Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 56
sem skreytingamönnum. Þetta er e. t. v. meginorsök þess, að virðing súrrealisma, a. m. k. á sviði æðri lista, dvínaði á tímabil- inu 1945—1960. Tíminn, sem allt leysir upp og skýrir í listasögunni, er nú að koma á jafnvægi á ný. Mönnum skýtur upp aftur: Max Ernst, René Magritte, Giacometti, Picabia, Man Ray, Chirico, Dali, Henry Moore (þátttak- andi í hreyfingu súrrealista á milli 1935 og ’39), André Masson, Arp, Yves Tanguy hafa allir hlotið viðurkenningu sem sjálfstæðir listamenn — hver öðrum ólíkur, hver með sína eigin aðferð til að nálgast heiminn og sinn eigin stíl, en þó eiga þeir allir mikla þökk að gjalda stefnu og störfum súrrealista. I ( Hvaða skerf hafa þá súrrealistar lagt af mörkum til listar okkar tíma? Hvað er súrrealismi? — Fyrst og fremst er súrreal- ismi annað og meira en aðferð í málverki eða stíll í ritun; í honum er fólgin hugsun- arleg afstaða, allt að því aðferð til að lifa; að minnsta kosti aðferð til að skoða heim inn. Því er hann ekki takmarkaður við bók- menntir eða myndlist. Hann spannar öll svið listræns atferlis. Hugtakið súrrealismi var fyrst notað af Guillaume Apollinaire (1880—1918), hinu sérlundaða pólsk-ættaða skáldi Frakka. Raunverulega hét hann Wilhelm-Appolli- naris de Kostrowitsky, fæddur í Róm, laun- getinn sonur pólskrar hefðarkonu og ó- þekkts föður, sem sögur herma að verið hafi háttsettur kirkjunnar maður. Guillaume Apollinaire hafði gífurleg áhrif, ekki aðeins á framúrstefnuskáldskap síns tíma, heldur einnig á málaralist. Hið stutta farsaleikrit hans, „Brjóst Tíresíasar" (frumsýnt 1917, en samið 1903), hafði að undirtitli: „drama surréaliste". í formála sínum og prólógusi leikritsins gerði Apollinaire grein fyrir því, að með súrrealisma ætti hann við aðferð til að grípa kjarna raunveruleikans, ekki með nákvæmri eftirlíkingu náttúrunnar, heldur með því að tjá hana á þann hátt. að listin yrði raunverulegri en raunveruleikinn, þ. e. super realis, súrreal. „Þegar maðurinn vildi líkja eftir göngu- lagi, bjó hann til hjólið, sem hefur enga líkingu af fæti,“ skrifaði Apollinaire. f pró- lógusi færði hann rök fyrir því, að lista- maðurinn yrði að hafa algjört frelsi til að umskapa heiminn, svo honum mætti auðn- ast að ná fram hinu „ofurraunverulega“. „Alheimur hans er leikritið/ þar sem hann er guð, skaparinn/ sem fer að vild/ með hljóð, látbragð, hreyfingar, efnivið, liti/ ekki aðeins til að/ ljósmynda það sem nefnt er þverskurður mannlífsins/ heldur til að koma því sjálfu á framfæri í öllum sínum sannleik ...“ Apollinaire dó á friðardaginn 1918. Það var mikilvægur táknrænn dagur. bví heims- styrjöldin, sem lauk þann dag, hafði ekki einvörðungu eyðilagt stjórnmálakerfi. held- ur einnig að bví er virtist óhagganlegt form þjóðfélagsins í Evrópu á 19. öld og að því er virtist óhagganlegar reglur um það sem einu sinni var talið upphafið og fagurt í listum. Það sæði sem sáð var á árunum fyrir stríð af mönnum einsog Jarry. Apol- linaire (og kúbönskum og síðimpressióo- ískum málurum sem honum fylgdu), þýzk- um frumherjum expressjónismans, abstrakt tilraunum málara einsog Malevichs og Kandinskys, skæðum skrípalátum dada- istanna (hóps þýzkra, franskra og austur- evrópskra flóttamanna sem leitað höfðu hælis í hinu hlutlausa ríki Sviss) — allt þetta sæði spíraði nú og bar ávöxt í list- rænni sköpun sem hræddi vitglóruna úr arftökum gamalla viðhorfa. París varð óhjákvæmilega ein aðalmið- stöð þessarar listabyltingar. Einn ungra von- glaðra listamanna, sem áttu afturkvæmt úr stríðinu, var André Breton, þá á þrítugs- aldri, fæddur 1896. Hann hafði verið kvadd- ur á vígvöllinn frá læknisnámi, gegndi emb- ætti geðlæknis í hernum og varð einn Guillaume Apollinaire. Höfundur myndarinnar ókunnur. fyrstur Frakka til að viðurkenna gildi verka Sigmunds Freuds. Þar að auki hafði hann oft verið í sambandi við Apollinaire í stríð- inu. Árið 1919 gaf Breton út fyrstu ljóðabók sína og gerðist ásamt Louis Aragon (f. 1897) og Philippe Soupault (einnig f. 1897) ritstjóri tímaritsins Littérature, sem helgaði sig framúrstefnu í skáldskap. Þeir þremenn- ingarnir drógust inní starfsemi dadaista undir forystu Tristans Tzaras, sem á þeim tíma var hneykslunarhella borgarastéttun- um í París, er hann stóð fyrir aðgerðum sem oft enduðu með ósköpum. Áform dada- istanna voru einvörðungu neikvæð: þeir vildu brjóta niður hinn borgaralega skilning á listum með því að gera hlægilega alla hugsjónatúlkun á fegurð. Á margan hátt voru þetta heilbrigð viðhorf, en hlutu að reynast ófrjó. Smámsaman snérust Breton og félagar hans gegn dada. Undir áhrifum frá Freud, sem Breton hafði heimsótt í Vín 1921, sökkti hann sér niðurí að kanna list- ræna möguleika undirvitundarinnar. Ásamt með félögum sínum hóf Breton margvíslegar tilraunir, þ. á m. við dá- leiðslu, ósjálfráða skrift og skráningu drauma. f þessum fyrsta kjarna súrrealista voru þá þegar miklir gáfumenn: Aragon, stórkostlegt skáld og ofstækismaður, sem eitt sinn sagði að í samanburði við byltingu súrrealista væri rússneska byltingin smá- vægilegur hégómi (og að lokum varð hann dyggur línukommúnisti); Paul Eluard (1895—1952), eitt mesta skáld Frakka á þessari öld, gerðist ákafur talsmaður and- spyrnuhreyfingarinnar í síðari heimsstyrj- öld; Max Ernst, þýzki rómantíski málarinn og skáldið, sem gefinn var sá hæfileiki að geta breytt hvaða málningarklessu sem var í draumaland, gætt laðandi afli og ljóð- rænum yndisleika; Robert Desnos (1900— 1945), annað skáld draumsýnarinnar, sem þroskaði með sér undraverðan hæfileika til að dreyma með opin augu og skrásetja síð- an sýnirnar (hann lézt í þýzkum fangabúð- um á friðardaginn sjálfan); René Crevel (1900—1935), sérlyndur heimsborgari og skáld sem framdi sjálfsmorð; Jacques Rigaut (1899—1929), gráglettinn náungi sem tvítugur dæmdi sjálfan sig opinberlega til dauða árið 1919, veitti sér aftökufrest í tíu ár og svipti sig hiklaust lífi þrítugur að aldri; og Francis Picabia (1879—1953), skáld og málari, fullorðinn maður sem naut gróinnar virðingar, hafði verið dadaisti og leit á hreyfingu súrrealista með samblandi hrifningar og háðs. í riti sínu Manifeste du Surréalisme (fyrstu stefnuskrá súrrealismans), sem var hið opinbera upphaf hreyfingarinnar árið 1924, lýsir Breton tilraunum þeirra til að hefja hina skapandi athöfn yfir skynsemis- hyggju og meðvitaða íhugun. Þeir Soupault leituðust við að skrifa niður allt, sem þeim datt í hug, með gífurlegum hraða. „Að kvöldi fyrsta dags,“ segir Breton, „gátum við lesið hvor fyrir annan einar 50 blaðsíður, skráðar á þennan hátt, og farið að bera saman árangurinn. í heild sýndu tilraunir okkar Soupaults athyglisvert sam- ræmi: sömu villur í uppbyggingu, sama ó- fullkomleika, en á hinn bóginn sýndu þær einnig gífurlega ákefð, mikinn tilfinninga- hita, allmargar sérstæðar táknmyndir sem alls ekki hefðu komið fram, ef við hefðum beitt skynseminni vitandi vits, mikla mynd- auðgi og á stöku stað bráðfyndna kafla.“ Hér höfum við sem sagt grundvallaratriði súrrealismans einsog Breton og fylgismenn hans skildu hann: algjört drottinvald undir- vitundarinnar við listræna sköpun. Hingað- til höfðu listaverk verið talin ávöxtur ná- kvæmrar yfirvegunar og skynsemi, meðvit- aðrar dráttlistar, verkkunnáttu og snilldar- bragðs, sem þroskað væri til að ná fyrir- sjáanlegum og áformuðum árangri. Freud hafði bent á, að bakvið yfirvegaða áætlun listamannsins hefðu samt sem áður alltaf verið að verki undirvituð öfl sem færðu sér í nyt og mótuðu meðvitaðar til- raunir hans. Breton varð fyrstur til að grundvalla listræn störf á því að útskúfa með vilja yfirveguðum áætlunum og beita hlutlausri meðvitaðri eftirlátssemi við und- irvitundina. Mikið djúp er staðfest milli þessa skiln- ings og notkunar Apollinaires á orðinu súr- realismi. Engu að síður minntust þeir Bret- on og Soupault Anpollinaires, er þeir gáfu stefnunni nafn: „í virðingarskyni við Guil- laume Apollinaire,“ heldur Breton áfram frásögn sinni í fyrstu stefnuskrá súrrealista. „sem þá var nýlátinn og við fundum að hafði í mörgum tilvikum fylgt svipuðum innblæstri — án þess þó að hafna miðlungs- 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.