Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 53
þá sök, að jafnskjótt og vopnahléð komst á laust saman andstæðum Frakklands og Bretlands, er legið höfðu niðri meðan þessi ríki urðu að berjast saman upp á líf og dauða. Með Frakklandi og Bretlandi varð djúpstæður ágreiningur um það, hvernig fara skyldi með Þýzkaland. Um leið og sverð voru slíðruð hvarf Bretland aftur til þeirrar stefnu, sem verið hafði því leið- arljós um aldir: að ekkert eitt ríki yrði annarra ofjarl á meginlandi Evrópu. í þessu tilviki varð að sjá svo um, að Frakkland yrði þar ekki allsráðandi að stríðinu loknu. Bretar vildu svipta Þýzkaland öllum ný- lendum þess og flota, herskipum og kaup- skipum, þ. e. á þeim sviðum, þar sem Þjóð- verjar höfðu seilzt til heimsvalda. En þeir vildu ekki skerða um of aðstöðu Þýzkalands í Evrópu. Það var ekki brezkt veglyndi við sigraðan keppinaut, er réð því, að Lloyd George vildi sýna Þýzkalandi linkind, held- ur brezkir heimsveldishagsmunir. Afstaða Frakklands markaðist af minni- máttarkennd gagnvart hinum volduga og herskáa granna í austri. Tvisvar á hálfri öld höfðu Þjóðverjar gert franska grund að orustuvelli. Þeir höfðu mikla yfirburði að því er varðaði iðnaðarmátt og þó einkum mannafla. Það var því skýlaus krafa Clem- enceau og franska herforingjaráðsins að sauma svo að Þjóðverjum, að þeir gætu aldrei framar farið með her inn í Frakk- land. Því fleiri lönd og héruð sem tekin voru af Þýzkalandi því betur mátti jafna mismuninn á mannafla Fi’akka og Þjóð- verja. Því var það krafa Frakklands að losa öll þýzk héruð vestan Rínarfljóts úr tengslum við Þýzkaland, gera þau að sjálf- stæðu ríki undir hernaðarlegu eftirliti Frakklands og bandamanna þess. Þessi krafa vakti ofboð og skelfingu bæði hjá Wilson og Lloyd George og eftir harð- vítugar deilur urðu Frakkar að falla frá henni, en um stund virtist draga til fullra vinslita með Bandamönnum. í friðargerðinni við Þýzkaland var því lýst yfir, að Þjóðverjar bæru einir sök á heimsstyrjöldinni — og hefur sögulegum sannleika sjaldan verið nauðgað jafn blygð- unarlaust. Þjóðverjum var gert að greiða bætur fyrir allt það tjón, er þeir höfðu unnið á óbreyttum borgurum Bandamanna á stríðsárunum — upphæðin var ekki nefnd í samningnum, en síðar var hún ákveðin 32 milljarðar dollara, en í reynd greiddu Þjóðverjar ekki nema örlítinn hluta af þessari risaupphæð, sem var hvort tveggja í senn: fáránleg og ógreiðanleg. Þýzki her- inn var takmarkaður við 100.000 manns, honum voru bönnuð öll þungavopn, þar með taldar flugvélar. Flotinn mátti ekki vera nema sex herskip, en kafbátar bannaðir með öllu. Bandamenn skyldu hafa hersetu í Rínarhéruðum um 15 ára skeið, og lengur, ef nauðsynlegt væri talið, en þrjátíu mílna breitt svæði austan Rínarfljóts skyldi vera án hers og vopnabúnaðar. Þessi síðasttöldu ákvæði voru gerð til þess að friða Frakka, er þeir gengu frá kröfu sinni um að losa Rínarhéruðin frá Þýzka ríkinu. En til frek- ara öryggis lofuðu hin engilsaxnesku ríki að koma Frakklandi tafarlaust til hjálpar, ef það yrði fyrir árás frá Þýzkalandi. Frakkar höfðu upphaflega krafizt þess, að Saarhéraðið yrði innlimað Frakklandi, þótt alþýzkt væri. Þessu fengu þeir ekki framgengt, héraðið var um stund ( 15 ár) lagt undir stjórn Þjóðabandalagsins, en Frakkar máttu hirða nytjarnar af hinum miklu kolanámum þess. Héruðin Eupen og Malmedy voru innlimuð Belgíu, Elsass- Lothringen hvarf aftur til Frakklands, enda hafði það verið talið eitt sjálfsagðasta stríðsmarkmið Bandamanna. í Slésvík var sjálfsákvörðunarréttinum beitt og hurfu norðurhéruðin aftur til Danmerkur eftir að almenn atkvæðagreiðsla hafði farið fram. Mestur var þó landamissir Þjóðverja í austri. Eftir byltinguna í Rússlandi og eftir að Rússar drógu sig út úr stríðsleiknum höfðu Bandamenn talið það eitt af stríðs- Leiðtogar sigurvegaranna á Versala/undinum. Mið-Evrópa eftir Frá vinstri: Lloyd George forsœtisráðherra fyrri heimsstyrjöld. Breta, Orlando forsœtisráðherra ítala, Cle- menceau jorsœtisráðherra Frakka og Wilson Bandaríkja forseti. CENTRAL EUROPE AFTER WORLD WAR I ------ Pre-wsr Boundaries ——- Post-war Boundaries t- German Losses Russian Losses U Bulganan Losses V////X The Former Austna Hungary U. S. S. R. (RUSSIA) 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.