Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 21
Ólafur Jónsson: Flokksræði í menningarmálum jafnframt því sem það varð óbrigðul jafnvægisregla þing- skörunga í valdaflokkum rísandi borgarastéttar. Einn helzti höf- undur óbundinnar ljóðlistar á íslenzku hefur snúið þessu orð- taki í corrumpe et impera, spilltu og drottnaðu, og notar það svo breytt sem einkunnarorð kvæðis. „Þjóð yðar er spillt“ segir höf- undur í þessu kvæði og sýnir fram á, hvernig spillingin er not- uð sem drottnunartæki. Hann leggur í munn erlendum aðilum, sem vilja ná tökum á þjóðinni: „Væri þjóð yðar ekki fullspillt/ gætum vér látið henni í té/ ögn af spillingu/ því vér trúum á spillingu/ nærum og nærumst á spillingu“.1) Hvörfin úr divide í corrumpe eru ekki orðaleikur einber, held- ur er um að ræða einhverja þýð- ingarmestu breytingu á drottn- unaraðferð valdstéttar í útjöðr- um auðvaldsheimsins nú, saman- borið við fyrri tíð. ísland er þar ekki undantekning. Verður raun- ar ekki séð að valdakerfið stæð- ist í landinu, ef það væri ekki rótgróið í spillingu. Samt eru ýmsar þær aðstæður í landi, sem ættu að draga úr eða tefja fyrir spillingu: Þjóð- félagið er smátt og tiltölulega hljóðbært, flest verður jafnskjótt heyrin kunnugt sem leynt á að fara. Þjóðin er allvel menntuð, hleypidómalaus og gædd óstýri- látri jafnréttiskennd. Hún þekk- ir nokkuð vel þær lýðræðisstofn- anir sem hún býr við. Hvað er þá að? Meinið liggur í valdakerfi Flokksins, í sambandi hans við annars vegar forréttindahópa og hins vegar valdamiðstöðvar, í pólitískri refskák hans við and- stæðinga sína (að umfeðming- um ekki undanskildum). Ég tel ekki áróðursblekkingar til spillingareinkenna, enda þótt þær beri að vísu ákveðnu sið- ferðisstigi vitni. Spilling er af- brot gegn lýðræðinu, ekki aðeins inntaki þess heldur og formi. Að setja lög sem öðrum er ætlað að hlíta en skjóta sjálfum sér undan því — að halda hlífiskildi yfir lögbrjótum úr sæti löggæzlu — að múta til samábyrgðar með embættum og annarri aðstöðu -— að mismuna réttlætinu eftir póli- tískum lit: allt þetta er spilling í skálkaskjóli lýðræðis. Hér eru engin leyndarmál af- hjúpuð, heldur sagt frá því sem er á almannavitorði. Öll lög um atvinnustarfsemi eru þverbrotin: Skattalög, gjaldeyrislög og -regl- i) Úr 4. þætti bálksins Borgir og strendur í bókinni Hendur og orð eftir Sigfús Daðason. Heims- kringla Reykjavík 1959. ur, bókhaldslög, alls kyns minni háttar ákvæði, að ógleymdum sjálfum hegningarlögunum. Þetta er ekki tilviljun né verð- ur þetta rakið til glæpahneigðar. Það eru forréttindahóparnir sem krefjast þessara „réttinda“ og taka þau með tilstyrk valdamið- stöðvanna, ef ekki vill betur. For- réttindahóparnir eru það margir, þurftarfrekir og öflugir, að þeim nægir ekki sú aðstaða ein, sem pólitísk kraftahlutföll í hinum opnu valdstofnunum fulltrúalýð- ræðisins geta veitt þeim. Þá koma þær valdamiðstöðvar að góðu haldi sem eru meira og minna lokaðar (að minnsta kosti á milli kosninga), og ekki sízt sjálft samábyrgðarfélagið, Flokk- urinn. Þannig gerist það, að Flokkurinn verður spillingunni að bráð og getur ekki losnað úr henni, hvað sem frómir einstakl- ingar innan hans kunna að vilja. VII. Varðar miklu að finna leið útúr þessum ógöngum, og er hún til? Báðum spurningunum vil ég svara játandi. Núverandi skipan efnahags- mála felur í sér svo mikla sóun og hvatningu til dugleysis, að hún tryggir ekki til lengdar eðli- legan og nauðsynlegan hagvöxt. Tæknistig og lífskjör munu drag- ast aftur úr því sem gerist meðal grannþjóða, og þá verður þess skammt að bíða að þjóðarbúskap- urinn taki ólæknandi hrörnunar- sjúkdóma. Forréttindahópunum verður að steypa, því ella draga þeir þjóðina með sér niður í ó- færuna. Að vísu ekki í spilling- una, þar sem þeir sitja sjálfir, heldur í efnahagslega glötun. Út- lendingar taka þá af okkur sjálfs- forræðið, ef við afhendum þeim það ekki sjálfir, nolens volens. Aðferðin til að steypa forrétt- indahópunum liggur að mínu viti í hlutdeildarlýðræði, atvinnu- lýðræði, beinu og milliliðalausu lýðræði. Til þess þarf pólitískt starf á breiðum grundvelli, og ekki er ósennilegt að margir flokkar leggi hönd á plóginn. Meginverkefni sósíalísks verka- lýðsflokks er að beita sér fyrir þessu. Hann á ekki fyrst og fremst að vera valdatæki per se heldur tæki til þess að ná völd- um til fólksins án þess fram- andleika (alíenasjónar) sem nú umlykur valdstofnanir þ.ióðfé- lagsins og skilur þær frá alþýðu manna. Slíkur flokkur krefst trúmennsku af fylgismönnum sínum og skilnings þeirra á mark- miðunum, því þetta er ekki flokkur flokksræðisins — ekki sá flokkur sem fyrst og síðast hugs- ar um að koma „sínum mönn- um“ að. Hjalti Kristgeirsson. Með flokksræði í menningar- málum er átt við forræði stjórn- málaflokka og stjórnmálamanna fyrir stofnunum og fyrirtækjum sem starfa að hverskonar svo- kölluðum menningarefnum — hvort heldur er sjálfstæðum fyr- irtækjum sem starfa sem einka- aðiljar, eins og bókaforlög og dagblöð, almenningsfyrirtækjum eins og samvinnufélögum, ríkis- stofnunum eins og útvarpi og þjóðleikhúsi, eða nefndum þeim, ráðum eða öðrum stjórnarstofn- unum sem á einn hátt eða annan ráðstafa almannafé til menning- arstarfa eins og menntamálaráð gerði lengi. Þar við bætist að sjálfsögðu vald ráðherra til stöðuveitinga og annarra ráðn- inga til starfa á sviði menningar- mála ásamt víðtæku íhlutunar- valdi um málefni menningar- stofnana. Pólitísk eða hálfpólitísk ráð- stjórn, hið alkunna nefndakerfi, hefur lengi viðgengizt hér á öll- um sköpuðum hlutum, sumpart til að létta verkum og ábyrgð af embættis- og stjórnmálamönnum, sumpart til að tryggja hlutfalls- legt jafnræði stjórnmálaflokk- anna um viðkvæm málefni. Þetta er alkunnugt. En er hitt jafn- kunnugt hve veigamiklir þættir daglegrar menningar og menn- ingarstarfs eru beinlínis tilkomn- ir og mótaðir frá öndverðu af hentisemi og meintum þörfum stjórnmálaflokka, hve stjórn- málamenn og flokkar hafa seilzt til mikilla áhrifa í menningar- efnum langt utan síns eiginlega verksviðs? Svo er t. a. m. um alla eigin- lega fjölmiðlun í samfélaginu, rekstur dagblaða, útvarps og sjónvarps. Dagblöðin eru öll flokksmálgögn, stofnuð og starf- rækt til að gegna pólitísku hlut- verki sem að vísu er ákaflega takmarkað. Blöðin eru sem sé ekki sjálfstæðir aðiljar að um- ræðu og skoðanamótun um þjóð- mál heldur einhliða málgögn flokkanna, eða réttara sagt flokksstjórna og þingflokka, tæki þeirra til áróðurs fyrir sínu máli í sókn og vörn. Það er engin til- viljun að pólitískir ritstjórar fjögurra af fimm dagblöðum í Reykjavík eru jafnframt þing- menn, né að pólitískir blaða- menn veljast jafnan úr hópi upp- vaxandi stjórnmálamanna eða mannsefna, manna sem minnsta kosti vilja komast til frama í stjórnmálum og nota sér aðstöðu sína á blöðunum til þess. Fram- kvæmda- og fjárstjórn blaðanna er jafnan í hendi flokkanna sjálfra. Auðvelt er að gera sér grein fyrir sögulegum rökum þessarar þróunar: frá öndverðu er blaðaútgáfa á íslandi að veru- legu leyti tilkomin og mótuð af pólitískum ástæðum, þörfum pólitískrar baráttu, dagblöðin taka einungis í arf hlutverk hinna fyrri blaða. Þó má ætla að svona hefði ekki þurft að fara. Morg- unblaðið, sem nú er langsam- lega stærsta og öflugasta dag- blaðið, var í upphafi stofnað sem sjálfstætt og sérstakt fyrirtæki, og er það raunar enn í dag að forminu til. En á þeim degi sem reykvískir kaupmenn, bakhjallur íhaldsflokksins gamla sem síðar varð sjálfstæðisflokkur, náðu yf- irráðum yfir blaðinu og boluðu stofnanda þess, Vilhjálmi Finsen, burt frá því, voru ráðin rök þeirrar þróunar sem leiddu til einokunar flokkanna á dagblaða- rekstri í landinu, gerðu blöðin sjálf að ósjálfráðum handbend- um flokkanna. Það er nú á dögum talin lífs- nauðsyn hverjum stjórnmála- flokki að hafa yfirráð yfir dag- blaði til að flytja sitt mál fyrir lesendum; þó ekki væri annað telur enginn flokkur sig hafa ráð á að láta sína rödd falla nið- ur úr leiðaralestri útvarpsins á morgnana. Að vísu er engin á- stæða til að ætla að þessi trú sé annað en sjálfsblekking leng- ur, hjátrú; hún er jafn lífseig fyrir því. Hins vegar er það aug- ljóst mál að hinn pólitíski grund- völlur útgáfunnar er blöðunum sjálfum harla óheillavænleg- ur. í fyrsta lagi sviptir hann blöðin þeim rétti sínum og skyldu að taka sjálfstæða af- stöðu, fjalla sjálfstætt um þjóð- mál og stjórnmál; málflutningur blaðanna á þessum sviðum er jafnaðarlega einungis endurtekn- ing og árétting á málflutningi flokkanna og fyrirsvarsmanna þeirra annars staðar, innan- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.