Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1965, Side 103

Andvari - 01.10.1965, Side 103
ANDVARI HENRY GEORGE OG „EINFALDI SKATTURINN' 193 vinstrimanna" varð til. Hinn nýi flolck- ur gætti sérstaklega hagsmuna smábænda. A stefnuskrá hans kom fram krafa um jarðskatt og verðhækkunarskatt á lóðir og lendur í stað eignarskattsins og tekin vin- samleg afstaða til frjálsrar verzlunar. Einnig gerði flokkurinn ýmis baráttumál sósíaldemókrata að sínum málum. Henry George-félögin voru ekki flokks- pólitísk samtök. Georgistar gátu því gengið í hvaða stjórnmálaflokk, er þeim sýndist. Einkum komu þeir ár sinni vel fyrir borð meðal „Róttækra vinstrimanna", ekki sízt Jakob E. Lange, sem gekk í flokkinn um 1910 og var í honum til dauðadags (1941). Þar að auk mátti sjá þá í hópi •••sósíaldemókrata og vinstri- manna. Árangurinn varð sá, að 1911—12 fór fram tilraunamat á jarðnæði, þar sem jörðin sem slík var metin að frádregnu verðmæti bygginga, jarðabóta o. s. frv., og varð það grundvöllur að lögum um jarðamat, sem nefndir flokkar í samein- ingu fengu samþykkt 1916. Nokkrum árum síðar var svo ákveðið, að slíkt jarða- mat skyldi fram fara á fimm ára fresti. Höfundur georgismans hafði engan veginn talið öll ríkisafskipti óalandi og óferjandi, þótt hann sjálfur og þó sér- staklega hörðustu fylgismenn hans margir vildu takmarka þau við allra nauðsynleg- ustu málefni. Dönskum georgistum þótti heldur þungur róðurinn í baráttu sinni, og ekki bætti það úr skák fyrir þeim, að afskipti ríkisvalds af málefnum þegnanna færðust óðfluga í aukana vegna heims- styrjaldarinnar fyrri. Nokkrum árum fyrir stríð hafði andstæðingum ríkisaf- skipta bætzt góður liðsauki með ritinu „Réttarríkið" (Retsstaten) eftir Severin Christensen, sem tók miklu dýpra í ár- inni en Henry George gerði í þessum efnum. Árið 1916 stofnuðu fylgismenn Christensens með sér félag, er skar upp herör gegn „velferðarríki" því, sem allir stjórnmálaflokkar virtust stefna að, og hóf baráttu fyrir „réttarríkinu". Að þrem- ur árum liðnum (1919) var svo komið, að Henry George-félagið beitti sér fyrir sam- tökum georgista, Christensens-manna o. fl., og hlutu þau nafnið Réttarsambandið (Retsforbundet). Til sannindamerkis um samstöðuna þótti aðilum heppilegast að gefa út eitt málgagn, a. m. k. fyrst um sinn, í stað þriggja áður. Á þennan hátt hvarf tímaritið „Ret“ úr sögunni, en það hafði verið einn helzti málsvari georg- ista síðan 1905. Á fyrstu árum Réttarsambandsins virð- ast menn ekki hafa verið á eitt sáttir um baráttuaðferðir þess, en 1921 ákváðu þeir að halda Henry George-félaginu fyr- ir utan flokkspólitísk átök, eins og áður, en sambandið skyldi leggja út í stjóm- málabaráttu. Barátta fyrir réttarríkinu á grundvelli georgisma skyldi tilgangur þess, jarðskattur sem eina tekjulind ríkis- ins og frjáls verzlun kjörorð þess. Að öðru leyti skyldu tilvonandi þingmenn flokksins ekki beittir flokksaga; önnur mál og óskyld þessu varð hver og einn að meta, eins og hann var maður til. Drýgstan þátt í að móta Réttarsam- handið sem sjórnmálaflokk átti prófessor einn í heimspeki við Hafnarháskóla, C. N. Starcke að nafni (1858—1926). Hann hafði tekið þátt í að stofna flokk „Rót- tækra vinstrimanna" (1905), en barðist fyrir samvinnu hans við Vinstrimanna- flokkinn fremur en við sósíaldemókrata. 1908 gekk hann úr flokknum og í Vinstri- mannaflokkinn og varð þingmaður hans 1913—1918. Um sama leyti var hann formaður Henry George-félagsins (til 1916). Prófessor varð hann 1917. Hann fór úr Vinstrimannaflokknum árið 1922, enda Réttarsambandið þá orðið stjórn- málaflokkur. Réttarsambandið bauð fyrst fram til þings árið 1924, hlaut 12600 atkvæði,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.