyni í apríl 1980 djúpt undan SV-landi (62°26’N 25°06’W). Var hann 176 mm langur. Lífshættir: Fjölbroddabakur er djúp- fiskur og botnfiskur sem fundist hefur á 420—2000 m dýpi. Um hrygningu er ekkert vitað en fæða samstendur mest af smákrabbadýrum, sæfíflum og bursta- ormum. Fjölbroddabakur Polyacanthonotus (Polyacanthonotus) rissoanus (de Filippi & Vérany, 1859) (úr Goode & Bean, 1895). 62

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.