Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 23
4. mynd. Einfaldað snið af Snæfellsnessamhverfunni í Hvammsfirði. — Schemalic seclion across the Snaefellsnes syncline in the Hvammsfjördur region. frá myndunarstað sínum. Heildarþykkt setlaganna er mismunandi frá einum stað til annars, frá nokkrum metrum upp í nokkra tugi metra. Ofan við Hreðavatnssetlögin taka við hraunlög sem hallar um 6—7° SA. Hraunlagið næst ofan á setlögunum á hverjum stað, ber þess merki að hafa runnið út í vatn. Oftast er neðsti hluti þess óreglulegir bólstrar með móbergshroða á milli. Miðjan er reglulega stuðluð og stór- stuðluð og efst er kubbaberg. í Langavatnsdal (4. mynd) virðist hafa verið töluvert mishæðótt landslag. Þar hafa yngri hraunlögin runnið upp að og að lokum kaffært nær 200 m háa hlíð. Hraunlögin munu eiga upptök sín í rekbelti því (Snæfellsnessamhverf- unni) sem verið hefur þar sem Hvammsfjörður er nú (2. mynd) og hefur land þvi staðið allmiklu hærra sunnan þess (4. mynd). Á Skarðsströnd er svonefnt Tinda- mislægi sem má rekja allt norður í Kollafjörð á Ströndum. 1 þessu mislægi eru einnig nokkuð þykk setlög með plöntuleifum (Tindasetlögin). Þau eru þykkust og mest áberandi milli Fagra- dals og Skarðs. Jarðlögin sem liggja ofan Tindasetlaganna eru af svipuðum aldri og lögin ofan á Hreðavatnssetlögunum í Hítardal og má telja nokkuð víst að þau liafi bæði myndast á svipuðum tíma, sitthvoru megin, í útjaðri rekbeltisins sem lá um Hvammsfjörð (4. mynd). Aldursmunur jarðlaga ofan og neðan Hreðavatnsmislægisins í Hitardal og Tindamislægisins virðist ekki vera ýkja mikill (sbr. kaflann um aldur jarðlaga) og er nærtækt að draga þá ályktun, að ekki hafi verið verulegt hlé á eldvirkni (upphleðslu) heldur hafi upphleðslan verið óvenju hæg, og því hafa roföflin náð sér á strik og verið afkastameiri um tíma en uppbyggingaröflin og setlögin því náð að myndast. ALDUR OG GERÐ JARÐLAGA Meginhluti jarðlaga á Vesturlandi er tertíer að aldri (þ. e. eldri en 3.1 milljón ár). Yngri lög eru næst Reykja- nes-Langjökulsrekbeltinu og á Snæ- 17 2

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.