Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Síða 52

Andvari - 01.04.1962, Síða 52
50 ÁSGEIR J>ORSTEINSSON ANDVARI hugir manna hafi hrifizt af þeim mögu- leika, sem fólst í orðum Friðriks 8. í ræðu hans á Kolviðarhóli sumarið 1907, er hann sagði: „Markmið mitt er sannleikur og réttlæti báðum ríkjum til handa". (Is- landsf. 1907). Nú fyrst hillti undir framkomu draums- ins frá 1848, að ísland fengi sérstöðu sína sem ríki viðurkcnnda af hcndi Dana- konungs. í kjölfar þess hlaut margt að breytast, auk meðvitundar íslendinga sjálfra um frjálsari hag. Álit íslands út á við og möguleikar gagnvart öðrum þjóðum hlutu einnig að gerbreytast, ef unnt væri að hefja landið upp úr niðurlægingu Stöðulaganna, þeirri að vera aðeins „óaðskiljanlegur hluti Danavcldis", en þannig kom ísland þá fyrir sjónir öðrum þjóðum, sem grennsl- ast vildu fyrir um réttarstöðu þess. Þegar Friðrilc 8. því bauð fslendingum til ráðstefnu með dönskum stjórnmála- mönnum, var því tekið fegins hendi af öllum almenningi og með mikilli eftir- væntingu. Af nefndarmönnunum sjö voru auk ráðherrans, sem konungur kvaddi til, þrír tilnefndir af stjórnarflokknum, en þrír af andstöðuflokki stjórnarinnar. Oll þjóðin átti því fulltrúa. Ekki skal rakinn gangur eða togstreita samninganna, en þótt vilji væri fyrir hendi að geðjast íslendingum sem mest, að því er dönsku nefndarmennirnir tjáðu, voru þeir þó á andstæðri skoðun um lagalegan rétt íslands. Var því augljóst, að vandinn lá í því að tryggja sjálfstæðisviðurkenninguna fyrst og fremst, til hagsbóta fyrir síð- ari tíma, fremur en að setja strax á odd- inn kröfuna um ýtrustu sjálfstjórn, sem þó var áreiðanlega óskadraumur allra ís- lendinga. Má í þessu sambandi minnast fyrst Þingvallafundar 1873, sem m. a. var hald- inn af tilefni væntanlegrar endurskoð- unar á réttarstöðu landsins næsta ár, sem var hið þúsundasta í íslandsbyggð. Á fundi þessum var samþykkt yfirlýs- ing, sem tók af öll tvímæli um stefnu- markið í frelsisbaráttunni, „að íslcndingar séu sérstakt þjóðfélag og standi í því einu sambandi við Danaveldi, að lúta hinum sama konungi og það“. (Sögurit XXX). En forustumönnum hinnar virku frels- isbaráttu, Jóni Sigurðssyni og nánustu samherjum hans, var samt fyllilega ljóst, að þcssu þráða marki yrði ekki náð í næsta áfanga, og því bæri alþingi ekki að lcggja á það megináherzlu, eins og á stóð. Enn var haldinn Þingvallafundur í júní 1907, af tilcfni komu Friðriks 8. konungs og væntanlegrar stjórnarbótar þá á næstunni. I ályktun þessa fundar segir: „Fundur- inn krefst þess, að væntanlegur sáttmáli við Dani um afstöðu landanna sé gerður á þeim grundvelli einum, að ísland sé frjálst land í konungssambandi við Dan- mörku, með fullu jafnrétti og fullu valdi yfir öllum sínum málum." Síðan er áréttað í ísafold 6. júlí 1907, að sáttmálinn sjálfur sé uppsegjanlegur, en hvíli á óhagganlegum grundvelli, þeim, „að ísland sé frjálst sambandsland, að það sé í konungssambandi við Danmörku, að það hafi fullt jafnrétti við Danmörku, og að það hafi fullt vald yfir öllum sínum málum.“ Þegar þess er minnzt, að Jón Sigurðs- son taldi 1873 enga hættu þurfa að vera í því fólgna í sjálfstæðisbaráttunni, þótt sett yrði lög um ísland sem „óaðskiljan- legan bluta Danaveldis", þegar \'ið væri bætt „með sérstökum landsréttindum", gátu íslenzku nefndarmennirnir frá 1908 borið höfuðið hátt fyrir aðild sína að Llppkastinu, með yfirlýsingu þess um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.