Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 32
entu en samruna. En það fólk, sem í dag bíður við dyr stjórn- málanna eftir því að vera kvatt til þátttöku, ætti að geta lagt grunninn að slíku flokkakerfi. Þá mundi verða auðveldara að kjósa um stefnu hverju sinni, í stað þess upphrópanaskætings, sem nú er tíðkaður fyrir hverjar kosningar. Ég er persónulega ekki í nokkrum vafa um, hvar þessar nýju flokkalínur ættu að liggja. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ásamt þeim, sem samvinnufærir eru af meðlimum Alþýðubandalagsins, gætu myndað annan flokkinn. Þá yrði Sjálfstæðisflokknum sem fyrr skipaður sess hægra megin við hinn nýja Alþýðu- og framfaraflokk. Auðvitað mundu margir ekki sætta sig við þessa skiptingu, en þeir gætu þá stigið yfir línuna í hvora áttina sem þeir vildu. Það er ekki mergur- inn málsins, hvort eitthvað tap- ast af stuðningsmönnum. Merg- urinn málsins er að koma á reglu í hinu pólitíska húsi. í samræmi við þetta væri eðli- legt að skipan Alþingis yrði tek- in til gagngerðrar endurskoðun- ar. íslendingar hafa ekkert að gera með sextíu þingmenn. Ég get ekki séð að lýðræðið hafi dregizt saman eða vaxið við fjölg- un þeirra. En á þingi eiga ekki að sitja menn, sem geta ekki gef- ið sig óskipta að þingstörfum. Það er alveg rétt, að eins og þetta er núna skiptir ekki máli, hvort þingmennskan er fimmta eða áttunda aukastarf mannsins, vegna þess að starf þingmanns á þingi í dag er að láta stjórna sér í þingflokki og lúta síðan forsjá um atkvæðagreiðslu í þingsal. Alþingi er nefnilega ekki orðinn neinn prófsteinn á lýðræðið í landinu. Það er sviplaust færi- band handa hverjum þeim, sem tekst að berja saman nægilegum meirihluta. Og gildir þá einu hvort um eitthvert saumnálar- Gísli J. Ástþórsson: Vort daglega Prentsvertan er stríðsmálning stjórnmálaflokkanna, nema það sé nærtækara að líkja henni við farðann sem leikarinn makar á sig áður en hann stekkur snar- borulega fram í sviðsljósið ell- egar við varalitinn og augna- lokablámann og kinnroðasmyrsl- ið sem samkvæmispían klínir framan í sig í þeirri trú að ætla má að hún gangi þá fremur í augun á herrunum. íslensku trumvarp er að ræða eða fjár- lög ríkisins. Ef þingmönnum væri fækkað, en stórlega bætt aðstaða þeirra sem eftir sætu, þannig að þeir hefðu skrifstofuhjálp hver og einn, þingtíminn lengdur og þingmenn gerðir frjálsari orða sinna og gjörða í öllum þeim málum, sem ekki væru stefnu- mál flokksins, mundi strax lyft- ast brúnin á pólitíkinni í land- inu. Kannski er brýnasta verk- efni í anda lýðræðis í dag að gera þingmennina frjálsa. Til þess að svo megi verða, verður að búa þeim þau skilyrði, að eftirsóknarvert kaup fylgi því að sitja á þingi, án þess að til komi tíu nefndastörf, og þing- flokksfundir séu ekki haldnir nema um stefnumál, þannig að ekki komi til atkvæðagreiðslu innan þeirra um önnur atriði. Það mætti sjálfsagt margt fleira segja um stjórnmálaflokk- ana og lýðræðið, en ég ætla að láta hér staðar numið. Ég vil aðeins ítreka, að það stendur máthótun á stjórnmála- flokkunum í landinu. Þessi hótun er komin frá nýjum kynslóðum, sem sætta sig ekki við gömlu flokkana nema þeir taki miklum breytingum. Og til þess höfum við lýðræði, að það verði notað til skynsamlegra breytinga, ann- að hvort að vilja eða frumkvæði þeirra, sem nú ráða flokkunum, eða þá með nýjum mönnum, sem mundu reiða fallöxi nýrra hug- mynda og nýrra úrlausna að gömlu og fúnu skipulagi. Við höfum fyrir okkur flokkaskipan frá öðrum tug aldarinnar, sem þróunin gerði að nauðsyn. Sú skipan byggðist á allt öðrum for- sendum en þeim sem fyrir eru í landinu í dag. Síðari tíma þró- un kallar á allsherjar endurskoð- un og fyrsti gusturinn af því kalli tímans fór um þetta land í síð- ustu forsetakosningum. Indriði G. Þorsteinsson. blað dagblöðin eru gunnfánarnir sem stjórnmálagarparnir bera fyrir fylkingum sínum þegar þeim lýstur saman í endalausu reip- togi þeirra um sál og sannfær- ingu kjósandans. Það má raunar segja að þau séu líka ífæran sem stjórnmálamaðurinn setur í rass- inn á háttvirtum kjósanda þegar hann innbyrðir hann. Það má illu heilli segja ýmis- legt misjafnt um íslensku dag- blöðin. Það má segja um þau eins og Steinbeck segir í „Can nery Row“ um hafnarstrætið að þau séu fnykur og ískrandi ó- hljóð og gamall ávani. Þau eru líka velvakandinn sem hefur ekki losað svefn í fimmtíu ár og veð- urhaninn sem snýst svo glatt stundum að minnir á skoppara- kringlu; og enn má segja að þau séu gjallarhornið sem marg- ur snarvitlaus fósinn fær óáreitt- ur að baula og öskra í svo fremi sem hann er bara vær og þægur í flokksböndunum. íslensku dagblöðin eru póli- tísk flugrit með fréttir innanum. Það hefur verið hlutskipti þeirra síðan ég man eftir mér. Sá mað- ur sem heldur að fréttamaðurinn standi keikur í brúnni og stýri fleytunni og að pólitíski skrif- finnurinn sé þá aðeins einn af hásetunum á dekkinu — sá borg- ari ætti hið fyrsta að vitja lækn- is og láta gera nákvæma úttekt á heilabúi sínu. Ég man ekki til þess að blaða- maður hlyti lof húsbænda sinna fyrir framtakssemi við frétta- öflun ef fréttin varpaði minnsta skugga á flóðlýsta ásjónu Flokks- ins: ekki í eitt einasta skipti! En ég man legíó djöfullegra augnaráða sem blaðamaður hef- ur þegið að launum fyrir heiðar- leg vinnubrögð og er meira að segja svo lánsamur að vera sjálf- ur í flokki þeirra sem geta stát- að af því að hafa setið fyrir manndrápsaugunum oftar en einu sinni. Ef þetta væri ekki grátlegt þá væri það yfirþyrmandi hlægilegt. Ég man þmámæltan stjórnmála- skörung sem belgdi sig eins og þrumuský yfir höfuðsvörðum blaðamanns sem hafði orðið það á í önn dagsins að birta ljós- mynd af stjórnmálaskörungnum sem var svo óhugnanlega lík hon- um að maðurinn ætlaði að springa af bræði. Ég man tvo pólitíska stórskotaliðsforingja þrátta um það fyrir framan prentsmiðjudyr hvort væri snið- ugri pólitík að láta blaðið segja að harðsnúinn andstæðingur þeirra hefði talað yfir tómu húsi eða tíu aflóga kellingum, þegar sannleikurinn var þvert á móti því miður sá að það hafði verið fullt út úr dyrum hjá árans manninum. Ég man stórmeistar- ann í refskákinni sem gerði mér tilkall gegnum síma klukkan lið- lega sex að morgni á stórhelgum degi af því ég hafði látið birta frétt um atburð í plássi nokkru úti á Reykjanesi sem átti að þegja í hel af hernaðarlegum ástæðum. Þessa manns biðu veg- tyllur hins útsmogna og kaldrifj- aða og óseðjandi tækifærissinna. Vasar hans eru enn þann dag í dag bólgnir af illfengnum auði. Drottinn blessi minningu hans þegar stund hans rennur upp, því að ég geri það ekki. Pólitísku dragbítarnir á blöð- unum spyrja ekki fyrst hvernig barninu hafi reitt af sem ölvaði bílstjórinn ók yfir um morgun- inn: þeir spyrja fyrst um flokks- markið á bílstjóranum. Ég ýki ekki að ráði. Það er engin til- viljun hvort fréttin um fjársvika- málið kemur undir fimm dálka heimsendafyrirsögn á fremstu síðu ellegar henni er potað með fingrafimi sjónhverfingamanns- ins innundir hjónabandstilkynn- ingarnar bak við auglýsingadálk- ana innst í blaðið. Þeir hálustu geta sagt fréttina þannig og sniðið henni þannig stakk að greindarmenn geta hvorki ráðið af lestri hennar hver sé bann- settur skálkurinn né hvað sé eiginlega verið að fjasa um; svart er orðið hvítt eða að minnstakosti svo kámugt að það er ólæsilegt; en margur íslend- ingurinn hefur að vísu lært að lesa á milli línanna og getur dregið rökréttar ályktanir af hundakúnstum sjónhverfinga- mannanna. Ofurkapp pólitísku pennanna væri kátbroslegt ef þeir stefndu ekki að því að gera okkur öll- sömun að flónum. Þeir eru þar að auki þvílíkt farg á blaða- mannastéttinni að hún rís naum- ast undir því. Öll blöðin eiga ærlega og drengilega blaðamenn sem mundi ekki koma til hugar að stinga ömmu sinni undir stól hvað þá vandalausum ef þeim þætti hún hafa unnið til þess að komast á prent. Þeir eru eng- ir öfgamenn þannig séð en þeim svipar allt um það að einu leyti til hvítasunnumannsins eða jafn- vel trúboðans í myrkustu Afríku, nefnilega að þeir trúa því í ein- lægni að boðorðin tíu séu til þess að halda þau en ekki til þess að sparka þeim eins og rifinni tuðru út í hafsauga þegar svo þykir henta. Þeir trúa því fram í rauð- an dauðann að það sé frum- skylda blaðamannsnis að segja fréttina eins og hún kemur fyrir af skepnunni en hreint ekki að skjóta henni undan eða skrum- skæla hana þannig að sannleik- urinn stendur á höfði úti í mýri og lygin hreykir sér glaðhlakka- lega á iljum hans. Þeir fara ekki viljandi í mann- greinarálit og þeir eru ekki með svartan blett á tungunni og þeir þumbast við. Drottinn minn, hvað þeir þumbast við! Ætli nokkrar manneskjur undir sól- inni hafi mátt troða marvaðann lengur til þess að halda nösun- um uppúr? Nú spyr einhver af gefnu tilefni: en af hverju fara 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.