Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 58
allan líkamann. Furðulegar línur myndast þá á striganum. Leikur hugsanatengslanna getur hafizt.“ Öll þessi tæknibrögð við málaralist og höggmynda eru tengd formlegum uppgötv- unum með frjálsum hugsanatengslum. Ann- ar hópur súrrealískra málara og mynd- höggvara tók allt aðra stefnu: þeir notuðu rótgróna og hefðbundna formtækni til að tjá nákvæmlega inntak undirvitundar- innar. Ef kalla mætti hina fyrrnefndu form- alista undirvitundarinnar, eru hinir síðar- nefndu natúralistar ímyndunaraflsins. Mestu spámenn „natúralistanna" eru tví- mælalaust Belginn René Magritte (f. 1898) og Spánverjinn Salvador Dali (f. 1904). Dali var fyrir löngu settur útaf sakramenti hjá Breton, sem hafði andúð á kaup- mennsku hans og eltingaleik við vinsældir (hann breytti stafaröð í nafni Dalis og kallaði hann Avida Dollars), en engu að síður er hann ein helzta stjarna súrrealism- ans. Þó hann hagi sér sérvizkulega (eitt sinn flutti hann fyrirlestur við Svartaskóla og hélt hægri fæti niðri í mjólkuríláti á meðan), og þó hann geti verið ruddalegur í framkomu (í nýlegu viðtali við listatíma- rit í París segist hann búa í New York „vegna þess að þar er ég í miðjum flaumi tékka sem berast að mér einsog niðurgang- ur“), er Dali mjög merkur málari sem hefur afl til að varpa á léreft sitt stór- kostlegum draumórum. Þótt Magritte hafi í frammi minni sýndar- brögð og eltist ekki eins við vinsældir, býr hann e. t. v. yfir enn meiri hæfileikum til að mála undarlegar martraðarmyndir. Með popstíl sínum tekst Magritte að færa úr skorðum tilfinningu áhorfenda fyrir raun- veruleika, með því að taka hversdagslega hluti og velja þeim ógnvekjandi stað eða áherzlu: marmarastyta af nakinni konu sem virðist gerð af holdi ofanvið nafla, en er höfuðlaus; fimleikamaður sem lyftir tveim kúlulaga handvogum — önnur þeirra skygg- ir á höfuð hans — nei, hún er höfuð hans, o. s. frv. Einn mesti myndhöggvari aldarinnar, Al- berto Giacometti, ítalsk svissneskur að upp- runa (1901—1966), fékk einnig mikinn inn- blástur bæði frá opinberum og óopinberum súrrealistum: skógar hans af horuðum úr- sérsprottnum líkömum á gangi um skræln- aða jöið eru í röð áhrifamestu hugverka vorra tima. Verk hans „Höll kl. 4 að morgni“ í Museum of Modern Art er gott dæmi hins súrrealíska tímabils hans. Man Ray (f. 1890 í Fíladelfíu), fyrsti bandaríski liðsmaður Bretons, var einn af brautryðjendum stefnunnar í New York í heimsstyrjöldinni síðari. Hann er málari, skapari súrrealískra listmuna, límingar- myndasmiður og fyrst og fremst snillingur í ljósmyndatækni: hann fann upp raymynd- ir, þ. e. myndir teknar án linsu sem breyta venjulegum fyrirmyndum í furðulegustu kynjaverur. Joan Miró (f. 1893), Spánverji og einn þeirra sem undirrituðu fyrstu stefnuskrá súrrealista, er öfugt við Dali nánast óskil- greinanlegur málari, sem byggir myndir sínar upp útfrá einföldustu málningarslett- um — skematískar barnalegar eftirlíkingar raunveruleikans, myndletur. Paul Klee (1879—1940) taldist aldrei op- Atriði úr frœgri kvikmynd Cocteaus, „BlóS skáldsins", sem var undir sterkum áhrifum súrrealista, þó hann afneitaöi þeim og þeir honum. André Breton, opinber „páfi“ súrrealista frá 1924 til dauðadags, 1967. inberlega til flokks súrrealista, en naut virðingar þeirra. Hann notar einnig mynd- letur, ekki ósvipað Miró. Á sviði bókmennta eru áhrif súrrealism- ans vissulega jafnvel enn meiri en í öðrum listgreinum; samt veldur sú staðreynd að áhrifin eru svo mikil — og oft óbein — því, að mjög er erfitt að benda á afmörkuð dæmi þess að eitthvert ákveðið ljóðskáld eða rithöfundur hafi orðið fyrir súrrealísk- um innblæstri. Frönsk nútímaljóðlist hefur vissulega orð- ið fyxúr djúptækum áhi-ifum frá tækni og skilningi súrrealista. Auk stofnenda hreyf- ingarinnar voru þeir René Char, Jacques Prévert (höfundur margra frægustu og vinsælustu chansons (söngva) síðasta ái'a- tuginn og textahöfundur margra frægra kvikmynda), Raymond Queneau sem einnig er smásagnahöfundur, Julien Gi'acq og René Daumal allir um tíma vii'kir stuðningsmenn Bretons. (Og er nokkui't meii'iháttar skáld í Fi-akklandi, sem ekki ber merki áhrifa hans, ef útí það er farið?) Þegar kemur útfyrir fi-anskar bókmennt- ir, leikur meiri vafi á hvar draga eigi lín- una. e. e. cummings sýnir vissulega áhi'if frá súrrealistum. Það gei-a einnig beat- skáldin nxeð ki'öfu sinni um sjálfki'afa skáldskap. Það gerir Samuel Beckett í prósaverkum sínum — þar sem fjöldi radda talar úr undirvitundinni (þó svo Beckett, stói'meistari formsins, skapi efnið með- vitað). Á sviði leiklistar má nefna Antonin Ai'- taud (1896—1948), hugmyndafi'æðing „grimmdai'leikhússins“. Hann var einn vii'k- astur súrrealisti, unz Breton gei'ði hann út- lægan fyrir þá synd að ætla sér að stofna leikflokk sem seldi aðgang að sýningum! Artaud hafði djúptæk áhrif á leikritun ekki síður en sviðstækni og bar þannig súi'realísk áhrif víða um í nútímaleikhúsum. Ionesco, Adamov og fjölmargir aðrir fylgjendur ab- súrda leikhússins hafa einnig greinilega orðið fyrir súrrealískum áhi’ifum, er þeir sækja sköpunai'lindir í di'auma og undir- vitund. í kvikmyndagerð hafa súrrealísk áhrif einnig orðið sterk og víðtæk. Einn ágæt- astur fi-anski-a leikstjóra, René Clair, hóf feril sinn sem framúrstefnumaður undir sterkum áhrifum fi'á súi-realistum (ein fyi-sta mynd hans, „Entr’acte“, var gerð í samvinnu við Picabia); Man Ray gei’ði mai'gar áhi’ifamiklar tili'aunakvikmyndir; súi'realíska skáldið Robei't Desnos skrifaði allmörg kvikmyndahandrit, og Luis Bunuel gei-ði tvær myndir í samvinnu við Dali — Le Chien Andalou (1928) og L’Age d’Or (1930). í hinni fyrri er að finna tíðast nefndu líkingu súrrealista: hópur munka dregur á eftir sér píanó, sem á liggja rotn- andi hræ asna. Ekki er hægt að segja að myndir Cocteaus séu ósnortnar af súrreal- ískum áhrifum, þó svo súrrealistar réðust harkalega á Cocteau og hann jafnheiftarlega á þá. Og aftur: hvaða frjór kvikmyndastjóri nútímans getur haldið því fi'am, að hann hafi fyrir engum áhrifum orðið af þessum miklu brautryðjendum — og þá jafnframt af súi'realisma? André Breton, stofnandi súrrealísku hreyfingai-innar, varð sjötugur 18. febrúar 1966 og lézt ári síðar. Flestir núlifandi brauti’yðjendur eru komnir eða að komast á hinn biflíulega aldur sjötugt. Fi'amúr- stefnumenn þriðja og fjórða tugs aldarinn- ar eru oi'ðnir virðulegir öldungar. Þegar hinar fjölmörgu en oft hlægilega smávægi- legu deilur, sem sköpuðust vegna stöðu Bretons sem páfa súrrealismans, voru í há- marki, höfðu menn að sjálfsögðu mikla til- hneigingu til að útskúfa honum og öllum verkum hans sem ávöxtum bai'nalegi'ar tízku og heimtufreki'ar sérvizku. Nú getum við horft yfir þessa storma og undi-azt óti'úlegan pólitískan barnaskap listamanna sem enga hugmynd höfðu um pólitík. Ef við lítum fi'amhjá þessum hliðum súr- realismans, er það sem eftir er áhrifamikið afrek: hvorki meira né minna en umsköpun á skilningi manna á listrænni sköpunai'gáfu, uppgötvun mikiila auðlinda í skapandi oi’ku. Þar sem nú er vai'la til sá listamaður sem ekki gerir sér grein fyrir þeii'ri staðreynd að sköpunarmáttur hans á sér lindir í und- irvitundinni, sem hann verður markvisst að næra og rækta, ei'u allir listamenn okkar tíma súrrealistar. H.P. þýddi. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.