Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1965, Page 99

Andvari - 01.10.1965, Page 99
ANDVARI HENRY GEORGE OG „EINFALDI SKATTURINN' 189 aðstöSu þeirra í nýju Ijósi eftir kynni við Henry George og rit hans. Kemur þetta greinilega fram í smásagnasafninu „Maintravelled-Roads" (Alfaraleiðir). Einnig eru augljós bein áhrif frá George í skáldsögunni Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck. Ennþá er unnið kappsamlega að kynn- ingu og útbreiðslu á verkum Henrys Georges. Miðstöð þeirrar starfsemi er í New York og mikilvirkasti aðilinn stofn- un kennd við Robert Schalkenbacb (1856—1924). Ilann var prentari að mennt og í mörg ár forseti prentarafé- lagsins í borginni. Lagði hann svo fyrir í erfðaskrá sinni, að meginhluti eigna bans skyldi notaður í þágu georgismans (The Robert Schalkenbach Foundation). í fjóra áratugi hefur þessi stofnun beitt sér fyrir endurprentun á ritum Georges eða gefið út ný verk, er kynnu að varpa ljósi á kenningar hans, svo og mánaðar- og ársfjórðungsrit. Upp úr 1930 kom hún á fót „Skóla Henrys Georges í þjóðfé- lagsvísindum". Ekki alls fyrir löngu tók stofnunin kvikmyndalistina í þjónustu sína, og er nú í ráði að láta gera kvik- mynd um sjóferð Georges til Ástralíu og Indlands árið 1855. V. ÁHRIFIN ERLENDIS Framfarir og fátækt kom fyrst út utan Bandaríkjanna í London árið 1881. Sama árið birtist þýzk þýðing í Berlín. Ekki leið á löngu þar til bókin hafði verið þýdd á tungumál fjölmargra menningar- þjóða. Valdir kaflar hafa jafnvel verið skrifaðir blindraletri. Að sjálfsögðu voru flest rit Georges þýdd, en ekkert þeirra náði slíkri útbreiðslu sem grundvallarrit hans. Að framan var stuttlega á það drepið, að Henry George leitaðist við að hafa persónuleg áhrif sem víðast í hinum Jakob E. Lange. engilsaxneska menningarheimi. Fyrstu bein afskipti hans af erlendum málefn- um urðu með þátttöku hans í sjálfstæðis- baráttu írsku þjóðarinnar, og segja má, að hann væri með annan fótinn í Stóra- Bretlandi allan 9. tug aldarinnar. I grein, sem hann hafði skrifað um „írska vandamálið", áréttaði hann, að það væri heimsvandamál í sérstaklega illkynjaðri mynd. Enn benti hann á, að til lítils væri fyrir þjóð að öðlast sjálf- stæði, ef einstaklingsfrelsi væri fyrir borð borið með því að banna allflestum þjóð- félagsþegnum afnot jarðarinnar; mergur málsins væri að berjast fyrir frelsi allra manna, hvar svo sem þeir væru niður komnir. Nokkru eftir að Michael Davitt, einn af leiðtogum Ira, kom til Banda- ríkjanna, hittust þeir George af einskærri tilviljun. Fundur þeirra varð til þess, að fyrrnefnd grein, — aukin og endurbætt, — birtist í bæklingsformi undir nafninu írska jarðeignamálið. Einnig tók George þátt í áróðursherferð um Bandaríkin og 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.