Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 32
9. mynd. Þróun rekbelta á Islandi. Sverar línur tákna rekbelti en grannar þvergengisbelti. Brotnar línur með punktum tákna anómalíu 5. Stjarna sýnir það svæði sem spennusviðs- myndin á við. Skástrikuðu svæðin tákna berg sem myndast hafði á hverjum tíma. Heimildir um aldur bergs eru þær sömu og í 7. mynd auk Ágúst Guðmundsson og Birgir Jónsson (1979), J. L. Aronson og Kristján Sæmundsson (1975), N. D. Watkins og G. P. L. Walker (1977). — Evolution of rift zones in Iceland during last I6m.y. Heavy lines indicate rift zones, light lines fracture zone and dotted Imes Anomaly 5. Asterisk indicates the area for which theprincipal stress axes are valid. Hatched areas show rocks in existence at time indicated. Sources on the age of rocks are the same as in Fig. 7 plus: Ágúst Guðmundsson and Birgir Jónsson (1979), J. L. Aronson and Krislján Sœmundsson (1975), N. D. Walkins and G. P. L. Walker (1977). burði hefur lárétt skerspenna á Vestur- land að mestu horfið og skjálftalausnir gefa nú til kynna siggengishreyfingar á NV—SA-brotunum í Borgarfirði (Páll Einarsson o. fl. 1977). Aftur á móti myndast lárétt skerspenna á Suðurlandi svipað og áður á Mýrunum (9. mynd a, c). 1 þessu spennusviði mynduðust N—S- og NA—SV-brot. I uppsveitum Árnessýslu, einkum í Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum, er aragrúi slíkra brota (Ingvar B. Friðleifsson o. fl. 1980) og minna þau mjög á brotin í jarðlaga- staflanum neðan Hreðavatnssetlag- anna. Næsta skref var að eldvirkni í norðurhluta Austurrekbeltisins, sem fór í gang fyrir 3—4 milljón árum (Kristján Sæmundsson 1974), breiddist út til suðurs fyrir um 2 milljónum ára (9. mynd d), svipað og Reykjanes-Lang- jökulsrekbeltið hafði gert áður. Á milli Reykjaneshryggjarins og Reykjaness annars vegar og Austurrekbeltisins hins vegar hefur svo myndast þvergengis- belti sem staðsett hefur verið með athugunum á stóru Suðurlandsskjálft- unum (Páll Einarsson og Sveinbjörn Björnsson 1980). Næsta skrefið verður e. 26

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.