Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 29
mynstur, en þó má skipa brotunum í þrjá flokka eftir stefnu þeirra og aldri: norðvestlæg brot (NV—SA), norðaust- læg brot (NA—SV) og norðlæg brot (N-S). NV-SA-brot. Þessi brot hafa gengið undir nafninu Snæfellsnesbrotakerfið (á ensku Snæfellsnes Fracture Zone, Kristján Sæmundsson 1967, 1978, Har- aldur Sigurðsson 1970, Ward 1971, Scháfer 1972, Haukur Jóhannesson 1975). Norðvestlægu brotin má með góðu móti rekja frá Kerlingarskarði í vestri um Mýrar allt að mynni Borgar- fjarðardala. Á svæðinu frá Kerlingar- skarði að Kolbeinsstaðafjalli í Hnappa- dal eru brotin nokkuð austlæg, en á Mýrunum eru þau norðvestlæg en slá svo aftur í austrið þegar komið er austur fyrir Norðurá í Borgarfirði. Kristján Sæmundsson (1978) getur sér þess til að austlæg brot sem eru norðvestur af Langjökli séu tengd þessu brotakerfi. I Borgarfirði hverfur þorri brotanna inn- undir Hreðavatnssetlögin en flest þeirra sem ná austar hverfa innundir minni- háttar mislægi sem myndaðist þegar eldvirkni í Reykjadalseldstöðinni fór minnkandi (Haukur Jóhannesson 1975) fyrir 4.5 milljón árum. f Hítardal ná aftur á rnóti öll NV—SA-brotin upp fyrir mislægið (Kristín Vala Ragnars- dóttir 1979), en þeim fækkar verulega skammt þar fyrir vestan, og í bergi sem er af svipuðum aldri og í Borgarfirði (þ. e. 6.5—7.0 m. ára). Þess verður heldur ekki vart að fall (stærð) misgengjanna sé minna ofan mislægisins en neðan þess og verður því að ætla að þau hafi öll myndast eftir að mislægið og setlögin mynduðust fyrir 8.0—8.3 m. árum. í Borgarfirði mynduðust setlögin fyrir 6.5—7.0 m. ára. Því er eðlilegt að draga þá ályktun, að brot þessi hafi ekki farið að myndast fyrr en fyrir 8.0 m. árum og virkni þeirra verið mest á tímabilinu 8.0—6.5 m. árum. Virknin hefur þó verið töluverð þangað til fyrir 4.5 m. árum en síðan hefur hún verið tiltölu- lega lítil. Hreyfingar á þessum brotum hafa þó orðið allt fram á þennan dag. í Þverárhlíð er 7 m misgengi í malarhjalla frá lokum ísaldar (Kristján Sæmunds- son 1967) og síðast var hreyfing á aust- lægum misgengjum innst í Þverárhlíð í skjálftunum vorið 1974 (Páll Einarsson o. fl. 1977). Á Snæfellsnesi hefur aðeins fundist eitt misgengi sem hreyfst hefur eftir að ísöld lauk. Það hreyfðist samfara eldgosi í Rauðamelskúlum í Hnappadal og sker brotið m. a. nútímahraun á fjallinu upp af Þverá. Rauðamelskúlurgusu fyrir um 2600 árum (Kristján Sæmundsson 1966). Á þessu svæði gaus síðast á tíundu öld, í Rauðhálsum (Haukur Jó- hannesson 1977). Eldvirkni á innan- verðu Snæfellsnesi og Mýrum er í nán- um tengslum við brotakerfið. Megin- eldstöðin í Ljósufjöllum (5. mynd) hefur verið virk síðustu 700.000 árin. Hún situr fyrir miðjum vesturenda NV—SA-brotabeltisins. Vestan eld- stöðvarinnar raða gosstöðvarnar sér á belti sem ekki er breiðara en 2 km og nær allt að Hraunsfirði. Austan eld- stöðvarinnar eru gosstöðvarnar aftur á móti á 10 km breiðu belti sem nær allt að Norðurá. Eldgos á síðarnefnda svæðinu verða eingöngu á gömlu brot- unum. Ljósufjallaþyrpingin er því nær 90 km löng og 2 til 10 km breið. Utar á Snæfellsnesi eru tvær virkar megineld- stöðvar, Lýsuskarð (þ. e. Setberg 2 og yngra gosberg hjá Haraldi Sigurðssyni 1970a), og Snæfellsjökull. Þar verður 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.