Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 18
trjátegunda sem unnt er að treysta og byggja á. Ótviræðar mælingar á vexti þeirra sem lengst hafa vaxið hér, sýna að vöxturinn nemur frá þrem og allt að sjö teningsmetrum viðar ár hvert á hektara lands. Til samanburðar má geta þess að vöxtur islenzka birkisins er um einn ten- ingsmetri á ári þar sem skilyrði eru sæmileg. Hér hafa 13 tegundir barrtrjáa og 6 tegundir innfluttra lauftrjáa borið þroskað fræ á undanförnum árum og flestar þeirra margoft. Trjáplöntur af innlendu fræi fara innan skamms að skipta milljónum en elstu trén af fræi landnámstrjánna eru nú að nálgast þri- tugt og eru um 5 metrar á hæð. Verður þess ekki langt að bíða að þau fari að bera fræ. Þó er annað atriði ekki minna virði, að sumar tegundanna eru farnar að breiðast út af sjálfsánum trjám og sjálf- sáningin fer i vöxt með hverju árinu sem liður. Þessi tvö atriði sýna betur en allt annað, að trjátegundirnar hafa haslað sér völl í gróðurriki fslands. Af þessum orðum fyrrverandi skóg- ræktarstjóra sem manna best veit um möguleika til trjá- og skógræktar á Is- landi, skyldu menn ætla að stjórnvöld og almenningur hafi verulega látið til sín taka gagnvart þessu þjóðþrifamáli. Þó er langt í land að þess sjáist merki og mikið verk óunnið. Þau eiga enn við upphafsorðin i Ijóði Guðmundar Böðvarssonar „Skógur íslands“: Einmana er björkin vaxin á votum teigi vini er ekki að sjá að hún neins , staðar eigi I grein eftir Sigurð Blöndal skóg- ræktarstjóra í síðasta árgangi Ársrits Skógræktarfélags íslands, sem nefnist: Mynd frá landbúnaðarsýningu ís- lenzkra sveita segir á einum stað: — Já, ég finn til með gróðurlendi ís- lands. Þrjátiu kynslóðir fslendinga og einni betur, sem nú lifir, hafa farið þannig með það, að tilsvarandi meðferð á dýrum hefði varðað við dýravernd- unarlög. Þessar 30 kynslóðir og einni betur hafa með öllu eytt helming þess. Það er mikil sjálfsblekking að imynda sér að skella megi skuldinni á blind nátt- úruöfl fyrir eyðingu gróðurlendisins. Áður en hin fyrsta af hinum 30 kynslóð- um nam hér land, höfðu hin sömu nátt- úruöfl verið að verki i árþúsundir — og hér draup smjör af hverju strái. Á þetta benti Sæmundur Eyjólfsson þegar fyrir síðustu aldamót. Það eru ekki blind náttúruöfl, heldur blind mannavöld, sem gefið hafa gróðurlendi íslands þá ásýnd sem það hefur i dag . . . . . . f birkiskóginum á Hallormsstað er gróðurlendi sem komið er i jafnvægi eftir margra áratuga hvíld. Það hefur verið i hjúkrun og hefur að fullu náð sér. Það er þetta land sem ég hef haft fyrir augunum mestan part ævinnar, og ég nefndi fyrr i þessu spjalli að mótað hafi hugmynd mína um það, hvernig landinu væri eðlilegt að vera. En áfram með dæmið. Utan girðingarinnar á Hallormsstað á skóglausu valllendi er gróður, sem hefur verið þrautpindur um aldir af ofurþunga beitar. Þetta gróðurlendi er eins og fangi í þrælabúðum: Aðeins beinin og sinarnar eftir. Þó hefur þrældómnum heldur Iétt af þvi siðustu árin. Búfjárbeit hefur minnkað frá því sem var á þessum stað . . . Þá sjaldan ég fer út fyrir pollinn og kem til baka heim, er ég i öngum minum yfir hvernig Island er leikið, bert og rúið. Kannske er maður enn meira miður sin í hvert skipti sem hann hefur komið i friðaðan blett hér heima, skynjar þá mikiu grósku sem þar getur verið og kemur yfir girðinguna út á berangurinn, horfir á þær aumkunarverðu tætlur sem eftir hjara af gróðurlendi, sem stynur undan þeirri byrði sem á það er lagt. Ef þessi gróður sem er traðkaður og nauð- bitinn gæti talað eða komið upp ein- hverju hljóði væri það sársaukavein: „Hlifðu mér, lofaðu mér að vaxa, ég fæ aldrei að vaxa“. ,,Ég var barinn, mér var hrint“, sagði gamall maður í einni sögu Halldórs Laxness. Sama myndu grasið og blómin segja ef við gætum numið mál þeirra. 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.