Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 23
þess fallnir en önnur hugsjóna- eða hagsmunafélög; augljóslega ættu leiðandi útvarpsmenn, verk- stjórar stofnunarinnar, einnig að eiga sæti í slíku ráði. Mest er um vert að útvarpsráð veiti stofnuninni raunverulega virka forustu af áhuga og þekkingu é málefnum hennar, metnaði fyrir hennar hönd, en reynist ekki dragbítur á dagleg störf né þró- un hennar. Þó að rétt rök kunni að hafa ráðið skipan og starfs- sviði útvarpsráðs í upphafi, er stjórnarform útvarpsins úrelt með öllu eins og nú er komið. En dýrmætt tækifæri til að taka stjórn og starfrækslu stofnunar- innar til gagngerrar endurskoð- unar var látið liggja ónotað þeg- Fundur í sameinuöu alþingi. ar nýstofnað sjónvarp var for- málalaust lagt undir óbreytta pólitíska ráðstjórn útvarpsins. Ekkert bendir til annars en stjórnmálamenn séu einráðnir í að viðhalda völdum sínum yfir útvarpsrekstrinum hér eftir sem hingað til. Andvara- og ábyrgðarleysi hinnar pólitísku forustu í menn- ingarefnum kom glöggt og ótví- rætt fram við tilkomu og stofnun íslenzka sjónvarpsins og í sjón- varpsmálinu í Keflavík. Sjón- varpsmálinu er að sönnu form- lega lokið og allsendis ólíklegt að það verði nokkru sinni upp- lýst til hlítar; en áhrifa þess gætir eftir sem áður víða í þjóð- lífinu. Til að mynda virðist ótví- rætt samhengi milli þess og ar- onskunnar svonefndu, þeirrar kenningar að taka beri leigu- gjald af Bandaríkjamönnum fyrir herstöðvar þeirra hér á landi, beinlínis í reiðufé, eða með því móti að þeir taki að sér mikils háttar framkvæmdir hér á landi eins og vega- og hafnagerð, eða ábyrgist íslendingum hagkvæm viðskiptakjör á útflutningsvöru sinni. Þessar hugmyndir hafa verið settar fram í fullri alvöru í vetur og eiga sér vafalaust ein- hvern hljómgrunn meðal almenn- ings; þær eru augljóslega af sama toga spunnar og sú hug- mynd að við gætum að skaðlausu falið erlendum aðilja, ameríska hernum í Keflavík, einkarétt á starfrækslu stórtækasta og á- hrifamesta fjölmiðils samtímans hér á landi; áralangt kæruleysi stjórnarvalda og stjórnmála- manna um fjölmiðlunarmál, gaf þeirri hugmynd byr undir báða vængi meðal alls almennings. Slíkur einkaréttur til sjónvarps- reksturs fyrir íslenzkum áhorf- endum var hernum síðan raun- verulega veittur með leyfinu til að stækka sjónvarpsstöðina í Keflavík 1962, ákvörðun sem tek- in var af ábyrgum stjórnarvöld- um og varin af stjórnmálamönn- um sem neituðu fram í rauðan dauðann að taka á sig ábyrgð af stöðvun ameríska sjónvarps- ins. í báðum tilfellum virtist sama andvaraleysi, sama skiln- ingsleysi á pólitísku, efnahags- legu, menningarlegu sjálfstæði lands og þjóðar ráða hug manna. íslenzka sjónvarpið var undir- búið og stofnsett og starfræksla þess mótaðist frá öndverðu af þessum skilyrðum; þess fyrsta hlutverk varð að fylla það menn- ingarlega tómarúm sem rekstur sjónvarpsins í Keflavík hafði skapað; þannig urðu ytri aðstæð- ur beinlínis til að knýja sjón- varpið fram í stað þess að það fengi að vaxa upp við eðlileg skilyrði, semja sér sjálft hlutverk við hæfi í íslenzku menningarlífi. Forræði flokkanna hefur frá fyrsta fari mótað blaðaútgáfu, útvarpsrekstur í landinu, stjórn og starfræksla þessara stofnana alla tíð goldið eðlisgróinnar lít- ilsvirðingar stjórnmálamanna á hversdagsmenningu og daglegu menningarstarfi. Skylt þykir hins vegar á tyllidögum að skjalla sparimenningu vísinda, lista og bókmennta. Stjórnmála- flokkar hafa og seilzt eftir ítök- um í bókaútgáfu, og er það raun- ar ekki ný saga; hún hófst þegar í lok kreppunnar, fyrir stríð, með stofnun bókmenntafélagsins Máls og menningar. Með stofnun Máls og menningar voru sameinaðar tvær hyggindalegar hugmyndir: annars vegar að hefja alþýðlega bókaútgáfu í stórum stíl, gefa út vönduð rit í svo stóru upplagi að verð þeirra gæti orðið til muna lægra en venjulegt bóka- verð; hins vegar að sameina sveit róttækra höfunda í þjóðfélags- málum um eitt og sama forlag sem líklegt væri að næði til mikils fjölda lesenda. Auðvitað hafði þetta fyrirtæki pólitískan tilgang, Mál og menning var stofnsett og rekið af sósíalistum og var frá öndverðu nátengt ný- stofnuðum Sameiningarflokki al- þýðu þar sem kommúnistar höfðu sem kunnugt er tögl og hagldir á hinu róttæka fylgi; forlagið hef- ur frá öndverðu gefið út tímarit með mjög ákveðinni pólitískri stefnu þó vart verði það talið hreint og beint flokksmálgagn. Það er svo annað mál að Tímarit Máls og menningar hefur orðið bezt, efnismest og áhrifavænleg- ast þeirra tímarita sem hér hafa verið gefin út um mennnigarmál á þessum tíma, og Sameiningar- flokkur, Alþýðubandalag og hvað þeir flokkar nú heita löngum haft lag á skaplegri menningar- pólitík en aðrir flokkar; það staf- ar kannski einkum af því að þeir hafa lengstum verið andstöðu- flokkur og engin umtalsverð völd haft til að misfara með. Stofnun Máls og menningar var af pólitískum rótum runnin og stóð ekki á pólitískum við- brögðum við henni. Hennar vegna var annað alþýðlegt bók- menntafélag stofnað og starf- rækt um skeið, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, sem al- þýðusamtökin munu hafa átt ein- hverja aðild að; og tilkoma Máls og menningar varð til að ger- breytt var starfsháttum hinnar ríkisreknu bókaútgáfu Menning- arsjóðs. Svar sem dygði fannst þó ekki fyrr en 1955 þegar Al- menna bókafélagið var stofnað af mönnum úr „lýðræðisflokkun- um“ þremur en undir mjög hægrisinnaðri forustu; það mun nú orðið öflugasta bókaforlag á landinu og í samfelldum upp- gangi meðan heldur hefur dregið af Máli og menningu og Menn- ingarsjóði; þessi þrjú pólitísku forlög eru þó öll í hópi stærstu útgáfufyrirtækja og fara sam- eiginlega með mjög verulegan hluta bókaútgáfunnar. Almenna bókafélagið var stofnað á þeirri óduldu „menningarlegu“ for- sendu að einhver verulegur hluti menntamanna og rithöfunda hefði verið keyptur til fylgis við óþjóðholla pólitíska stefnu og bæri nú nauðsyn til að kaupa þá lausa úr áþján. Þetta kunna að þykja heldur óbjörgulegar for- sendur frumlegs menningar- starfs, og raunin hefur líka orðið sú að útgáfa frumsaminna inn- lendra bókmennta, einkum skáld- skapar, hefur orðið veikasti þátt- urinn í starfi AB þó forlagið hafi unnið margt vel á öðrum sviðum, að endurútgáfu eldri höfunda, bókagerð á sviði þjóð- legra íslenzkra fræða, þýðinga svo að einhver dæmi séu nefnd, en ekki hefur því enzt máttur til að halda úti dugandi tímariti. Almenna bókafélagið hefur við- haldizt sem vel rekið verzlunar- fyrirtæki í skjólinu af sínum 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.