Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 72

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 72
162 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI Árið 1015 brauzt til ríkis í Noregi vík- ingur af ætt Haralds hárfagra, Ólafur Haraldsson hinn digri. Eiríkur jarl, hinn eldri þeirra Hlaðajarla, var þá til Eng- lands kominn til stuðnings Knúti ríka mági sínum, var orðinn jarl hans í Norð- ymbralandi. En Sveinn beið ósigur fyrir Ólafi í höfuðorustu þeirra fyrir Nesjum í Suður-Noregi og lézt skömmu síðar landflótta. Ólafur gerði það að hlutverki sínu að alkristna Noreg, er aðeins var að hálfu kristinn áður, en styrkja jafnframt konungsvaldið á kostnað héraðs- og ættar- höfðingjanna. Hann náði þó sáttum við flesta þeirra í upphafi konungdóms síns, meðal annarra hina voldugustu þeirra, eins og Erling Skjálgsson á Sóla, Einar þambarskelfi á Gimsum og bræðurna frá Gizka. En er honum þótti höfðingjarnir vilja vera helzti sjálfráðir og jafnvel sýna honum uppreisnarhug, tók hann suma þeirra af lífi, svipti aðra þeirra veizlum, þ. e. umboðum sínum, við suma stóð bann í deilum, en gagnkvæm tortryggni vaknaði milli hans og annarra. Um þær mundir, er Ólafur hófst til ríkis í Noregi, réð fyrir Danmerkurríki konungur sá, er Knútur hét Sveinsson, síðar kallaði hinn ríki. Hann lét Ólaf í fyrstu hlutlausan, því að hann hafði um þær mundir mikið að vinna, er hann lagði England undir ríki sitt. Hann greiddi jafnvel óvart veg Ólafs, því að hann hafði kallað til sín Eirík jarl Há- konarson, er var mikill og frægur her- maður. En er Knútur hafði treyst ríki sitt í Englandi, minntist hann þess, að hann þóttist eiga tilkall til Noregsríkis. Tók hann þá að leita eftir vináttu ým- issa höfðingja í Noregi með vinmæl- um, loforðum um aukin völd þar í landi og fégjöfum. Reyndist þetta auðveldur leikur, er Ólafur gerðist bæði harðleik- inn og tortryggur. Ólafur gerði banda- ]ag við Önund Svíakonung mág sinn og herjuðu þeir á Danmörk. En Knútur kom með mikinn skipaflota vestan frá Englandi, hrakti þá mágana frá Dan- mörku og hélt flotanum síðan til Nor- egs allt norður til Niðaróss, en Ólafur stökk úr landi austur til Garðaríkis árið 1028. Knútur setti fyrst yfir Noregsríki Há- kon Eiríksson jarls, áður jarl hans í Norð- ymbralandi að Eiríki látnum, vænlegan höfðingja og líklegan til að ná vinfengi og trausti höfðingjanna norsku, svo sem aðrir ættmenn hans. Naut Hákon og fulltingis voldugasta og auðugasta manns- ins í Þrándheimi, Einars þambarskelfis á Gimsum, en Einar var kvæntur Berg- ljótu föðursystur Hákonar. Væntu nú Norðmenn þess, að upp mundi aftur renna sú öld, er þar var á tíð jarlanna Sveins og Eiríks föður Hákonar. En Há- konar nutu þeir skamma stund. Hann sigldi til Englands sumarið eftir valda- töku sína í Noregi. Hugðist hann sækja festarkonu sína til Englands, en skip hans týndist í hafi á heimleið til Noregs. Einar þambarskelfir taldi þá sig eða Indriða son sinn eiga arf eftir Hlaða- jarla mága sína og fór til Englands til að kalla eftir þeim arfi í hendur Knúti konungi, enda þóttist Einar hafa loforð Knúts fyrir þessu. En í garði Knúts kon- ungs fékk Einar þau andsvör ein, að Nor- egsríki mundi nú lagt í hendur Sveini syni Knúts, og skyldi hann verða þar konungur yfir. Einar hafði einhverjar njósnir af, að til mikilla tíðinda kynni að draga í Noregi sumar þetta, er hann var í Englandi, þótti eins og komið var, að hyggilegast væri að vera fjarri, er þau tíðindi gerðust, og hagaði ferðum sín- um þannig, að hann kom eigi heim til búa sinna fvrr en tíðindin voru öll af- staðin. Nú er það frá Ólafi konungi að segja, að er hann frétti austur til Garðaríkis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.