Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 53

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 53
>z vegur og gróður var á milli steinanna. Alls var safnað 421 saursýni í 13 söfnunarferðum (Tafla I). Saursýni voru frá fyrstu 10 mánuðum ársins 1978, en vegna snjóalaga reyndist ekki unnt að safna saur eftir 30. október. Saur fannst aðallega á efri hluta svæðisins, í nánd við greni 4(1. mynd), alls um 40% greindra saursýna. Saur fannst á þessum slóðum allan athug- anatímann og bendir það til þess að minkur hafi haft þar nokkuð stöðuga búsetu. Einnig fannst saur mestallan athuganatímann í nánd við greni 1, alls um 12% greindra saursýna. Önnur saursýni (um 48%) fundust nokkuð jafndreifð um svæðið milli grenja 1 og 4. Algengast var að finna saur á bakk- anum og smátöngum er skaga út í vatnið. Einnig var saur við holur sem lágu niður undir holbakka. Minkur getur ferðast langar leiðir undir hol- bökkum og ísskörum, en oft myndast holrúm milli íss og vatnsborðs með löndum er vatnsrennsli minkar í kulda- tíð. Minkur hvarf af svæðinu milli grenja 1 og 4 í júlí—ágúst og saur fannst þá einungis efst og neðst á svæðinu. I Iok júní fundust 2 greni um miðbik svæðis- ins (greni 2 og 3), þar sem dýr héldu sig þá. Mánuði siðar voru grenin yfirgefin og engin ummerki um að minkar hefðu komið þar síðasta mánuð. Mikil umferð stangveiðimanna í nánd við grenin hefur sennilega truflað minkana og þeir flutt sig eða verið drepnir. Af þessum sökum gætir e. t. v. einstaklingsbundins fæðuvals meira í júlí og ágúst heldur en 1. mynd. Loftmynd af athuganasvæðinu við Sog í Ámessýslu. — Aerial view of the study area at River Sog, South Iceland. 47

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.