Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 16
Maó og Sjang Kaí-sék skála árið 1945, að upphafi samningsvið- rœöna þjóðeniissinna og kommúnista, sem fóru útum þúfur. valdir á Kyrrahafi. Veldi þeirra náSi frá landamærum Indlands til eyjanna rétt fyrir norðan Ástralíu. í Kína höfðu þeir talið einn af helztu leiðtogum Kúómintangs á að vera í forsæti leppstjórnar sem starfaði fyrir þá. Samtímis þessu gerðu Bretar og Banda- ríkjamenn Sjang Kaí sék æ hærra undir höfði, viðurkenndu Kína sem eitt af stór- veldum hins ,,frjálsa“ heims, sendu vistir og vopn til Sjungking frá indverskum flug- völlum og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir fall Kína. En veldi Sjangs var ekki aðeins ógnað útífrá, heldur var það líka farið að hrörna innanfrá. Emb- ættismenn hans voru gerspilltir, mikið af hjálparvistum Bandamanna fór til einka- nota, og mútur voru viðtekin regla. Gjald- miðillinn féll unz hann var kominn niður í einn þriggja milljónasta hluta þess gildis sem hann var í 1937. Þeir fylgismenn Sjangs, sem beittu aðferðum „lögreglurík- isins“, komust til mestra meta, og fanga- búðir hans urðu alræmdar fyrir grimmdar- verk. Af þessum sökum voru frjálslyndir menn, framfarasinnar og menntamenn farn- ir að hallast æ meir að kommúnistum. Eftir því sem alþýðufylgi þynntist, neyddist Sjang í æ ríkara mæli til að leita til pen- inga- og embættismanna. Stalín lýsti því yfir að Sjang Kaí-sék væri hinn sanni leið- togi Kínverja, Churchill og Roosevelt sömdu við hann sem jafningja, t. d. í Kaíró 1943, en veldi hans var maðkétið og hrörnandi. Kommúnistum í Jenan óx hinsvegar fisk- ur um hrygg. Árið 1945 réðu þeir yfir rúm- lega 450.000 ferkílómetra landsvæði með 95 milljónum ibúa. Þeir höfðu smámsaman komið sér upp rúmlega milljón manna her, sem átti ekki í neinum stórorustum við Japani, en færði sífellt út kvíar yfirráða- svæðisins í norðri, hrakti burt jarðeigend- ur og skipti löndum þeirra meðal smá- bænda, kom upp samvinnufélögum, bætti kjör kvenna og uppfræddi æskulýðinn í fræðum kommúnismans. Þessi her vann norðurherjum Japana verulegt tjón með skæruhernaði og skyndiárásum. Maó hélt áfram að styðja samstarfið við Kúómin- tang, en lét þó ekki af gagnrýni. Hann skrifaði nokkra bæklinga á þessu skeiði þar sem hann lagði megináherzlu á, að fólkið ætti að ráða og stjórna. „Við verðum að komast að raun um, hvað fólkið vill, og fullnægja því.“ Samstarf við Kúómintang gæti orðið nauðsynlegt um langa framtíð á sama hátt og auðvaldsstefnan kynni að verða nauðsynleg um langan tíma. Höfuð- óvinirnir væru erlend heimsvaldastefna, einkanlega japanska afbrigðið, og léns- skipulag sem gerði jarðeigendum fært að ná frá 40% uppí 70% af uppskeru bænd- anna. í Kína áttu 6—9% íbúanna (matið er nokkuð breytilegt) 65% af öllu jarð- næði landsins. Árið 1945 taldi Maó sig nógu öflugan til að geta heimtað stjórnarsamstarf jafningia. Sjang Kaí-sék var í erfiðri aðstöðu, því hann vantreysti kommúnistum og gat ekki átt fullt samstarf við þá, en gerði sér jafn- framt ljóst að hann kynni að stofna Kúóm- intang og sínu eigin valdi í tvísýnu, ef hann reyndi enn á ný að ganga milli bols og höfuðs á þeim einsog hann hafði gert kringum 1930. Haustið 1945, eftir að Banda- ríkjamenn höfðu varpað kjarnorkusprengj- um á Hírósjíma og Nagasakí, flaug Maó suður til fundar við sinn gamla keppinaut í því skyni að komast að endanlegu sam- komulagi. En úr því varð ekki annað en hálfverk: herir beggja aðilja voru aðgreind- ir og fjandsamlegir hvor öðrum, og leið- togarnir báru gagnkvæmt vantraust hvor til annars. Maó sagði síðar: „Hann fór með mig einsog bónda.“ Borgarastyrjöld var ó- umflýjanleg. í öndverðu vann Sjang Kaí-sék glæsta sigra. Kommúnistar voru hraktir frá Jenan og að mestu frá miðsléttunum. Árið 1947 virtist Kúómintang hafa nálega allt landið á valdi sínu. Sjang var orðinn einn af valda- mönnum heimsins, studdur af Bandaríkj- unum og í orði kveðnu af Stalín; Kína varð eitt af stórveldunum fimm í Öryggisráðinu sem höfðu neitunarvald; í maí 1948 var Sjang formlega kjörinn forseti Kína af þjóðþinginu í Nanking, sem átti að blása nýju lífi í lýðræði og framtak í landinu. Sjang lét þess getið að hann hygðist ger- sigra kommúnista á sex mánuðum. En einmitt um þetta leyti snerist gæ.fan gegn honum. Herafli kommúnista gerði skyndiárás á stórborgina Kaífeng í Mið- Kína og vann hana. í árslok 1948 höfðu allir herir Sjangs í Mansjúríu gefizt upp og geysimikið magn bandarískra hergagna fallið í hendur kommúnistum, sem beittu þeim þakklátir til að hrekja bandaríska heimsvaldasinna úr landi. Maó þrumaði gegn Kúómintang sem hann kvað vera verkfæri erlendra kúgara. í Evrópu var kalda stríðið hafið og Stalín ekki lengur líklegur til að styðja Sjang Kaí-sék, því hann sá framá nýjan og voldugan banda- mann í Kína — þó hann kynni að verða óútreiknanlegur þegar frami sækti. í ársbyrjun 1949 var skriða hinna komm- únísku hernaðarsigra komin af stað, og leiðtogar kommúnista sögðu sigurreifir: „Her okkar fer meðal fólksins einsog fiskur syndir í vatni.“ Tíentsín féll og síðan Pek- ing eftir 40 daga umsátur. Agi hersins var slíkur, að hvorki kom til rána, nauðgana né drykkjuláta hermanna — og var það alger nýlunda. Franskur fréttamaður skrif- aði: „Kínverskir hermenn sem kunnu að berjast, sem fóru ekki með gripdeildum um sigraða borg, sem sváfu á gangstéttum í stað þess að ráðast inní hús... og sem greiddu fyrir farmiða í sporvögnum, hlutu að vera hermenn frá annarri plánetu." Hinir nýju stjórnendur voru margir hugsjóna- menn, stundum ofstækisfullir, sjaldan spillt- ir. Heil herfylki með hershöfðingjum sínum og fullkomnasta bandaríska búnaði gáfu sig á vald kommúnistum. Stórborgirnar féllu hver af annarri með skömmu millibili. Á einu ári féll gervallt Kína í hendur flokki, sem ári áður hafði verið spáð sex mánaða lífi. Leifarnar af herafla Sjang Kaí-séks komust undan til eyjarinnar For- mósu, og í fyrsta sinn í heila öld lutu íbúar Kína, 600 milljónir talsins, sterkri mið- stjórn sem hafði gervallt landið á valdi sínu. Sennilega hefur aldrei fyrr í sögunni svo gífurlegt vald fallið í hendur nokkurs leiðtoga með jafnskyndilegum og áhrifa- miklum hætti. Hverskonar maður var það sem hlotnað- ist þetta mikla vald? Hann var gerólíkur mönnum einsog Hitler og Mussolini eða jafnvel Roosevelt og Lloyd George: hæglát- ur og dulur, ómannblendinn en vingjarn- legur við ókunnuga og háttvís, þó hann ætti líka til mikla hörku og einbeitni. Hann lifði óbrotnu lífi, klæddist bláum nankinsbún- ingi og hafði samskonar óbeit á munaði og Lenín. Hann var líka ósvikinn menntamað- ur einsog Lenín. í pólitískum efnum sá hann alla hluti í svörtum og hvítum litum, og pólitísk skrif hans voru einstrengingsleg og umburðarlaus. En hann var að upplagi fræðimaður og skáld. Jafnvel á Göngunni miklu hafði hann jafnan í vasanum eitt- hvert hinna klassísku kínversku rita. Hann orti mikið sjálfur undir ströngum háttum eldri skálda, þó hann liti ekki stórt á sig 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.