Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 33
mennirnir ekki á togara ellegar gerast heiðarlegir rúsínuheild- salar ellegar grípa til þess ráðs- ins sem þykir einna vænlegast um þessar mundir og hlaupast eins og byssubrenndir til Ástra- líu? Æ, af hverju þrauka menn yfirleitt á hverju sem gengur? Bakarinn bakar og smiðurinn bangar og presturinn heldur ó- ti'auður áfram að vanda um við galtóma kirkjubekkina. Köllum þetta þvermóðsku eða ósk- hyggju eða einberan barnaskap eða sláum því föstu ef það kem- ur okkur í betra skap að blaða- menn hljóti að vera gæddir al- veg óvenjulega harðgerðu lang- lundargeði. En prísum þá fyrir seigluna samt fremur en gerum hróp að þeim. Gloppurnar í gjörningaþoku atvinnuknapanna í pólitík eru blaðamönnunum að þakka. Án þeirra væru ekki einu sinni fréttir innanum pólitísku hnúturnar sem rísa eins og mý- vargur af síðum íslensku dag- blaðanna. í Valhöll pólitíska berserksins er aðeins gefið út eitt dagblað. Það er á snærum flokksins og það er allt prentað með feitu letri og það flytur lýðnum maraþonræðuna sem hann flutti fyrir austan Fjall um síðustu helgi — búinn heil- agur. Og á hverri síðu er svona líka hugguleg mynd af ræðu- garpinum. Það er nú líka orðið tímabært að ég ljóstri því upp að því fer fjarri að ég sé að biðja um ópóli- tísk dagblöð hér á íslandi. Ég er ekki heldur að gera því skóna að dagblöðin okkar séu pólitísk- ari og hlutdrægari og nærsýnni en til dæmis blöðin í Venesuela eða í Ytri-Mongólíu eða þar sem niðjar Búans og Bretans kvelja svarta í Suður-Afríku. Blað sem hefur alls enga pólitík hefur heldur alls enga sál, og um hlut- drægnina og einstefnusjónar- miðin er það skemmst að segja að við þurfum ekki aldeilis út- fyrir Evrópu til þess að finna tugi og hundruð dagblaða þar sem ritstjóranefnan er pappírs- kall með gjallarhorn í kokinu og afleita samvisku bak við mikil- úðlegt andlit. Sumstaðar nenna valdsmennirnir ekki einu sinni að veifa kallinum sínum framan í fólkið: á Spáni og hjá Nato- bræðrum vorum í Portúgal og í hinni voldugu óútreiknanlegu sívitnandi Rússíá. Manni verður líka hugsað til aumingja Grikkj- ans, og voru Tékkarnir ekki ein- mitt fyrir skemmstu að enlur- reisa nefnd eina þarna í landinu sínu fyrir austan tjald sem á að gefa blaðamönnunum forskrift- ina slagorðin og tóninn og svo stálbrynjaða nýuppgerða öreiga- hyggju í kaupbæti. Ég er semsagt alls ekki á móti pólitík í blöðunum. Víst á mál- efnabaráttan erindi í þau; hvar ætti hún þá heima ef ekki þar? En ég er jafn eindregið á móti því að pólitíkin gagnsýri blöðin og að pólitískir eintrjáningar tröllsligi þau og að heiðvirðum ærukærum blaðamönnum sé nán- ast stuggað út í horn eins og óþægum krökkum. Ég vil að pólitíkin þjóni blöð- unum en ekki öfugt. Það er satt að hér heimafyrir hefur mjakast eins og hálfa dálkslengd í rétta átt á undanförnum árum. Blaða- mennirnir hafa heimt fáeina þumlunga af landi sínu síðan heimsstyrjöldinni lauk. Sumir þeirra misstu að vísu höfuðið í þeirri sókn en það er önnur saga, og ég leyfi mér að fullyrða að þeir hafi þá látið líftóruna fyrir hinn góða málstað. Pólitísku gæslumennirnir á blöðunum eru fyrir bragðið ekki útaf eins forhertir eins og á upp- vaxtarárum mínum þegar kvennafar andstæðinganna eða drykkjuskapur (nema hvoru- tveggja væri) varð tilefni flenni- fyrirsagna í blöðunum. Þeir eru ekki alveg eins blindaðir af al- mætti sínu. Þeir sjá skímu um þessar mundir sem sýnist svona eins og á stærð við skráargat. Þeir eru til dæmis að mestu hættir að draga einkalíf manna inn í umræðurnar, og eins og ég vék að áðan þá beita þeir í vaxandi mæli vinnubrögðum felumyndateiknarans fremur en að sleppa „óheppilegum“ fréttum með öllu — stundum. En forsíðu- frétt stjórnarblaðanna getur enn þann dag í dag allt eins verið felufrétt stjórnarandstöðublað- anna, og öfugt eins og nærri má geta. Blaðkostur okkar er ekki á marga fiska hvað gæðin snertir. íslensku dagblöðin þættu ekki beysin þar sem blaðamennska er iðkuð í alvöru og þar sem líf blaðamannsins er ekki sífelldur blindingsleikur við stórsnúðuga stórlaxa og þar sem blaðamaður- inn fær að halda boðorðin sín í heiðri óáreittur af aðvífandi delinkventum: Þú skalt ekki sulla saman fréttum og skoðun- um. Þú skalt ekki lauma áróðri inn í fréttadálka þína. Þú skalt aðskilja vandlega fréttaefni og stjórnmálapex. Til þess eru rit- stjórnarsíðurnar að viðra stefnu- málin. Þú skalt hvorki hleypa nafnlausum pennariddurum í prentsvertuna né gerast skugga- baldur sjálfur. Þú skalt þora að leggja nafn þitt við ritsmíðar þínar. Þú skalt ekki uppræta fréttir heldur þvert á móti hlúa að þeim. Þú skalt segja þær eins og þú veist þær sannastar... Það er dæmalaust kaldhæðnis- legt að nú um sumarmál lauk hinu fyrsta almenna blaða- mennskunámskeiði sem Blaða- mannafélag íslands efnir til. Héldu ekki þaðan með vottorð upp á vasann liðlega þrjátíu vinnufúsar sálir? Einu sinni mætti maður sjálfur á ritstjórn- arskrifstofu og hafði líka vottorð upp á vasann. Einu sinni var vonin. En það er skoðun mín að nú sé draumurinn búinn. Siðbótar- ögnin er of seint á ferðinni. Stjórnmálaflokkarnir eru þegar búnir að setja sig í þær stelling- ar að þess verður ekki langt að bíða úr þessu að blöðunum verði haldið á floti með styrkjum af almannafé. Þá kvað prentfrels- inu eiga að vera borgið! En þá er einmitt runnin upp óskastundin í lífi hins pólitíska atvinnumanns og hann getur sagt blaðamanninum að sigla sinn sjó. Hvað kærir hann sig um fréttir? Það er pólitíska kvörnin sem þarf að fá að mala í friði. „Hér er pokinn þinn, lags- maður; og nú er ég ekkert upp á þig kominn lengur!“ Ræðurnar kappans geta bunað fyrirstöðulaust í gegnum blöðin. Myndirnar af honum orðið stærri og fleiri og mikilfenglegri. Fólkið sem kom á vornámskeið- ið hjá blaðamönnunum hefði átt brýnna erindi á stjórnmálanám- skeið. Gísli J. Ástþórsson. tifpttiMíi Sfl. th\. Sð. árg. MIUViKUDAGí H 7. MM fAMBpl mm 90. Ibl. — FlmralixUoor J4. tptii 19«. — 5J. ír». Dagur 39. árjtwiRwr — Ákurcyrí, |ófcíuda*l«n IS. *jmJ - 1STVTT LAND íslendiiMiif-feafflM 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.