Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Síða 112

Andvari - 01.10.1965, Síða 112
202 ÓLAFUR JENS PÉTURSSON ANDVAKl ábúð. Réttar-menn gátu tekið undir sumt í þessum yfirlýsingum, en fullt samkomu- lag hefði strandað á öðrum úrlausnar- efnum og þá sérstaklega þeim, er vörð- uðu leiðir landssjóðs til tekjuöflunar, svo og í verzlunarmálum. Fjærst Réttar-mönnum stóð þingflokk- ur Framsóknar, sem stóð svo nærri „kyrr- stöðumönnum", að hann minntist ekki á, hvar og hvernig landssjóður aflaði sér tekna til að hrinda í framkvæmd ýmsum þjóðþrifamálum. Verzlun landsins skyldi „rekin í samvinnufélagsskap, einkurn á þeim svæðum, sem vegna strjálbýlis og framleiðslurýrðar geta eigi notið eðlilegrar samkeppni í verzlun". Tímamenn gerðu ráð fyrir ákveðnum tekjustofnum lands- sjóðs í stefnuskrá blaðsins, enda stefna þess, ,,að búa þjóðina á allan hátt undir að geta staðið á eigin fótum". Röðin var að vísu önnur en í skattamálagrein Skin- faxa, en samt hófst VIII kafli stefnu- skrárinnar með þessum orðum: „Að lögð sé áherzla á að afla landinu tekna fremur með beinum sköttum en tollum, en þó séu gömlu tollarnir að rnestu látnir hald- ast fyrst um sinn. Annars séu farnar eftir- farandi leiðir í skattamálum, þegar því verður við komið.“ Þá kom fyrsta greinin um eigna- og tekjuskatt af stóreignum og háum tekjum, síðan minnt á erfða- fjárskatt, en þriðja greinin var á þessa leið: „Að verðhækkunarskattur sé lagður á lönd og lóðir, þar sem verðhækkunin orsakast bersýnilega af aðgerðum þjóð- félags, sýslu-, sveitar- eða bæjarfélags, svo sem við stórfelld áveitufyrirtæki eða dýrar samgöngubætur." Þeir minntust ekki á samkeppni í verzlun, lögðu megináherzlu á samvinnuverzlun, en landsverzlun, þar sem hún dygði ekki til vegna ein- okunarhringa. Samkvæmt stefnuskrá Al- þýðuflokksins skyldu allir tollar af- numdir skilyrðislaust og þegar í stað, „en til að standast útgjöld landsins séu lagðir á beinir skattar að svo miklu leyti, sem arður af framleiðslu og verzl- un, er rekin sé fyrir hönd þjóðfélags- ins, ekki hrekkur til gjalda landsins." Beinir skattar skyldu aðeins lagðir á, þar til lokatakmarkinu væri náð. Ennfremur var lýst stuðningi við samvinnuhreyfing- una gegn kaupmannavaldinu, en loka- takmarkið væri landsverzlun á sem flest- um sviðum. Réttar-menn vildu afnema tolla ekki síður en Alþýðuflokkurinn. Þeir voru ekki andvígir landsverzlun sem tímabundnu ástandi, en stefndu á algjöra samvinnuverzlun. „En þá, á 100 ára af- mæli verzlunarfrelsis við allar þjóðir, á að vera eitt kaupfélag á öllu landinu; engin önnur verzlun", skrifaði Þórólfur í Baldursheimi þegar í fyrsta hefti Réttar. Sem lokatakmark í skattamálum vildu þeir jarðskatt og verðhækkunarskatt, en enga aðra beina skatta. Sá skyldi vera aðal- tekjustofn landsins. Endalokin. Réttur fór af stað með talsverðum glæsibrag. Ungir og áhugasamir georg- istar skrifuðu harðvítugar greinar, eink- um fyrstu þrjá árgangana. I 5. árgangi (1920) setti áhugi ritstjórans á brezkum stjórnmálum aðalsvip á ritið. Bar þó rnest á þýddum greinum um þau efni. Hann hafði sjálfur dvalizt vetrarlangt 1919—20 í Englandi og fylgzt mjög náið með stjórnmálabaráttu þar, ekki sízt átök- um í Frjálslynda flokknum, sem var nú klofinn. Foringi meirihlutans, Lloyd George, hafði samvinnu við íhaldsmenn, minnihlutinn, óháðir vinstrimenn undir forystu Asquiths, var einangraður en hall- aðist fremur að Verkamannaflokknum en íhaldsmönnum. Þórólfur skrifaði sérstaka grein um viðhorf í brezkum stjórnmálum og lýsti samúð sinni með Verkamanna- flokknum í samstarfi við samvinnumenn í innanlandsmálum en óháðum vinstri-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.