Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 69

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 69
ANDVARI UM ÓDÁÐAHRAUN OG VONARSKARÐ 159 sem berggrunnurinn hrósar í námunda við laugar: grænu, brúnu, blásvörtu, blá- grænu. Næsti morgunn var dýrðarverk farar- innar: hann var skínandi skær. Fjöllin brostu í sólskininu, hvert gil og skarð var skýrlega markað, öll litbrigði hlógu við augum. Grasið var grænt og himinninn blár. 1 austri markaði voldug, glóhvít bunga Vatnajökuls sjónhringinn, en Bárð- arbunga í suðri, 2000 metra há. Jökul- jaðrarnir eru lagðir svörtum rákum sands og malar. Framan við jökulinn miðjan skaut fellið svarta upp kolli. En það var löng dagleið framundan, og við urðum að tygja okkur til ferðar. Við fundum litla grasflöt, þar sem varðan stóð með flöskuna, sem undanfari okkar hafði nefnt í ferðasögu sinni; nú bættust okkar nöfn á listann. Utsýnið var altært: frá einum stað sáum við alla leið norður til strandfjallanna og í suðri fjallatinda á Suðurlandi. Við sáum Trölladyngju, móður Ódáðahrauns, sunnan frá — hve margir hafa gert það? —, snjórinn blik- aði á tindi hennar, en blásvartir skuggar við rætur. Blár tindur, Idamarinn, hófst upp af hvítum víðernum Vatnajökuls. Við röktum spor okkar frá deginum áður að Marteinsflæðu, en fórum aðra leið norður þaðan en við höfðum riðið suður þangað. Við fylgdum tveimur djúp- um, svipmiklum giljum, þar sem Skjálf- andafljót fellur fram — hið syðra úr Ijós- gráu basalti með sorfnar brúnir og skessu- katla, hið nyrðra ekki ósvipað Krossár- gljúfri, rist djúpt niður í grásvart, lag- skipt basalt, og sumstaðar fallegt stuðla- berg: Syðra og Ytra Fljótsgil. Milli þeirra stendur bratt fjall, Fljótshnúkur, sem við riðum um kring, og þar kom gróður byggðarinnar aftur í flasið á okkur, með þróttmikið hvannstóð. Einn skúti á þess- um slóðum er nafnkenndur fyrir viður- eign Hrana Hrings við tröllkonur, og kuml þeirra, Skessudysjar, vitna um sig- ur hans. Við héldum áfram yfir hærra land, unz við komum að kofanum í Öxna- dal. Síðasta spölinn riðum við í svarta- myrkri, utan þegar tunglið stafaði drauga- skini úr skýjavökum. En fyrir ótrúlega ratvísi karlmannanna — tveir þeirra höfðu áður farið um þessar slóðir —■ riðum við rakleitt á kofann þar niðri í dalnum. Daginn eftir riðum við upp úr Öxna- dal hinsvegar og til upptaka Krossár, þar sem hún vellur upp úr svörtu hrauni. Það er helluhraun og næsta torveldur skeið- völlur; hestunum veittist erfitt að fóta sig á sléttum hellunum. A yfirborðinu var mikið um snúin hraunbönd, sem líktust óuppgerðum reipum. Við 'fórum Álfta- tjamarflæðu, víðáttumikið, sigið land- svæði, og komum þá í Suðurárhraun og síðan í Svartárkot. Tveir þeirra manna, sem fóru þessa ferð, eru nú látnir; og sjálf fæ ég víst aldrei að kanna, hvort nöfn okkar geym- ast í flöskunni í Vonarskarðsvörðu. En það væri mér gleðiefni, ef einhver les- andi minn krotaði þar nafn sitt einhvern- tíma — eða færi einhverja aðra ferð, sem líktist okkar för. Það er ævintýri, sem stæði hverri geimferð á sporði. Bjarni Benediktsson þýddi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.