Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 45
hvernig á því standi, að nýjar bókmennta- tegundir komi fram, en aðrar hverfi í skugg- ann, og er megindæmi hans söguljóðið, sem þokað hafi fyrir skáldsögunni. Skýring hans á þessu er sú, að tilfinning fólks fyrir um- heiminum breytist, svo að eldra formið henti ekki lengur, og því verði að grípa til nýs eða nýrra, en þróun þessarar félags- legu tilfinningar er að áliti hans algjörlega sjálfvirk, þ. e. a. s. þróun bókmenntateg- undanna á sér upptök á reynslusviði fólks og stjórnast fyrst og fremst af þeim þjóð- félagslegu aðstæðum, sem ríkjandi eru þar sem þær verða til. Meginsjónarmið hans er þannig, að bókmenntategundirnar séu í raun og veru ekki annað en tilraunir manna til að gefa lífi sínu tilgang og fyllingu og verði að skiljast sem slíkar. Síðan snýr Lukács sér að söguljóðinu og bendir réttilega á það, að hetjur þeirrar bókmenntategundar séu yfirleitt mjög ein- faldar að gerð, eins og við þekkjum raunar úr hinu íslenzka afsprengi hennar, riddarasögunum. Oft eru þær konung- eða höfðingbornar, og vandamál þeirra tak- markast yfirleitt við veraldlega hluti eða atburði, en sálræn átök er þar naumast um að ræða. Afstaða þeirra til guða sinna er einföld, því að þær treysta á forsjá þeirra, en gera sér jafnframt ljóst, að það eru guðirnir sem ákveða takmörk gerða þeirra. Jafnframt því bendir hann á, að þegar um það sé að ræða að brúa bilið á milli sjón- deildarhrings venjulegs dauðlegs fólks og spurningarinnar um hinn raunverulega til- gang mannlífsins, þá hafi kristindómurinn gert það á þann einfalda hátt að fullvissa fólk um það, að hin synduga mannssál myndi á efsta degi hljóta endurlausn fyrir tilstilli náðar drottins. Hin tiltölulega ein- falda lífsskoðun kristindómsins og bók- menntaleg einkenni söguljóðsins séu þann- ig í fullu samræmi hvort við annað, svo að eðlilegt sé að það hafi notið útbreiðslu meðan veldi og áhrif kirkjunnar voru sem mest. Varðandi harmleikinn, þá leggur Lukács á það áherzlu, að hann sé sú bókmennta- tegund, þar sem einmanaleikinn og tilgangs- leysið í lífinu sé framar öðru ríkjandi. Harmleikurinn sé því sprottinn upp úr þjóð- félagi, þar sem verulegur hluti einstakling- anna finni til þeirrar tilfinningar, að þeir falli ekki inn í samfélagið, og skýringin á því, að áliti Lukács, að harmleikurinn skuli enn vera við lýði, er sú, að þessi tilfinning sé enn talsvert útbreidd. Munurinn á hetj- um harmleiksins fyrr og nú sé einkum sá, að fyrrum hafi þær verið einfaldar að gerð og skyldar hetjum söguljóðsins, en í nýrri verkum séu þær aftur á móti margþættari Ehrenburg og skyldari hetjum skáldsögunnar. Vett- vangur harmleiksins sé þannig mannssálin, en að öðru leyti sé atburðarás leiksins ekki neitt meginatriði. Sama sé að segja um náttúrukennd og náttúrulýsingar, sem ein- ungis gegni hlutverki í harmleiknum sem bakgrunnur eða sviðsmynd, en fái ekki raunverulega þýðingu nema helzt í þeim tilvikum þegar þær verði hetjunni til hugg- unar í einmanaleika hennar. Hin ríkjandi bókmenntategund allra síð- ustu alda er hins vegar, að því er Lukács telur, skáldsagan (bóksagan). Hann telur hins vegar allt of fljótfærnislegt að álykta, að meginmunurinn á henni og söguljóðinu sé eingöngu fólginn í mismun bundins máls og óbundins, heldur verði að leita dýpra eftir honum og svipast um eftir mismunandi tjáningu á mismunandi tilfinningu fyrir umheiminum. Hann telur í stuttu máli, að höfuðeinkenni skáldsögunnar sé það, að hún sé samsett af vissum fjölda listrænna eða félagslegra þátta, sem þar séu tengdir saman í þeim tilgangi að öðlast á þeim betri skilning en ef þeir væru athugaðir hver í sínu lagi, og þessa breytingu telur hann eiga sér fyrst og fremst þjóðfélagslegar or- sakir, þ. e. að skáldsagan hafi tekið við hlutverki söguljóðsins á tímum, þegar þjóð- félagið hafi klofnað í fjölda félagslegra ein- inga eða þátta og orðið þannig margþættara en fyrr. Er þannig greinilegt, að megin- hugsunin í kenningum Lukács er sú, að hinn þjóðfélagslegi uppruni skáldverkanna ráði mestu um eðli og einkenni þeirra. Þessar kenningar hefur Lukács síðan þró- að í síðari verkum sínum, auk þess sem ýmsir lærisveinar hans beggja vegna járn- tjaldsins hafa haldið uppi merkinu og sett fram nýjar hugmyndir í sama anda. Einkum ber þar að nefna Frakkann Lucien Gold- mann, sem mjög hefur fengizt við þróunar- sögu skáldsögunnar með hliðsjón af þjóð- félagslegum aðstæðum og í marxískum anda. f stuttu máli eru kenningar hans fólgnar í því, að hann leitar upptaka nú- tímaskáldsögunnar í þjóðfélagi hins frjálsa kapítalisma (líberalismans), þar sem höfuð- áherzlan hafi verið lögð á trúna á mann- inn sem einstakling og rétt hans til að lifa við frelsi og jafnrétti. Á þeim tíma hafi skáldsagan því einkum fengizt við ein- staklinginn í samfélaginu og vandamál hans, en þetta hafi breytzt upp úr aldamót- unum síðustu, þegar stórfyrirtækjum og auðhringum hafi farið að fjölga og samstarf fleiri einstaklinga við stjórn og skipulag þeirra hafi leyst hugsjónir líberalismans af hólmi. Jafnframt tilkomu þessarar breyt- ingar á þjóðfélaginu telur Goldmann, að sú breyting hafi orðið á skáldsögunni, að Lenín Marx reynt hafi verið að þurrka út hina persónu- legu hetju hennar, sem hann nefnir svo, og vandamál hennar, og setja í hennar stað ýmis félagsleg fyi’irbæri, t. d. stofnanir, fjölskyldur, þjóðfélagshópa, byltingarhreyf- ingar o. s. frv., en Goldmann leggur á það áherzlu, að skáldsagan sé svo margþætt í tilurð sinni, að ekki megi ætla hana sprottna upp úr hugarheimi höfundarins einum sam- an án nokkurra áhrifa frá umhverfi hans, heldur sé þar um að ræða eins konar yfir- færslu daglegs lífs og reynslu einstakling- anna í þjóðfélaginu yfir á bókmenntasviðið. í samræmi við þetta hefur Goldmann lagt á það höfuðáherzlu í bókmenntatúlkun sinni að kanna umhverfi höfundanna og þjóðfélagsaðstæðurnar sem þeh’ lifðu í þegar verkin urðu til, sem hann notar síðan til þess að útskýra og túlka verkin. Hins vegar er athyglisvert, að hann leggur ekki áherzlu á bein æviatriði höfundanna í þess- um tilgangi. Það má vissulega til sanns vegar færa, að þjóðfélagsaðstæður höfunda geta haft og hafa oft mikil áhrif á mótun verka þeirra, en hins vegar er jafnan hætt við, að einhliða könnun á þeim atriðum yfir- skyggi önnur atriði verkanna, sem e. t. v. eru ekki síður mikilvæg við túlkun þeirra. Einn helzti ágalli hinna marxísku kenninga um þróun bókmenntagreinanna virðist mér þannig vera sá, að þær krefjist geysivíð- tækrar alhæfingar að því er snertir viðhorf manna til einstakra bókmenntagreina, og er t. d. fráleitt að setja allar skáldsögur heimsbókmenntanna frá tuttugustu öld und- ir einn og sama hatt sem hrein og ósvikin afsprengi þjóðfélagsins, sem þær hafa orð- ið til í, eins og þessar kenningar komast naumast hjá að gera ráð fyrir, því að með því er gjörsamlega gengið fram hjá öllum séreinkennum einstakra höfunda og verka, sem stundum a. m. k. geta ráðið úrslitum um túlkun á raunverulegu bókmenntagildi þeirra. Þá er og áberandi, að þessar hug- myndir styðjast mjög við ýmsar heimspeki- legar, félagsfræðilegar og sálfræðilegar for- sendur, en á Vesturlöndum, og m. a. hér á landi, hafa einmitt verið gerðar ýmsar til- raunir til að aðlaga starfsaðferðir þessara greina bókmenntakönnunninni, en nær und- antekningarlaust án þess að eftir þeim leið- um næðist nokkur teljandi árangur í þá átt að öðlast betri skilning á verkunum en ella. Þó að vera megi, að starfsaðferðir hinnar marxísku bókmenntakönnunar hafi gildi að því er snertir félagslegan uppruna verkanna, er hitt jafnljóst, að of ein- hliða beiting þeirra er ekki vænlegasta leið- in til að komast að sjálfum kjarna skáld- verkanna. ♦ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.