Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 50

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 50
140 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI Vér lifum nú í skugga þessara reiddu hamra í þeirri trú, að höggið muni aldrei dynja, að þær hendur, sem nú kreppast að skafti, muni sjálfar lina tökin og selja fram hamrana, svo að mannkynið allt megi taka aftur gleði sína ragnaraka- laust. Ég veit ekki, hvað sá dagur mun heita, er hver fær að rækta sinn reit öruggur og óáreittur og getur tekið undir með Stein- ari bónda eða Stone P. Stanford, sögu- hetju Paradísarheimtar Halldórs Kiljans Laxness, sem raunar snýr í lokin heim til lslands lrá Ameríku og tekur að laspra við garðana í sínu gamla koti, þessi meist- araverk eftir langafa hans, fyrirmynd og eftirdæmi heilla sveita, sem voru farin á einni svipstundu, meðan hann skrapp frá, og skriðugrjótið dreift útum allt tún! •—■ En síðustu orð hans í sögunni eru þessi: Ég hef fundið sannleikann og það land, þar sem hann býr. Það er að vísu all- mikils vert. En nú skiptir mestu máli að reisa við aftur þennan vallargarð. — Vér íslendingar höfum á síðustu árum vanrækt margar fornar dyggðir, horft á það aðgerðarlitlir, að hrunið hefur úr vallargarði vorum, — og hlaupið eftir misjafnri lukku út um lönd. Ég sakast ekki við Bandaríkjamenn né nokkra aðra þjóð, heldur segi um þær hið sama og Tómas Guðmundsson skáld sagði eitt sinn um brennivínið, að það gerir engum mein að fyrra bragði. Vér verðum fyrst og fremst að eiga það undir sjálfum oss, hve djúpt vér drekkum af þeim veigum, sem að oss eru réttar úr ýmsum áttum. Mér finnst, að Stephan G. Stephansson sé það skáld íslendinga á síðari tímum, er bezt hefur vísað oss þann veg einurðar, heiðarleika og varúðar, er vér sem smáþjóð verðum að feta, ef vér ætlum að halda velli. Ég hef einkum dvalizt við ádeilur Stephans, lýst honum í varnarstöðu, af því að hún kemur oss fyrst í hug, er vér hugsum til veraldarástandsins í dag. En ég bið menn að minnast þess, að skáldið á marga fleiri strengi á hörpu sinni, er víst hefði verið gaman að snerta. Ég kaus að segja heldur frá einu skáldi og viðhorfum þess en koma víðar við, þótt fróðlegt hefði verið. Ameríka mun enn sem fyrr verða þrætuefni í hugum og bókmenntum Is- lendinga. Þeir munu áfram deila um, hverja heill þeir eigi þangað að sækja, líkt og forfeður vorir gerðu fyrir tæpum þúsund árum. Víðátta og fjarlægð Amer- íku, þótt þau hugtök séu önnur nú en þá, raunverulegir og ímyndaðir óvinir, líkt og frá segir í hinum fornu Vínlands- ferðasögum, munu togast á í hugum Is- lendinga og þau átök verða þeim efni í nýjar sögur, góðar eða vondar eftir at- vikum. En þann dag, sem íslendingar nenna ekki lengur að þræta og verða á eitt sáttir um Ameríku — og þá líklega allt annað, held ég, að lítið verði eftir af þeim og heiminum megi á sama standa, hvar þeir fara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.