Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 54
markmiðum sínum að endurreisa Pólland. Wilson forseti hafði í sínum Fjórtán stefnu- atriðum boðað nýtt pólskt ríki, er hefði greiðan aðgang að sjó. Þjóðverjar urðu að láta af hendi allvæna sneið af Slesíu, ásamt Pósen og Vestur-Prússlandi og landsvæði að Eystrasalti, hinu svokallaða Pólska hliði, sem var að mestu byggt Pólverjum. Með þessum hætti skildist Austur-Prússland land- fræðilega frá Þýzka ríkinu. í annan stað var Danzig, hin forna Hansaborg, byggð að mestu Þjóðverjum, skilin frá Þýzkalandi og gerð að fríhöfn undir alþjóðlegri stjórn. Þessi tvö ákvæði Versalasamningsins urðu síðar æði viðurhlutamikil og fólu í sér neistann að nýrri heimsstyrjöld. Nýlendur sínar missti Þýzkaland allar og þar vann Bretland sinn mesta sigur. Þeim var skipt milli Brezka heimsveldisins, Frakklands, Belgíu og Japans. Rússland átti ekki neinn fulltrúa á Par- ísarfundinum, en skuggi þess sveif þar samt yfir vötnunum. Sjálft var það statt í miðri byltingu og borgarastyrjöld. Stjórn bolsévika barðist upp á líf og dauða við innlenda gagnbyltingarheri, sem vopnaðir voru og kostaðir af Bandamönnum, brezkur innrásarher var í Arkangelsk, í Vladivostok var japanskur og bandarískur her. Sumum stjórnmálamönnum var það efst í huga að hefja allsherjarinnrás í Rússland og steypa stjórn bolsévika. Winston Churchill var að- alhvatamaður slíkrar herfarar og Clemen- ceau var henni mjög hlynntur. Lloyd George var hins vegar sannfærður um, að slík inn- rás bandamannaherja væri vonlaust fyrir- tæki og óttaðist auk þess uppreisn í brezka hernum, ef í það væri ráðizt. Það varð því niðurstaðan á Parísarfundinum að skera vænar sneiðar úr skrokki hins gamla rúss- neska keisararíkis og mynda þannig sótt- varnargarð („cordon sanitaire") milli Rúss- lands bolsévika og Evrópu. í átökum borg- arastríðs og innrásarstyrjalda urðu þá til fjögur ný ríki á útjöðrum hins gamla Rússaveldis: Finnland, Eistland, Lettland og Litháen. Pólland bætti við sig héruðum, sem byggð voru bélórússnesku og úkraínsku fólki, en Rúmenía hertók Bessarabíu. Þegar Ítalía gekk inn í styrjöldina 1915 hafði henni verið lofað miklum landaukum í leynilegum samningi, sem gerður var í London. ítölum skyldi falla í skaut suður- héruð í Týrol, norðurhéruð Dalmatíu og flestar eyjar þar undan ströndinni, Dode- caneseyjar, sem byggðar voru grísku fólki. í lífsháska styrjaldar eru menn ósparir á loforðin. En á Parísarfundinum kom í ljós, að öllu ógreiðara var um efndir. Wilson Bandaríkjaforseti varð til þess að hafna kröfum ítala á friðarráðstefnunni og gengu þá fulltrúar ítalíu, Orlando forsætisráð- herra og Sonnino utanríkisráðherra, af Par- ísarfundinum. Niðurstaðan varð sú, að Ítalía fékk auk suðurhéraða í Týrol höfn- ina Trieste við Adríahaf á kostnað hins gamla Austurríkis og Dodecaneseyjar á kostnað Tyrkja, en varð að falla frá kröf- unni um eyjar undan strönd Dalmatíu og ítök í Alhaníu. Hvergi urðu umskiptin meiri í Evrópu eftir friðarsamningana en á því svæði, sem fyrir stríð kallaðist Austurríki-Ungverja- land. Á þessu þjóðahafi risu öldurnar svo hátt undir lok styrjaldarinnar, að Habsborg- arríkið brotnaði i spón áður en Parísar- fundurinn tók til að ráðstafa sprekunum. Úr reitunum af hinu víðlenda Dónárríki spruttu tvö ný slavnesk ríki, Júgó-Slavía og Tékkóslóvakía, Pólland að nokkrum hluta. En það var einkenni hinna nýju ríkja, sem urðu til eða voru aukin eftir friðarsamn- ingana, að víða voru mjög fjölmennir þjóð- ernisminnihlutar, sérstaklega af þýzku og ungversku kyni. Eftir friðarsamningana urðu 3 milljónir Ungverja að skipta um borgararétt. Hið gamla Ungverjaland missti alls nærri 11 milljónir þegna. Þegar Rúm- eníu var úthlutuð Tx-anssylvanía fylgdi þar með mikill fjöldi Ungverja og Þjóðverja. Hvergi var þjóðernisvandamálið háskalegi-a en í Tékkóslóvakíu. Þar voru 500,000 Rúþ- enar, af úki'aínsku bergi bi'otnir, 745,000 Ungverjar og rúmlega þrjár milljónir aust- ui'i'ískra Þjóðvei’ja, hinir svokölluðu Súdeta- Þjóðvei'jar, sem síðar áttu eftir að koma mikið við sögu álfunnar þegar Vei'salakerfið tók að leysast upp á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þessir miklu þjóðernis- minnihlutar hinna nýju ríkja urðu svo mik- ið vandamál, að aldrei komst kyrrð á í Miðevrópu á árunum milli tveggja heims- styrjalda. Hið gamla Habsborgarríki hafði verið sameiginlegur mai'kaður meii'a en 50 milljóna manna, með sameiginlega mynt og tollamæri. Nú hlóðust upp tollmúi'ar milli þessa fólks, sem um langan aldur hafði verið efnahagsleg heild og í'aunar alls ekki óhaglega gerð. Austun'íki taldi eftir friðar- samningana sex og hálfa milljón manna og af þeim bjó þriðjihlutinn í hinni fornu höf- uðborg keisararíkisins, Vín. Það bættust því mai'gslungin efnahagsvandamál við þjóðernaríginn í hinum nýju í’íkjum. Þegar sigurvegai-arnir í Versölum litu yfir val Evi'ópu þá máttu þeir sjá þrjú keisaradæmi liggja þar afvelta, ýmist af völdum styrj- aldar eða byltingar. En vei'ki þeiri'a var ekki lokið fyrr en þeir höfðu gi'eitt hinu gamla Tyx-kjaveldi banahögg. Raunar höfðu Bandamenn bruggað Sjúka manninum við Sæviðarsund fjöri'áð snemma í styrjöldinni. Þegar Tyrkland slóst í lið með Miðveldun- um lokaðist ein mikilvægasta aðdi’áttarleið fyrir Rússum — sjóleiðin um Sundin milli Evrópu og Litlu-Asíu til Svai'tahafs. Þetta mun hafa ráðið miklu um sköp Rússlands í styrjöldinni. Bretar reyndu að opna þessa sjóleið með valdi, en gáfust upp við það eftir mikið tjón á mönnum og vistum. Svo sem kunnugt er hafa rússneskir þjóðhöfð- ingjar um aldir litið keisai'aboi'gina og soldánssetrið Istambul girndai'auga, en aldrei náð að fá vald á henni. Bi-etland hélt verndarhendi sinni yfir sjúklingnum, sem Rússakeisurum var svo mikið í mun að stytta aldur. En í marzmánuði 1915 ui'ðu hér á mikil umskipti. í leynilegum samningi féllust Bretar og Fi'akkar á að gefa Rúss- um hina fornu borg og full yfirráð yfir Sundunum, Dardanellasundi og Sæviðai'- sundi. Bandamenn gei'ðu þetta að vísu með mikilli tregðu, en þeir þóttust ekki með öðru móti geta tryggt sér hollustu Rúss- lands við sameiginlegan málstað, því að þeir óttuðust jafnan að svo kynni að fara, að Rússar semdu sérfrið við Þýzkaland, áhrifamiklir menn við í'ússnesku hii'ðina unnu að því öllum árum að friðmælast við Þjóðverja. En þessi samningur við Rússa di'ó þann dilk á eftir sér, að Bandamenn tóku á laun að skipta búi Tyi'kjasoldáns áður en hann var dauður. Réttu ári síðar skiptu Fi'akkar og Bretar leifunum af Tyrkjaveldi á milli sín í áhrifasvæði og stjói’narumdæmi og hlaut Fi'akkland Sýi'land til umi’áða. Enn síðar bættust ítalir í leikinn og Rússar, svo að Tyi’kjaveldi var skipt milli stói'veldanna fjöguri'a. í friðarsamningnum í Sévres, sem var hinn síðasti í röð Versalasamninganna, sem svo eru hér kallaðir einu nafni, var gengið endanlega fi'á dánarbúi Tyrkjasol- dáns. Það var nú látið heita svo að nafninu til, að Bretar og Frakkar hefðu þessi lönd í umboði Þjóðabandalagsins. Samningui'inn við Rússa var nú úr gildi fallinn, enda neit- aði stjórn bolsévika að viðurkenna hann. En Fi’akkland fór með umboð yfir Sýi'landi, Bretar tóku að sér umboð yfir írak og Palestínu, og breyttist hér ekkert frá hinum eldri leynisamningum Bandamanna. Litlu- Asíu var skipt í umráðasvæði milli ítala, Fi-akka og Grikkja, sem hlutu Smyrna. En öll þessi nostui'sama skipting í áhi'ifa- og umi'áðasvæði í Litlu-Asíu féll um sjálfa sig við þjóðax-byltingu þá, sem Mustafa Kemai stóð fyrir. Á tveimur árum rak hann hina ex'lendu heri úr Litlu-Asíu og hi-akti Grikki í bókstaflegri mei'kingu á haf út. Með samningum í Lausanne 1923 var hið nýja Tyrkland viðurkennt og tók yfir Litlu-Asíu alla, Istambul og Austui'-Þrakíu á megin- landi Evrópu. Til þess að leysa fjandskapai'- mál Grikkja og Tyrkja var það tekið til bi-agðs að flytja þá úr landi, Tyi'ki frá Grikklandi, Gi'ikki fi'á Tyrklandi, Istambul var þó undanskilin: þar skyldu Grikkir mega búa, ef þá lysti. Þetta mun vei'a í fyi'sta skipti, að slík lausn var fundin á vandamálum þjóðernisminnihluta, en eftir seinni heimsstyrjöldina var víða tekið til þessa ráðs. Þjóðbylting Mustafa Kemals var einn athyglisverðasti viðbui'ðui'inn í sögu eftirstríðsáranna: í fyrsta skipti hafði vopnum búin alþýðuhreyfing boðið stór- veldum Evrópu byrgin, virt að engu samn- inga þeii-ra og sáttmála, og farið með sigur af hólmi. Um það verður tæpast deilt, að Banda- menn, Frakkar og Bretar og ítalir, hefðu beðið ósigur í heinxsstyrjöldinni, ef ekki hefði notið við aðstoðar Bandaríkjanna. Hinn efnahagslegi máttur Bandai'íkjanna réð að lokum úi'slitum í átökunum. Wilson forseti ætlaði sér auk þess að kenna hinni gömlu syndugu Evrópu nýjan sið. Þegar til lengdar lét vii'ðist gleðiboðskapur Banda- ríkjaforsetans ekki hafa orkað mjög á hina evrópsku heiðingja. Versalakerfið tók að hrynja áður en mörg ár liðu, og þeir, sem skyldast var að verja það, Frakkar og Bret- ar, horfðu aðgerðarlausir á hrun þess. En þó var hitt kannski enn fui'ðulegra, að Wilson beið mesta ósigur sinn í sjálfu heimalandi fagnaðarerindisins — Banda- í’íkjunum. Öldungadeildin neitaði að sam- þykkja Versalasamninginn og Bandaríkin gengu ekki í Þjóðabandalagið. Þrátt fyi'ir allt reyndist Wilson áhrifameii'i spámaður í Evi'ópu en í heimalandi sínu, þótt honum tækist ekki fremur en flestum öðrum að brúa bilið milli orða og athafna í sögunni. ♦ 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.