Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 48
Tvær sýnir hillti uppi yfir eyöimörk sög- unnar: himnaríki og framtíðarríkið; þær engdust um stund í hvarflandi ljósi árdags- ins, leystust upp og hurfu, þegar sólin steig ofar á himinhvolfið. Börn þessara viðhorfa hafa færzt undirleit nær hvert öðru og lúta saman höfðum. Þau telja, að um aðrar kringumstæður en kringumstæður mennskr- ar íhlutunar sé merkingarlaust að ræða; bakgrunnur, aðiljar og atvik séu aldrei að- skilin. Þau ætla ekki, eins og feður þeirra, að ákveðin sannindi séu fólgin í hverju fyr- irbæri, sem aðeins þurfi að leita að og leiða í ljós; þau eru ekki leitendur í þeirri merkingu; segja hins vegar, að huglægni einstaklinga sé hin eina varanlega stað- reynd, að þeir upplifi eitthvað ótilkvæmi- legt og komi skipun á reynslu sína. Senni- leiki raunhæfra vísinda, sem á tímum newtonskrar tímaskynjunar var algjör, er nú orðinn að líkindum og þau sjálf frjáls sköpun mannlegs ímyndunarafls með fyrir- fram valda aðferð að leikreglu. Það er ekki lengur um að ræða efni og anda veraldar í sjálfri sér, heldur venju og nútíð — manns í sjálfum sér. Árstíðaskipti í þjóðmálum á síðustu öld opnuðu hugi íslendinga fyrir áhrifum er- lendis frá á breiðu sviði; afleiðingin varð meðal annars efnishyggja og þar með greining milli efnis og anda, metorðagirnd sem siðferðilega jákvætt atriði. Þau áhrif erlend, sem mestan þátt áttu í að svipta íslendingum inn á stefnu iðn- væðingar og borglífs, voru afleiðingar fé- lagslegrar framvindu einstakra landa. Vöxt- urinn hafði færzt af einu sviði á annað með Þorsteinn Antonsson: eðlilegum hætti; þjóðir gengu saman í heildir, eftir því sem gagnkvæmir hags- munir urðu ljósari. Vaxandi áherzla á sam- ræmingu, samgöngur og miðlægni olli vexti byggðakjarna, þar með borga. íslendingar komu inn í þessa þróun sem þiggjendur fyrst og fremst. Erlend yfirráð höfðu þá um aldir haldið sjálfsvirðingu þeirra niðri. Þeir voru innhverfir; seiglan var arfur þeirra, áadýrkun og bókmenntir áhugamál, sem gerðu þeim fært að glotta í laumi að sérhverri nýjung. Samtímaskiln- ingur og staðfærslur gliðnuðu í sundur í tíbrá skáldskapar; vanrækt var að mynda orð til að hugsa með annað en skáldskap. Þá og síðan hafa íslendingar þótzt taka mark á því, sem þeim hefur verið sagt til uppfræðslu, sé það ekki ofið rómantísku gliti, bara til að fá að vera í friði fyrir helvítis yfirvaldinu. Glitið er þeim hins vegar það sem bakklóran er Kínverjanum. Á síðustu árum hafa íslendingar gengið í gegnum róttækar breytingar á þjóðlífs- háttum sínum. Þjóðin hefur breytzt úr því að vera þjóð bænda og einstakra sjómanna, sem heild undir erlendri yfirstjórn, í það að verða sjálfstæð þjóð borglífs og iðn- væðingar. Keppni eftir auðmagni og efna- legri farsæld hefur á skömmum tíma um- hverft lífsaðstöðu þjóðarinnar, svo að líti menn umhverfis sig blasir við á alla vegu framandleg nýsmíð; lífsaðstaða sem hefur verið komið á svo ört, að menn hafa ekki fylgt henni eftir. Hinar öru þjóðlífsbreytingar hafa valdið öryggisleysi meðal eldri kynslóðarinnar, og hún hefur snúið sér frá nútíðinni að fortíð BORGRÍKIIV: FÉLAGSMÁL í sagnlegum og persónulegum minningum. íslendingar búa við þá hættu, að menn- ingarrof verði í sögu þeirra; að eldri kyn- slóðin nái ekki að handlanga arf sinn til hinna yngri, heldur myndist milli þeirra gjá skilningsleysis. Ef það verður, er hlut- skiptið geirfuglinn. Þá er ekki um að ræða annað en innprentun erlendra sjónarmiða í huga hinna yngri, og afleiðingin verður fólk borið uppi af þeim sjónarmiðum, sjálf- stætt eða hluti annarrar þjóðar. Forsenda þess, að um hættulegar kringumstæður sé að ræða, er að einhver telji sér hag í að ástand ákveðins fyrirbæris verði ekki á þann veg, sem aðvífandi öfl eru líkleg til að sveigja þau á. Meðal þessarar þjóðar hefur sá maður verið dæmigerður, er alla tíð vinnur strit- vinnu, sem hann þó aðra stundina telur ómerkilega eða fúlsar við með látæði sínu, já, sem hann jafnvel virðist ekki gera sér grein fyrir að hann hafi verið að fram- kvæma. Bóndi virðist að höllu ævidægri alls ekki hafa varið því til heyskapar eða fjármennsku; nei, öllu heldur verður álitið af látæði hans, að hann hafi verið hirð- maður Haralds hárfagra og heimt Finn- skatt eða verið í víking mestan hluta æv- innar; við smalamennsku er hann vígmóður en ekki sár; við ræktun starfar hann að landvinningum; í skurðvinnu í Reykjavík er hann Þorgeir í tjörukagganum. Hús- freyja vinnur skylduverk sín af stakri reglu- semi ár frá ári, en það eru sömu handtökin, sömu réttirnir; ekkert frumkvæði til nýj- ungar kemur nokkru sinni fram, hvað þá að venjumyndunin sé notuð til hugarstarf- semi á víðara sviði; af einsýni bregzt hún við sérhverri nýjung, sem að lífi hennar ber; tímar, hugmyndir, straumhvörf, allt brotnar þetta á seiglunni og kvarnast niður í neikvæðar eindir. Það var fólk af þessu tagi, sem stefnt var úr dölum íslands til að leggja grunninn að iðnvæddu þjóðfé- lagi, og því reyndist ókleift að gefa sig að hinu nýja hlutverki; það viðhorf að breyt- ingin væri tímabundin hélt velli. í stað þess að laga sig að hinu nýja umhverfi borglífs, sem verða mundi um alla framtíð hlutskipti þess og niðja þess, setti það um- hverfið skör lægra en fortíðina; hana hillti uppi í ýktri mynd fyrst; nú er hún orðin að beinagrind ættartengsla. Tortryggni og andúð er viðhorf þess til umhverfisins. Þeir, sem hafa vaxið í borginni, eru mótað- ir af þessum sjónarmiðum. Það er jarðveg- urinn; það er nestið. Bændur, sem hafa séð á bak barna sinna til borgarinnar og jarðir sínar fara í eyði þess vegna, verða landflóttamenn í borg eða öðrum sveitum, og þeir senda borginni tóninn. Börn þeirra, rótslitin, snúa heim aftur úr óvissunni á mölinni og verða að lausingjum einhvers staðar í dreifbýlinu eða átthagafjötruð í sínum fyrri heim- kynnum af úr sér vaxinni ættrækni; við- lagið er fagurgali. Úr þessari unplausn allri verður þó lesið eitt stórt jákvætt atriði: trygglyndi íslendinga. Vegna óblíðra staðhátta, harðræðis við öflun lífsbjargar eru íslendingar gæddir broskaðri baráttuhvöt. Á síðustu tímum hef- ur mjög dregið úr þörf starfandi árásar- hvatar einstaklingsins í lífsbaráttu hans. vegna þeirrar almennu þróunar, að virkni 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.